David Carradine finnst látinn í Bangkok - vinir hans telja ekki um sjálfsvíg að ræða

davidcarradine.jpgDavid Carradine sem lék svo eftirminnilega Bill í Kill Bill tvíleik Quentin Tarantino fannst látinn á hótelherbergi sínu í Bangkok í fyrradag. Andlátið vekur mikla furðu hjá vinum hans, og aftaka þeir að um sjálfsvíg hafi verið að ræða, enda hafi ferill Carradine verið kominn á mikið skrið á ný, hann hafi verið hamingjusamur með eiginkonu og börnum, og sífellt sprottið upp úr honum viskukorn um lífið og tilveruna. Mikið verður spáð í orsök dauða hans á næstu misserum.

Það var viðtal við nokkra vini Carradine á Larry King hjá CNN í gærkvöldi, þar sem meðal annarra voru til viðtals þeir Tarantino, Michael Madsen og Rob Schneider. Sá síðastnefndi talaði um viðeigandi andlát, þar sem að stærsta eftirsjá David Carradine hafði verið að taka aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Kung Fu, sem höfðu upphaflega verið hugmynd Bruce Lee, sem hafði ekki fengið hlutverkið vegna kynþáttar, en Bruce Lee lét einnig lífið á dularfullan hátt.

Leikferill Carradine spannar 222 hlutverk frá 1963. Hann var 72 ára gamall og ennþá í fullu fjöri, að sögn vina og samstarfsfélaga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Sorglegt en nú er hugsanlegt að komin sé líklegri skýring á dauða hans en áður ..

http://ommi.blog.is/blog/ommi/entry/890869/

R.I.P

Ómar Ingi, 5.6.2009 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband