Er að selja búslóðina á barnalandi

Er að selja búslóðina mína á barnaland.is undir nafninu 'innlendingur'.

Bý í Kópavogi og það þarf að sækja dóttið áður en ég fer í flug á sunnudagsmorgni.

Hef þó hvorki sett DVD né bækur í sölu. Bara húsgögn.

Ég ákvað að halda uppboð á öllum þessum húsgögnum. Mér finnst það frekar skemmtileg leið til að selja sem býr til ansi skemmtilegt andrúmsloft. Ég fæ send skilaboð frá notendum barnaland.is og læt síðan vita reglulega hvert hæsta tilboðið er. Síðan tek ég einfaldlega hæsta tilboði á þeim tíma sem ég hef tilgreint að uppboðinu lýkur.

Mér finnst yfirleitt leiðinlegt að standa í sölu, en þessi leið er frekar skemmtileg.

Fyrstu uppboðunum lýkur í kvöld, og öðrum á morgun.

 

Það sem ég sel, smelltu á tenglana til að komast á sölusíðu barnalands:

 

Leðurhornsófi (margar bækur verið lesnar í þessum sófa) og góður fyrir partý, og svo finnst börnum svolítið freistandi að hoppa í honum:

633790225428760502

 

Skóhirsla og fatahengi:

633790619367789736

Rúm:

633790356250731099

 

Sjónvarpsskenkur (átti ekki flatsjónvarp en búinn að selja túbuna):

 

Eldhúsborð:

633790378307712489

 

Leirtausett frá Mexíkó:

633790229030667591

 

Skápur fyrir skjöl eða DVD diska:

633790604958289368

 

Fataskápur frá IKEA:

633790233558284614

 

Eldhúslampi:

633790611598159931

 

Hillur með krómfætur:

633790613358163213

 

Eldhúsborð með hillu og broskalli: Smile

633790614937985340

 

Bókahillur:

633790621806553369

 

Skrifborðsstóll:

633790638377135590

 

Skrifstofustóll (svartur):

633790639367741940

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Himmalingur

Hva? Ætlar karlinn að yfirgefa sökkvandi skip? Á ekki að hjálpa að ausa?

Gangi þér og þínum vel á nýjum ævintýraslóðum!!

Himmalingur, 28.5.2009 kl. 22:38

2 Smámynd: Bumba

Halló, ertu að flytja út eins og ég gerði? Gott hjá þér. Með beztu kveðju.

Bumba, 29.5.2009 kl. 07:32

3 identicon

Gangi þér vel, og góða heimkomu. Því ég trúi að allir komið þið aftur.

Og velkomin þegar að því kemur.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 19:04

4 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Það væri óðs manns æði að selja DVD ið og bækurnar. Allt annað má missa sín Hrannar, þ.m.t. steinsteypa. Gangi ykkur vel í Norge.

Muggi.

Guðmundur St Ragnarsson, 30.5.2009 kl. 19:42

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Skrambinn að vera svona sein að kíkja. Mig vantar skrifstofustól.

Vonandi farnast ykkur vel ytra, Hrannar. Þú lætur heyra frá þér hér, vona ég.

Lára Hanna Einarsdóttir, 31.5.2009 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband