Hafa allir flokkar tekið eitt skref til hægri?

 

WhitewaterSlideCR

 

Þetta er bara tilfinning. Enginn rökstuðningur. Þetta poppaði bara upp í hausinn á mér þegar ég fékk tilkynningu frá Bjarna Harðarsyni um að hann ætlaði að kjósa VG.

Mér finnst allir flokkar hafa gjörbreyst í áherslum frá kosningunum 2003, án þess að hafa athugað það neitt sérstaklega. Mér finnst þessi kenning bara passa einhvern veginn.

  • Vinstri Grænir eru orðnir að Framsóknarflokknum
  • Framsóknarflokkurinn er orðinn að Samfylkingunni
  • Samfylkingin er orðin að Sjálfstæðisflokknum
  • Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn að Frjálslyndum
  • Frjálslyndir eru þarna einhvers staðar með Lýðveldishreyfingunni - það langt til hægri að þeir eru dottnir eða að detta út af borðinu

Borgarahreyfingin er nýtt afl sem vill ekki vera afl, heldur berst fyrir málefnum, svona eins og stjórnmálaflokkar eiga að gera. Eru þeir að ýta öllum hinum lengra til hægri?


mbl.is Evrópustefnan verði á hreinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband