Var rangt af Sjálfstæðisflokknum að taka við þessu 55 milljóna króna klinki?

 

falki_826539

 

Hefðu þessar upplýsingar komið fram árið 2006, hefðu þær valdið sama fjaðrafoki og þær gera í dag? Þá voru 25 og 30 millur bara klink auðmanna.

Nú tala Sjálfstæðismenn um að opna bókhaldið fyrir árið 2006 um alla styrki sem voru hærri en ein milljón. Af hverju er ekki miðað við kr. 300.000,- þá upphæð sem lögleg er til styrkja samkvæmt lögum sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði frumkvæði að árið 2006?

Og af hverju bara árið 2006?

Hvað um árin 2007, 2008, 2009, 2005, 2004, 2003, 2002, 2001, 2000, 1999, 1998, 1997, 1996, 1995, 1994, 1993, 1992, 1991, 1990 og 1989?

Hvernig væri að fá allt upp á borðið?

Af hverju eru þessar upplýsingar að leka rétt fyrir kosningar? Af hverju er strax búið að takmarka það að gefnar verði upp upplýsingar fyrir einungis 2006 og einungis það sem er yfir einni milljón?

Ég held að fáum hefði þótt þetta siðlaust árið 2006 og enginn tekið eftir þessum upplýsingum, þar sem fólk trúði að velmegunin væri svo gífurleg, að allt væri svo flott og fallegt á Íslandi og að Íslendingar væru hamingjusamasta þjóð í heimi, en árið 2009, eftir hrun og rétt fyrir kreppu, er þetta hið mesta hneyksli. 

Ég vil skora á alla flokka að upplýsa um alla styrki sem þeir hafa fengið frá árinu 1989 sem voru yfir kr. 300.000,- Held að það yrði forvitnileg lesning.

 

Mynd: Guðsteinn Haukur Barkarson


mbl.is Geir segist bera ábyrgðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, ég tek undir með þér. Mætti alveg sjá fleiri ár en t.d. Vinstri Grænir hafa haft bókhaldið opið hjá sér frá upphafi (s.s. frá því Vinstri Grænir voru stofnaðir eða 1999) og er aðgengilegt á netinu.

Þorsteinn H. (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 10:12

2 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Tekur 5 mín. fyrir fjárhaldsmenn flokkanna að finna til Exel-skjölin og ýta á PRINT...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 9.4.2009 kl. 11:03

3 identicon

Hér verður safnað saman sögum um Sjálfstæðisflokkinn. Öllum er frjálst að setja inn efni (comment), undir fullu nafni eða dulnefni, skiptir ekki máli. Aðalmálið er að fá sögurnar. Hvernig flokkurinn hefur byggt upp veldi sitt og lagt undir sig heilt þjóðfélag.
http://einu-sinni-voru-sjallar.blogspot.com/

Erla (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 11:20

4 Smámynd: Brattur

Auðvitað eiga flokkarnir að sýna alla styrki sem þeir hafa fengið í gegnum tíðina... ef þeir eru ekki tilbúnir til þess hafa þeir eitthvað að fela, ekki rétt?

Brattur, 9.4.2009 kl. 13:26

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég hefði haldið að krefjast mætti af löggjafavaldinu að þeir hegði sér á óaðfinnanlegan og siðferðilega réttan máta, en að það sé ekki nóg fyrir þá að fylgja aðeins þeim lögum sem þeir sjálfir hafa sett, heldur einnig anda þeirra.

Siðbrot hlýtur að vera jafn alvarlegt mál og lögbrot þegar verið er að tala um einstaklinga og hópa sem hafa verið að leggja allri þjóðinni leikreglurnar.

Hrannar Baldursson, 9.4.2009 kl. 14:01

6 Smámynd: Einar Karl

Hrannar skrifar:

Af hverju er strax búið að takmarka það að gefnar verði upp upplýsingar fyrir einungis 2006 og einungis það sem er yfir einni milljón?

Bættu við: "einungis bara frá lögaðilum."

Ætli leynist kannski í bókhaldinu háir styrkir úr persónulegum sjóðum óligarkanna? 

Einar Karl, 9.4.2009 kl. 14:14

7 Smámynd: Ómar Ingi

Það er nú ekki eins og aðrir flokkar hafi ekki fengið svipaðar fjárhæðir frá samskonar aðilum og áttu þessa grúppu.

Ómar Ingi, 9.4.2009 kl. 14:52

8 Smámynd: Pétur Kristinsson

Þessi umræða var uppi á yfirborðinu löngu áður en árið 2006 rann upp. Einhverjir þingmenn vildu fá þessa styrki til stjórnmálaflokka upp á yfirborðið löngu áður en þetta herrans ár rann upp. Þannig að ég held að þetta hefði af mörgum verið talið siðlaust hefði þetta komið árið 2006.

Pétur Kristinsson, 9.4.2009 kl. 18:27

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Sjá ársreikninga Samfylkingarinnar hér. <http://www2.samfylking.is/media/files/Reikningar%20Sf%202001-2006%20LOK.doc>

" Frjáls framlög og styrkir til Samfylkingarinnar:

2001: 6.009.592

2002: 2.368.392

2003: 1.672.386

2004: 3.327.140

2005: 9.144.641

2006: 44.998.898

2007: 10.756.715 "

Munur milli áranna 2005 og 2006 er tæpar 36 milljónir króna. Er vitað hvaðan þetta fé kom? Hvers vegna er árið 2006 svona frábrugðið öðrum árum?

Eða er þetta bara spennandi ef íhaldið á í hlut ?

Halldór Jónsson, 9.4.2009 kl. 20:52

10 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ótrúleg upphæð árið 2006. Allt upp á borðið!

Hrannar Baldursson, 10.4.2009 kl. 10:27

11 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Hrannar þú nálgast þetta á réttan hátt að mínu mati/engin er sekur fyrr en sekt er sönnuð/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 10.4.2009 kl. 12:26

12 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir það Halli.

Hrannar Baldursson, 10.4.2009 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband