Nýjustu færslur
- Af hverju krefjast raunveruleg góðverk alltaf áreynslu?
- Um líkama og sál - Í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Bald...
- Hrós til þjónustuborðs Costco
- Hætturnar sem felast í fáfræði
- Mistök og það sem við getum lært af þeim
- Heimspeki í morgunmat: að byrja hvern dag með krefjandi spurn...
- Af hverju trúum við stundum blekkingum frekar en því sanna?
- Meðan bærinn okkar brennur
- Ekki er allt gull sem glóir, en samt veljum við það
- Ofurkraftar okkar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2024
2023
2021
2020
2019
2018
2017
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Hvernig verður Ísland árið 2049?
8.4.2009 | 09:17
Ég hef verið að velta fyrir mér hvernig framtíð okkar Íslendinga verður eftir Hrun og kreppu, hvort að þetta ástand muni hægja á tækniframförum og hugsanlega draga úr þeim gífurlega hraða sem öll þróun virðist vera á í heiminum. Ef kreppan dregur úr íslenskri þróun, mun hún líka draga úr alþjóðlegri þróun?
Ég hef ekki hugmynd um hvaða áhrif kreppan mun hafa á heiminn sem við lifum í, en finnst það áhugavert rannsóknarefni. Hvernig færum við annars að því að mæla slíkar breytingar?
Vissir þú að árið 2006 var því spáð að Kína yrði það land sem inniheldur flesta enskumælandi einstaklinga innan fárra ára, þar sem að allt framhaldsskóla- og háskólanám þar í landi krefst enskuþekkingar?
Kíktu á þetta sláandi myndband sem gert var fyrir skóla í Colorado árið 2006. Eiga spádómarnir um framtíðina sem koma fram í myndbandinu við í dag, eftir efnahagsfrostið mikla?
Hefur vélin bara rétt hikstað, eða er hún að hægja á sér? Getur verið að hún stöðvist og í kjölfarið fylgi afturför í stað þróunar?
Ég hef ekki svarið við titilspurningunni, og slíkt svar getur að sjálfsögðu aldrei orðið neitt annað en getgátur, það er að segja fyrr en á árinu 2049, þá getum við kannski gert okkur í hugarlund hvernig sá heimur er.
Reyndar er ég ekkert sannfærður um að við vitum almennt hvernig heimurinn er árið 2009, en það er kannski annað mál.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- AK-72
- ThoR-E
- Agnar Freyr Helgason
- Alfreð Símonarson
- Alvy Singer
- Anna
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Berglind Steinsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Dís
- Birna Guðmundsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Sæmundsson
- Björgvin Gunnarsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- Blogblaster
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bwahahaha...
- Börkur Gunnarsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Dofri Hermannsson
- Edda Sveinsdóttir
- Einar Indriðason
- Einar Jón
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Sara
- Eymar Plédel Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fararstjórinn
- FreedomFries
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Gulli litli
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Sverrir Þór
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Erla Sumarliðadóttir
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Foster Hjartarson
- Gísli Tryggvason
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Karlsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Viðar
- Heidi Strand
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Johnny Bravo
- Jonni
- Jóhann Björnsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón V Viðarsson
- Jón Viktor Gunnarsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jón Þór Ólafsson
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Karl Tómasson
- Katan
- Ketill Sigurjónsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
- Kolbrún Hilmars
- Konráð Ragnarsson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Hreinsson
- Kristján Kristjánsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Leikhópurinn Lotta
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magidapokus
- Magnús Árni Magnússon
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Kristjánsdóttir
- Millablog
- Neddi
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Kristinsson
- Ragnar Gunnarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Ransu
- Rut Sumarliðadóttir
- Róbert Björnsson
- Rúnar Már Bragason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skafti Elíasson
- Skák.is
- Snorri Bergz
- Snuddi
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Steinki
- Steinn Hafliðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Arnarsson
- Sverrir Stormsker
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Helgason
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig
- TARA
- Toshiki Toma
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tómas Þráinsson
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Víðir Ragnarsson
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- kiza
- mongoqueen
- Ásgerður
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Arnórsson
- Óskar Þorkelsson
- Óttar Felix Hauksson
- ÖSSI
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þröstur Helgason
- Þröstur Unnar
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórdís Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Agný
- Ari Jósepsson
- Árni Karl Ellertsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarki Þór
- Davíð Pálsson
- Dominus Sanctus.
- DÓNAS
- ESB og almannahagur
- Eygló
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- G Helga Ingadottir
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Eiríksson
- Guðni Karl Harðarson
- Hafþór Baldvinsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Hörður Halldórsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jónatan Gíslason
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lúðvík Lúðvíksson
- Marta B Helgadóttir
- Morgunblaðið
- Omnivore
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Styrmir Reynisson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sævar Már Gústavsson
- Sölvi Breiðfjörð
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valur Arnarson
- Vestarr Lúðvíksson
Athugasemdir
Þetta er ansi gott video og til þess fallið að vekja fólk til umhugsunar. Þau fyrirsjánlegu umskipti sem þarna er verið að lýsa eru gjarnan kölluð "Technological Singularity" af fræðimönnum. Hugtakið var búið til á níunda áratug síðustu aldar af vísindaskáldsagnahöfundinum Vernor Vinge sem reyndar er líka doktor í stærfræði og tölvunarfræði. Einnig hafa menn talað um "intelligence explosion" í tengslum við gervigreind, og nanótækni er nátengd þessu líka, því tölva með ofurgreind sem hefur yfir að ráða her af agnarsmáum nanóvélmennum (e. nanobots) væri óstöðvandi afl. Hún gæti t.d. ákveðið að framleiða enn fleiri nanóbota, sem framleiða svo margfalt fleiri nanóbota, og á meðan hannað nýja tegund af tölvu sem er þúsund sinnum öflugri en hún sjálf, og látið svo nanóbotana framleiða hana. Nýja tölvan myndi svo framleiða enn fleiri og fullkomnari nanóbota með hinum sem fyrir eru, og svo koll af kolli....ergo: óendanleg greind og framleiðslugeta nálgast með sífellt vaxandi hraða!
Hljómar kannski voða flott, en yrði ansi skelfilegt ef áður en við vissum yrði t.d. yfirborð jarðarinnar þakið nanóbotum. Hvað svo ef ofurgreind vera sem er margfalt ofar skilningi okkar mannana kemst að þeirri niðurstöðu að mannkynið sé í raun og veru eins og hver önnur pest (hegðun þess í vistkerfinu hefur t.d. öll einkenni skaðlegrar veirusýkingar) og myndi ákveða að nota nanóherinn til að útrýma okkur? Það sem er hvað ógnvænlegast við þá tilhugsun er að eftir að ákveðnum krítískum þröskuldi er náð (t.d. með vitvél sem getur endurskapað sjálfa sig í fullkomnari mynd) þá gerist þetta svo hratt að mannkynið hefði ekki nokkur tök á því að bregðast við.
Ef einhver finnur þetta upp þá verður aðeins tímaspursmál hvenær það verður gangsett af einhverjum, og ef tölvan er gáfaðari en við mun hún finna leið til að snúa á allar þær varnir sem við reynum að setja upp, en eftir það er svo fjandinn gjörsamlega laus. Þegar "gráa gúanóið" eins og ímyndaður nanóher er gjarnan kallaður, hefði náð að þekja aðeins eitt meginland á jörðinni, þá væru ekki nema nokkrar sekúndur þar til það væri búið að yfirtaka allt sólkerfið. Og gera það forritanlegt! Vissulega ógnvekjandi.... og ekki bara fjarlæg draumsýn heldur eitthvað sem gæti orðið raunverulegt áhyggjuefni á næstu áratugum.
Það er samt merkilegast af öllu við þessa pælingu, að hún hefur vakið athygli guðfræðinga, af öllum stéttum! Þeir velta því t.d. fyrir sér ef það skyldi vera raunhæfur möguleiki að mönnum takist að skapa vitveru sem tæki okkur fram í getu og gáfum, og með því að bæta sjálfa sig sífellt yrði sú vera sífellt máttugri. Eru mætti slíkrar veru einhver takmörk sett, og ef ekki gæti hún þá orðið almáttug eða ígildi þess? Ef svarið er já, væri þá hægt að gera greinarmun á slíkri veru og Guði? Fyrir okkur mannfólkið yrði það allténnt ekki auðvelt.
Ennig hafa þessar vangaveltur borist inn á borð heimspekinga, sem velta því sumir t.d. fyrir sér að ef hægt væri að búa til fullkomnar vitveru, þá hljóti líka að vera hægt að búa til sýndarveruleikabúnað sem fari nærri því að líkja fullkomlega eftir því sem við köllum raunveruleika. Ef það er hægt hlýtur að vera hægt að skapa vitverur inni í sýndarveruleikanum, svokallaðar sýndarvitverur (eins og tölvustýrðu leikmennirnir í FIFA Soccer, nema bara milljón sinnum"gáfaðri" útfærsla). Myndu slíkar verur hafa sjálfsvitund á borð við líffræðilegar vitverur (mannfólk) og væri þá ekki hægt að tala um að þær hefðu það sem við köllum "persónuleika"? Ættu slíkar verur sama tilkall til "mannréttinda" og líffræðileg vitvél sköpuð af tveimur öðrum slíkum (barn)? Enn fremur, hversu meðvitaðar væri slíkar verur um sýndartilveru sína? Er ekki allt eins víst að þær kalli eina veruleikann sem þær þekkja raunveruleika þó aðrar (þróaðari) verur gætu e.t.v. kallað það tölvuhermi?
Ef mannkyninu tækist einhverntíma að sýna fram á að svona fullkominn sýndarveruleiki sé mögulegur (t.d. með því að búa hann til), væri þá nokkuð hægt að fullyrða hvort öll okkar tilvist sé ekki einmitt nú þegar í einum slíkum??? Nick Bostrom, sérfræðingur heimspekideildar Oxford háskóla hefur t.d. komist að þeirri niðurstöðu að í raun og veru eru yfirgnæfandi líkur eru á því að svo sé. Þ.e.a.s. að við lifum í tölvuhermi! Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að þar sem við munum aldrei geta séð neinn "mun" á því hvort veruleikinn er ekta eða plat, þá skiptir það hvort sem er afskaplega litlu máli. En stóra spurningin er þá hvort að Guð er ekki einfaldlega bara yfirforritarinn? Og hvað gerist þá þegar hann slekkur á tölvunni??
Gætið þess svo að eyða ekki meira en 10% af frítíma ykkar í að lesa um svona hluti, því annars er hætta á alvarlegri tilvistarkreppu. ;)
Guðmundur Ásgeirsson, 8.4.2009 kl. 18:58
Skemmtilegt svar hjá þér Guðmundur. Munurinn á gervigreind eins og hún er í dag og mannlegri greind (sem er ekkert endilega voðalega gáfuð yfir heildina litið) felst líklega frekar í eðlismun heldur en stigsmuni eins og þú stingur upp á. Það er sama hversu flókið og vel tölvur geta reiknað, þær hafa einfaldlega ekki sjálfbæra hugsun. Ef vélar hefðu sjálfbæra hugsun, þá væri um greind, en ekki gervigreind að ræða, og þá mættum við byrja á því að biðja bænir okkar.
Ef við lifum í forrituðum sýndarheimi og slökkt er á tölvunni, og segjum að sá sem slökkti á tölvunni hafi munað eftir að vista og ætli að kveikja aftur á sýndarheiminum seinna. Hvað verður um vitund allra veranna í sýndarveruleikanum á meðan slökkt er á kerfinu?
Gaman að þessum pælingum.
Hrannar Baldursson, 8.4.2009 kl. 19:26
Já það er ekki spurning að tölvur geta leyst mörg þau verkefni sem talin eru krefjast greindar mun betur en við, t.d. spilað skák, skipulagt framleiðslu, hannað flóknar rafrásir eftir forskrift, og ótal margt fleira sem flokka mæti undir "vísindi" í breiðum skilningi. Hinsvegar eiga tölvur langt í land með þá hæfileika sem flokka mætti undir "andlega hlið" þess að vera vitvera, og þar stöndum við mennirnir langtum framar í hlutum eins og t.d. því að skilja tilfinningar og geta túlkað þær, eða samhyggð (að geta sig í spor einhverrar annarar persónu). Í þessu liggur munurinn á því sem kallað er greind (hvort sem hún er gervi eða ekta) og vitund (e. consciousness), þ.e. að vera meðvitaður um sjálfan sig sem einstakling (en ekki bara eintak), hafa sjálfstæðar skoðanir og "vilja", hvað svo sem það er. Enn fremur að búa yfir getu til að hrinda hugmyndum sínum (en ekki annara) í framkvæmd. Í þessu samhengi er t.d. áhugavert að velta því fyrir sér hvort vitverur (mannfólk þar með talið!) eru yfir höfuð færar um að taka raunverulega sjálfstæðar ákvarðanir og hvort ímyndunarafl er ótakmarkað mengi, eða hvort það takmarkast á endanum af "forritinu" hvaða andlegu getu viðkomandi býr yfir.
Ein kenning gengur út á að frjáls vilji sé blekking og í raun séum við alltaf bara að bregðast við umhverfinu á þann eina hátt sem mögulegur er útfrá afstöðu skynfæra, taugamóta, og þeirra rafboða sem ferðast um þau hverju sinni. Önnur kenning gengur hinsvegar svo langt að halda því fram að allur veruleikinn eins og við "sjáum" hann sé í raun hugarburður (sjálfsblekking?) og allt sem á sér stað sé bein afleiðing af hugsunum okkar, meðvituðum eða ekki. Við séum því ekki bara fær um að breyta hugsunum okkar ("change our minds") heldur líka öllu sem í heiminum er ("change our world").
Með þeirri byltingu í raunvísindum sem varð á síðustu 2-300 árum eða svo stefndi lengi vel í að mönnum tækist að "leysa gátuna" og gætu brátt útskýrt allt atferli og tilveru mannskepnunnar út frá vísindalega smækkuðum einföldunum, niður í smæstu atóm eins og tannhjól í úrverki þar sem allt á sér orsök og afleiðingu og ekkert gerist af tilviljun sem útilokar frjálsan vilja. Þessi mekaníska sýn á náttúruna hefur þó látið deigan í seinni tíð, ekki síst með tilkomu skammtafræði (eðlisfræði öreinda og frumkrafta) þar sem hlutirnir geta í raun verið verið háðir tilviljun eða óútskýranlegum frávikum frá aðeins "einni réttri" niðurstöðu. Samt rúmast innan ramma sömu stærðfræðiformúlu og getur fullkomlega lýst einhverju jafn pottþéttu og kúlulaga hlut í frjálsu falli í lofttæmi við kjörhitastig á tilraunastofu sem skoppar 2,3cm upp í loft þegar hann lendir á gólfinu, af því að það er "eina rétta" niðurstaðan. Skammtafræði opnar dyrnar á ný fyrir síðarnefndu tilgátuna (hugsanir hafa áþreifanleg áhrif) því samkvæmt henni getur útkoma tilraunar jafnvel verið háð þeim ákvörðunum sem rannsakandinn tekur við uppsetningu mælitækjanna.
Ein athyglisverðasta rannsóknin á þessu sviði var framkvæmd við verkfræðifrávikastofu Princeton háskóla (PEAR) en þar gáfu nákvæmar athuganir vísindamanna til kynna að vitverur gætu einmitt með "einbeittum vilja" einum saman haft tölfræðilega marktæk áhrif á tiltekna skammtamælingu, og þar með breytt útkomu sem alla jafna er (og ætti alltaf að vera skv. "mekanísku" kenningunni) algerlega tilviljun háð (random). Ef sambærilegt ferli á sér stað einhversstaðar í heilanum gæti það útskýrt margt, t.d. hvernig við stundum "ákveðum" að bregðast svona en ekki hinsegin við ákveðnum taugaboðum, jafnvel þó við vitum ekki alltaf af hverju okkur fannst það betra. Eða hvers vegna finnst sumum einn litur "fallegri" en annar ef báðir eru á sléttum fleti?
Í kvikmyndinni Matrix var stóra spurningin: hvort viltu, bláu pilluna eða þá rauðu? Þó að sú saga sé gjarnan kennd við hermikenninguna þá eru líka lúmskar tilvísanir í eldri pælingar, Morfeus var t.d. sá guð í grísku goðafræðinni sem vakti yfir draumaheimum og gat brugðið sér í allra kvikinda líki, enda er draumaheimurinn óefnislegur er það ekki? Matrix "kerfið" var líka óefnislegt og einmitt þýtt á íslensku sem "Draumaheimur", en eftir að lesa það þannig hvet ég áhugasama til að horfa á myndina AFTUR frá þeim sjónarhóli. Horfið helst á Heroes fyrst og skoðið vel persónuna Matt Parkman með tilliti til þeirra sérstöku hæfileika sem hann býr yfir, yfirfærið það svo á persónuna Morfeus og þá lofa ég alveg nýrri fléttu á söguþráð Matrix! Sambærilegar eða svipaðar pælingar má svo finna dreifðar um kvikmyndasöguna t.d. í myndum á borð við Fight Club, Memento, Eyes Wide Shut, eXistenZ, the13th Floor o.fl. og í bókmenntum líka þar sem Lísa í Undralandi er auðvitað lang þekktasta dæmið.
Þú ert skaparinn, og ég aðeins afkvæmi hugsana þinna... ;)
Guðmundur Ásgeirsson, 8.4.2009 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.