Metađsókn vegna aprílgabbs

Ekki átti ég von á ţví um fjögurleytiđ í gćr ađ ein grein gćti svo gjörsamlega sprengt heimsóknarskalann. Ég lagđi nákvćmlega enga vinnu í hana, en til samanburđar fara oft klukkutímar í hverja grein hjá mér, ţar sem ég reyni stundum ađ vanda mig.

Ég er ekki einn af ţessum bloggurum sem blogga til ađ vera ofarlega á blogglistum. Mér finnst einfaldlega gaman ađ skrifa og enn skemmtilegra ţegar einhvern nennir ađ lesa ţađ sem ég hef ađ segja. Ţví fleiri, ţví skemmtilegra reyndar. 

Í gćr setti ég inn bloggfćrslu sem var ekkert annađ en létt grín og aprílgabb. Heimsóknir á síđuna frá kl. 16:07 til miđnćttis voru samtals 2748 en til samanburđar höfđu flestar ađrar marsmánađar veriđ vegna mun tímafrekari og alvarlegri greina:

17. mars 2009: Hvernig Samfylkingunni tókst ađ tapa mínu trausti
1129 heimsóknir

28. mars 2009: Rćđa Davíđs Oddssonar á landsfundi 2009 og sú "stórfurđulega heimsmynd sem sá einkennilegi fýr hefur"
1053 heimsóknir

26. mars 2009: Gefiđ í skyn á mbl.is ađ Ögmundur sé göfugur, Geir Haarde sé ekki sannur Íslendingur og ađ 20% niđurfelling skulda heimila sé tóm steypa?
633 heimsóknir

Hvađ lćri ég á ţessu?

Jú. Ţađ kostar litla vinnu ađ ná vinsćldum fyrir léttvćg mál, en mikla vinnu ađ fá lesendur ţegar málefnin skipta meira máli.

Hvort hćgt sé ađ fá góđan lestur á greinar sem skipta máli er kannski erfitt, en alvarleiki er hins vegar dćmdur til ţess ađ ná ekki vinsćldum, enda höfđar hann kannski ekki til fjöldans nema í sérstökum fréttaumbúđum - og fréttaumbúđirnar miđa hugsanlega meira ađ ţví ađ öđlast áhrif (vinsćldir) heldur en ađ tjá sannleikann allan, ţví fáir nenna ađ fara ţađ djúpt.

Ţar af leiđandi er afvegaleiđandi ađ leita eftir vinsćldum ţví ţá er erfitt ađ vera mađur sjálfur, nema mađur sé slík vera sem fleytir kerlingar eftir yfirborđum, en sekkur ekki í kaf áhugaverđra viđfangsefna.  En ég held ađ viđ séum öll djúp ađ einhverju leyti, bara á ólíkan hátt - og áhugasviđin ţađ ólík ađ fréttir og frásagnir fyrirfram dćmdar til ađ dreifa fastri ţekkingu á stađreyndum, eđa fordómum sem ekki verđur haggađ viđ međ ţátttöku viđtakandans.

Fari mađur of djúpt eru töluverđar líkur á misskilningi, rétt eins og ţegar fjölmiđlar gripu á lofti ţegar ţeir héldu ađ John Lennon sagđi Bítlana vera vinsćlli en Jesús Krist. Í kjölfariđ voru plötur ţeirra brenndar á báli og hópurinn, og ţá sérstaklega John Lennon ofsóttur. Máliđ er ađ vinsćldir tengjast ofureinföldun á stađreyndum, en slíkar einfaldanir virđast nauđsynlegar til ađ setja saman fyrirsagnir sem ćpa á lesendurnar: "Lestu mig!"

Hins vegar, án slíkra fyrirsagna fer fjölmiđillinn á hausinn.

 

John Lennon og Jesús  Kristur:

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA

Góđur...

TARA, 2.4.2009 kl. 14:37

2 Smámynd: Ómar Ingi

Alltaf góđur Don

Ómar Ingi, 2.4.2009 kl. 17:01

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Hrannar Baldursson, 2.4.2009 kl. 17:24

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband