Metaðsókn vegna aprílgabbs
2.4.2009 | 11:19
Ekki átti ég von á því um fjögurleytið í gær að ein grein gæti svo gjörsamlega sprengt heimsóknarskalann. Ég lagði nákvæmlega enga vinnu í hana, en til samanburðar fara oft klukkutímar í hverja grein hjá mér, þar sem ég reyni stundum að vanda mig.
Ég er ekki einn af þessum bloggurum sem blogga til að vera ofarlega á blogglistum. Mér finnst einfaldlega gaman að skrifa og enn skemmtilegra þegar einhvern nennir að lesa það sem ég hef að segja. Því fleiri, því skemmtilegra reyndar.
Í gær setti ég inn bloggfærslu sem var ekkert annað en létt grín og aprílgabb. Heimsóknir á síðuna frá kl. 16:07 til miðnættis voru samtals 2748 en til samanburðar höfðu flestar aðrar marsmánaðar verið vegna mun tímafrekari og alvarlegri greina:
17. mars 2009: Hvernig Samfylkingunni tókst að tapa mínu trausti
1129 heimsóknir
28. mars 2009: Ræða Davíðs Oddssonar á landsfundi 2009 og sú "stórfurðulega heimsmynd sem sá einkennilegi fýr hefur"
1053 heimsóknir
26. mars 2009: Gefið í skyn á mbl.is að Ögmundur sé göfugur, Geir Haarde sé ekki sannur Íslendingur og að 20% niðurfelling skulda heimila sé tóm steypa?
633 heimsóknir
Hvað læri ég á þessu?
Jú. Það kostar litla vinnu að ná vinsældum fyrir léttvæg mál, en mikla vinnu að fá lesendur þegar málefnin skipta meira máli.
Hvort hægt sé að fá góðan lestur á greinar sem skipta máli er kannski erfitt, en alvarleiki er hins vegar dæmdur til þess að ná ekki vinsældum, enda höfðar hann kannski ekki til fjöldans nema í sérstökum fréttaumbúðum - og fréttaumbúðirnar miða hugsanlega meira að því að öðlast áhrif (vinsældir) heldur en að tjá sannleikann allan, því fáir nenna að fara það djúpt.
Þar af leiðandi er afvegaleiðandi að leita eftir vinsældum því þá er erfitt að vera maður sjálfur, nema maður sé slík vera sem fleytir kerlingar eftir yfirborðum, en sekkur ekki í kaf áhugaverðra viðfangsefna. En ég held að við séum öll djúp að einhverju leyti, bara á ólíkan hátt - og áhugasviðin það ólík að fréttir og frásagnir fyrirfram dæmdar til að dreifa fastri þekkingu á staðreyndum, eða fordómum sem ekki verður haggað við með þátttöku viðtakandans.
Fari maður of djúpt eru töluverðar líkur á misskilningi, rétt eins og þegar fjölmiðlar gripu á lofti þegar þeir héldu að John Lennon sagði Bítlana vera vinsælli en Jesús Krist. Í kjölfarið voru plötur þeirra brenndar á báli og hópurinn, og þá sérstaklega John Lennon ofsóttur. Málið er að vinsældir tengjast ofureinföldun á staðreyndum, en slíkar einfaldanir virðast nauðsynlegar til að setja saman fyrirsagnir sem æpa á lesendurnar: "Lestu mig!"
Hins vegar, án slíkra fyrirsagna fer fjölmiðillinn á hausinn.
John Lennon og Jesús Kristur:
Athugasemdir
Góður...
TARA, 2.4.2009 kl. 14:37
Alltaf góður Don
Ómar Ingi, 2.4.2009 kl. 17:01
Hrannar Baldursson, 2.4.2009 kl. 17:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.