Óskarsverðlaunin 2009 - Úrslit og innskot frá Mickey Rourke
23.2.2009 | 19:16
Ég vil byrja þennan pistil á þakkarræðu Mickey Rourke frá síðasta laugardagskvöldi, þar sem hann tók við verðlaunum fyrir besta aðalhlutverk karlmanns í sjálfstæðri kvikmynd.
Annars voru úrslitin á Óskarsverðlaununum þannig:
Mitt val: Slumdog Millionaire
Sigurvegari: Slumdog Millionaire
SÁTTUR
Mitt val: Mickey Rourke
Sigurvegari:Sean Penn
ÓSÁTTUR
Mickey Rourke sýndi frammistöðu sem aldrei verður leikin eftir og enginn leikari hefði getað gert það sem hann gerði í þessu hlutverki. Aftur á móti tel ég hlutverk Sean Penn ekki hafa verið jafn krefjandi, þó að hann sé stórgóður leikari.
Mitt val: Angelina Jolie
Sigurvegari:Kate Winslet
SÁTTUR
Winslet sýndi framúrskarandi leik í Revolutionary Road og mjög góðan í The Reader, en mér fannst Angelina Jolie samt slá henni við í Changeling - en alls ekki ef skoðuð er frammistaða hennar í Wanted.
Winslet sýndi framúrskarandi leik í Revolutionary Road og mjög góðan í The Reader, en mér fannst Angelina Jolie samt slá henni við í Changeling - en alls ekki ef skoðuð er frammistaða hennar í Wanted.
Besti leikari í aukahlutverki
Mitt val: Michael Shannon
Sigurvegari:Heath Ledger
SÁTTUR
Þetta var fyrirsjáanlegur sigur Ledger, en andlát hans á mikinn þátt í þessum sigri, án nokkurs vafa. Samt var Michael Shannon frábær í Revolutionary Road.
Mitt val: Viola Davis
Sigurvegari: Penélope Cruz
SÁTTUR
Get ekki verið annað en sáttur þar sem ég hef ekki séð Vicky Christina Barcelona.
Mitt val: Danny Boyle fyrir Slumdog Millionaire
Sigurvegari: Danny Boyle fyrir Slumdog Millionaire
SÁTTUR
Mitt val: In Bruges
Sigurvegari: Milk
ÓSÁTTUR
Morðið á Milk er látið líta út fyrir að vera pólitísk valdbeiting gegn samkynhneigðum, og sannleikurinn virðist svolítið teigður með því að gera Milk að meiri hetju en hann var í raun og veru. En svona er dramatíkin.
Mitt val: Doubt
Sigurvegari: Slumdog Millionaire
SÁTTUR
Besta teiknimyndin
Besta kvikmyndatakan
Besta klippingin
Besta sviðsmyndin
Bestu búningar
Besta föðrun
Besta kvikmyndatónlist
Besta lagið
Besta hljóð
Besta hljóðblöndun
Bestu tæknibrellur
Mitt val: Bolt
Sigurvegari: WALL-E
SÁTTUR
Gat ekki farið öðruvísi, en Bolt er samt skemmtilegri teiknimynd en WALL-E. Ég stend við það.
Mitt val: The Dark Knight
Sigurvegari: Slumdog Millionaire
ÓSÁTTUR
Kvikmyndatakan í The Dark Knight var frumleg og skemmtileg, en hins vegar var kvikmyndatakan úr Slumdog Millionaire nánast afrit af brasilísku snilldinni Cidade de Deus.
Mitt val: Slumdog Millionaire
Sigurvegari: Slumdog Millionaire
SÁTTUR
Mitt val: The Dark Knight
Sigurvegari: The Curious Case of Benjamin Button
ÓSÁTTUR, en samt ekki. Það besta við Benjamin Button var sviðsetningin, en myndin fannst mér bara ekki nógu góð til að eiga heima í Óskarskapphlaupinu.
Mitt val: Revolutionary Road
Sigurvegari: The Duchess
SÁTTUR, enda hef ég ekki séð The Duchess.
Mitt val: The Dark Knight
Sigurvegari: The Curious Case of Benjamin Button
ÓSÁTTUR, förðunin í Benjamin Button var gervileg og dró of mikla athygli að sjálfri sér.
Mitt val: WALL-E
Sigurvegari: Slumdog Millionaire
SÁTTUR
Mitt val: Down to Earth úr WALL-E
Sigurvegari: Slumdog Millionaire
ALVEG SAMA
Mitt val: The Dark Knight
Sigurvegari: Slumdog Millionaire
SÁTTUR
Mitt val: Iron Man
Sigurvegari: The Dark Knight
SÁTTUR
Mitt val: Iron Man
Sigurvegari: The Curious Case of Benjamin Button
ÓSÁTTUR - Horfðu á þessar tvær myndir hlið við hlið og dæmdu aftur. Iron Man hefur framúrskarandi tæknibrellur og ef réttlæti væri til í heiminum þá hefði hún tekið þetta. En réttlætið er greinilega ekki til og því verðum við að búa það til.
Viltu vinna milljarð? sigraði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Kvikmyndir | Facebook
Athugasemdir
Skemmtilegur pistill. Sérstaklega sammála með besta leikara. Það sauð á mér þegar Sean Penn fékk útnefninguna. Hann er auðvitað stórgóður leikari og sýnir flotta frammistöðu í Milk, en Rourke er bara svo yfirgengilega góður í The Wrestler að það er leitun að öðrum eins leiksigri.
Þetta var sá verðlaunaflokkur sem mér fannst minnst samkeppni vera í. Rourke bar einfaldlega höfuð og herðar yfir andstæðinga sína. Þetta er enn einn vitnisburðurinn um klíkuskapinn og aulaheitin í þessari Akademíu, sem getur ekki sætt sig við að "bad boy" eins og Rourke hljóti Óskar.
Satan (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 19:28
Sean Penn átti þetta skilið Rourke er góður númer 2 , samt munaði bara nokkrum atkvæðum á þeim.
Sáttur
Ómar Ingi, 23.2.2009 kl. 20:33
Flott ræðan hjá rourke :)
. (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 22:27
Rourke var ekkert að leika..... á hann að fá verðlaun fyrir að vera aumingi?
Þórður Helgi Þórðarson, 24.2.2009 kl. 09:27
Tek undir með Omma, að því leytinu að Penn var skrefinu betri fannst mér. Endurrisa Rourke er algjör Hollywood-draumur frá a-ö og að fá verðlaun hefði verið svo frábært hjá honum, en þegar um frábæra leikara er að ræða ... þá er það alltaf einhver sem "vinnur" og í þetta skiptið var það Penn. Rourke vann BAFTA, Independendt og fleiri verðlaun nýlega ... var með frábærar þakkarræður ... en Sean Penn stóð sig ekkert illa í þakkarræðunni sinni hér. Ég er sáttur. Ég spáði Rourke sigri en ég hefði kosið Penn ... þannig að svona er nú það.
Flottur pistill
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 16:33
Skemmtilegur pistill, því miður ekki hægt að kommenta á allt í honum, enda ekki allir jafn duglegir að fara í bíó og þú Hrannar. (Þrái þó alveg sérstaklega að sjá "Umskiptinginn", ef hún er enn í sýningu...) Hef þó séð hitt og þetta af því sem þú nefnir hér að ofan, m.a. Slumdog... Mæli eindregið með bókinni; fullkomin á náttborðið, svona nútíma Þúsundogeinnótt -fyrir börn og fullorðna. Er síðan ekki sammála þeirri gagnrýni að ekki megi gera ævintýri úr slömminu. Hvers vegna ekki ? Geta draumar ekki ræst þar sem annars staðar ?
Penn er auðv. bara svo fantafínn leikari að hann á skilið Óskar bara fyrir að labba yfir götu.
Var svo alltaf soldið veik fyrir Rúrk í denn -enda var hann einn af þeim sem kona tók strax eftir í pínulitlu aukahlutverki fyrir margt löngu. Man einhver hvað sú mynd hét ? Þetta var svona moment eins og Jack Nic. í Easy Rider.(Kannski aðeins minna, enda minnir mig að Jack hafi fengið aukahl. Óskar fyrir þá rullu. En það geta nú ekki allir byrjað eins flott og Jack)
Nema hvað, að þó dýravinur sé, er ég afskaplega fegin því, fyrir hönd M.R. að rottan sem hann hefur látið sjá sig með á handleggnum undanfarið -og var þvílíkt anti-kúl fyrir svona mann- skyldi verða sjálfdauð fyrir þessa verðlaunaafhendingu. Vona bara að hann fái sér ekki aðra -eða detti aftur íða útaf vonbrigðum m. Óskarsleysið. Því má hann ekki við, blessaður.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 24.2.2009 kl. 19:09
ekki sammála þér að förðunin í Benjamin Button hafi verið gervileg. Fannst hún frábær
Oddur Ingi (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 15:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.