Er verðtryggingin 30 ára gamalt rugl? Gunnar Tómasson hagfræðingur í Silfri Egils 1. febrúar 2009

Afar áhugavert viðtal við Gunnar Tómasson hagfræðing þar sem hann fjallar á afar gagnrýninn hátt um verðtryggingu og innbyggðan veikleika í hagkerfinu sem hann rekur aftur til 3. áratugar 20. aldar.

Ég vil hvetja lesendur mína sem áhyggjur hafa af stöðu heimila á Íslandi í dag að skrá sig í samtökin, og hvetja vini sína og félaga til að gera það sama. Þessi samtök eru byggð á traustum grunni og berjast fyrir þeim sem minnst mega sín: venjulegu fólki sem vill búa á Íslandi án þess að lifa í ánauð næstu áratugina.

Ég klippti þessi myndbönd úr Silfri Egils og setti inn á YouTube til að gera viðtalið aðgengilegra fyrir almenning, og stefni á að gera meira af þessu í náinni framtíð þegar málið snýr að hagsmunum fyrir heimilin í landinu.

Skráðu þig í Hagsmunasamtök heimilanna með því að smella hér.

1. hluti af 3:

 

2. hluti af 3:

 

3. hluti af 3:

 
 
Heimildir: 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Athyglivert en sitt sýnist hverjum nema hvað

Ómar Ingi, 8.2.2009 kl. 13:53

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég tel að Gunnar Tómasson sé einn þeirra sem við eigum að hlusta á með athygli. Hann er mikill fræðimaður sem hefur tekið sitt fag alvarlega. Hann er ekki að verja neina ríkisstjórn eða stjórnmálaflokk.

Hagsmunasamtök heimilanna er hópur fólks sem virkileg er að skoða málin ofan í kjölinn. Ég hef mikla trú á þeim og hvet alla til að ganga til liðs og taka þátt.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.2.2009 kl. 14:25

3 Smámynd: Hlédís

 takk! þessi vísa verður ekki of oft kveðin!

Set hér athugasemd við pistil kritor.blog.is, sem fjallar um m´lið frá annarri hlið:

Eru þeir sen hæst messa( um ÓRÁÐSÍUSKULDIR HEIMILANNA) ekki annað hvort með gamlan, erfðan (nú, eða nýfenginn!), aur í vösum og/eða fæddir svona sirka á árunum 1930 -1956? Elsta kynslóð, enn í starfi á Íslandi og margir eldri, hlaut menntun sína ókeypis. íslenskir stúdentar erlendis gátu jafnvel grætt á svartamarkaðsbraski með gjaldeyri á haftaárunum.  Þetta sama fólk fékk húsnæðislán niðurgreidd með sparifé annarra. Svo var einnig um ATHAFNAMENN er byggðu stórhýsi fyrir fyrirgreiðslu-lán á árunum Fyrir Verðtryggingu! - Árið 1979 Ætluðu góðir menn að snúa þessu rangláta fjármálakerfi við með lögum um verðtryggingu  - en sú aðgerð HJÓ þar sem HLÍFA skyldi og hefur gert síðan með stigmögnuðum, ógnvænlegum afleiðingum!  Er Lögjafanum fyrirmunað að skilja þetta? Af hveru eru ekki þegin ráð Gunnars Tómasonar, hagfræðings sem varaði frá upphafi við Verðtyggingar-gildrunni - auk þess að vara við hruni fjármálakerfis heimsins í áratugi?

Þessi vandi er stærri en græðgi-væðingin og útrásarsvikamyllurnar samanlagðar- en tengdur báðum!

Hlédís, 8.2.2009 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband