Margt gengur vel - verum bjartsýn

Í dag mun forseti Íslands opna með formlegum hætti vefinn bjartsýni.is, vef sem birtir aðeins uppbyggjandi efni jafnt frá atvinnulífinu sem einstaklingum, um árangur sem hefur náðst á erfiðum tímum, tækifæri sem búin eru til á kreppudögum, og einfaldlega jákvæðar sögur sem hjálpa okkur á fætur og til að líta lífið aðeins bjartari augum.

Þó að fæturnir séu stundum rígfastir við jörðina er hollt að líta til sólar öðru hverju.

Opnunin verður í húsnæði Gogogic á hádegi í dag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Fyrirgefðu, en ég get bara ekki verið jákvæð út í svona þykustuleiki forsetans. Hans aðkoma að þessu er algjörlega máttlaus gleðipilla sem ég skil ekki hvernig á að virka á þá sem standa frammi fyrir kolbikasvörtum raunveruleika afleiðinganna af linnulausu gerræði undangenginna tvo mánuði. Mér fyndist miklu nær að forsetinn stæði upp og reyndi að sporna við öllu óréttlætinu sem dynur á almenningi þessa dagana. Þá gæti ég kannski brosað með honum yfir þessum „líkandi“ sólargeisla...

En vonandi verður eitthvað jákvætt sem verður hægt að birta á þessum vef. Ekki veitir af slíkum sögum.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.12.2008 kl. 10:25

2 Smámynd: Aliber

Mer list vel a þetta. Skil ekki af hverju ma ekki koma með jakvæðar frettir þessa dagana. Stundum eins og akveðinn hopur brjoti niður allar goðar frettir sem fram koma.

Ef þu tapar bjartsyninni attu ekkert eftir.

Fint framtak.

Sa gamli.

Aliber, 12.12.2008 kl. 11:46

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

 


Oscar Wilde

"We are all in the gutter, but some of us are looking at the stars."

  --  Oscar Wilde

Hvor röddin er réttmætari: hin siðfágaða, fræðilega, hugljúfa og friðsama, eða reiðiöskrin, pönkið, rokkið og ofbeldið? 

Hrannar Baldursson

Sigurður Þorsteinsson, 13.12.2008 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband