Hvor röddin er réttmætari: hin siðfágaða, fræðilega, hugljúfa og friðsama, eða reiðiöskrin, pönkið, rokkið og ofbeldið?

Þessi spurning vaknaði þegar ég gluggaði í þetta klassíska myndband og velti fyrir mér atburðum og gagnrýni dagsins tengdum mótmælum sem virðast vera að færast sífellt nær handalögmálum og ofbeldi, og sífellt fjær málstaðnum...

Það er sjálfsagt einhver millivegur þarna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Góður Don

Gullni meðalvegur þá

Ómar Ingi, 9.12.2008 kl. 19:41

2 Smámynd: Einar Jón

Er ráðamenn taka ekki mark á friðsömum mótmælum ("þið eruð ekki þjóðin") er árangurinnn enginn. Ein skilgreining á geðveiki er að gera sama hlutinn aftur og aftur og búast við mismunandi niðurstöðu.

Er skrýtið að menn gefist upp á því og reyni "eitthvað annað"?

Einar Jón, 10.12.2008 kl. 06:54

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gott komment Einar Jón! Finnst að næst ætti að byggja upp flokk vopnaðara mótmælenda... og sjá hvað þeir gera þá...

Óskar Arnórsson, 10.12.2008 kl. 11:26

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Guðlaugur Þór var spurður að því í gær hvort svon mótmæli hefðu áhrif á hann og hann svaraði; "nei, af hverju ætti það að gera það?"

Hljómar ekki eins og á fólkið sé hlustað á friðsamlegum mótmælum. Held hann hafi bara orðað þetta fyrir sig og sína félaga.

Rut Sumarliðadóttir, 10.12.2008 kl. 12:49

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta innlegg Rutar snýr hlutunum við. Guðlaugur Þór var að tala um "mótmælin" í Alþingishúsinu í gær. Þau voru EKKI friðsamleg, heldur þvert á móti. Þau rufu ekki aðeins friðhelgi Alþingis (og brutu þannig stjórnarskrána) og hvekktu ekki aðeins þingmenn (sem leituðu sér jafnvel skjóls; dæmi: Siv; mjög skiljanlegt, þarna var um dularklædda menn að ræða, sem skyndilega byrjuðu með öskur á þingpöllum), heldur var þingverði ennfremur rutt um koll, svo að hann slengdist utan í miðstöðvarofn og þurfti að leita á slysavarðstofuna til að láta gera að sárum sínum.

Strax í sínum fyrstu aðgerðum í þinghúsinu er þessi öfgahópur farinn að valda líkamstjóni á opinberum starfsmönnum (þingverðinum og tveimur lögregluþjónum). Það er tvímælalaust í mínum huga, að hinir seku eiga að sæta fyrir það fullri refsingu, eins og áskilin er í lögum.

Um friðsamleg mótmæli gegnir allt öðru máli. 

Jón Valur Jensson, 10.12.2008 kl. 14:00

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi atburður var reyndar í fyrradag. Í gær voru það svo lætin við Ráðherrabústaðinn.

Jón Valur Jensson, 10.12.2008 kl. 14:03

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Eggjakast og árásir á lögreglu að sinna skyldustörfum er út í hött. Enn myndun þjóðstjórnar, samningar við lögreglu um að taka afstöðu með eða á móti þjóðstjórn. Útskýra fyrir þeim að vopnaðir hópar manna, mörgum sinnum fleiri enn vopnaðar sveitir lögreglu, og að skora á þá að koma í veg fyrir blóðsúthellingar.

Þjóðsjtórn veri sett á laggirnar og að það sé þeirra hagur líka. Ríkisstjór hlær bara af þessum mótmælum. Þau hafa engin áhrif hafa og munu ekki gera. Þjóðstjórn þar til nýja kosningar er það sem lúðræðisþegnar geta ákveðið um.

Það er borgaraleg skylda til líka, að ef þú sérð glæp framinn, áttu að gera allt til að afstýra honum. Og tilkynna til lögreglu.

Enn þá aðferð er ekki hægt að nota við sjálfa valdstjórnina. Þess vegna þurfa borgarar að koma sér upp kerfi þar sem Þjóðstjórn verður með öll völd.

Þetta þarf til að koma á lýðræði aftur. Þeð er ekki notað á Íslandi eins og er..og stjórnarskráinn er úr sambandi.

Óskar Arnórsson, 11.12.2008 kl. 04:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband