Hvað finnst þér um bjartsýni þegar á móti blæs?

 

 

 

Ég hef heyrt þá kenningu að bjartsýni sé pirrandi fyrir fólk sem er í vondu skapi. Að það sé alltaf einhver kátur haus sem poppar upp úr drunganum og hversdagsleikanum sem segir eitthvað jákvætt til þess eins að vera jákvæður gæti verið böl í huga eins en blessun í öðrum huga, allt eftir því hvernig hugarfari viðkomandi stýrir.

Í stjórnlausu hugarfari getum við pirrað okkur bæði yfir logni og roki, rigningu og þurrki; en þegar við vitum hvað við hugsum getum við stýrt okkar eigin hugarfari í rétta átt. Ekki bara trúa að þú getir það, spurðu frekar hvernig þú ferð að því. Þegar þeirri spurningu hefur verið kastað fram getur fyrst vonast til að ná stjórn á þessu farartæki sem hugur og tilfinningar eru.

Til gamans og til að vera einn af þessum hausum sem poppar sífellt jákvæður upp, þrátt fyrir alvarlegt þjóðfélagsástand, langar mig að þýða nokkrar tilvitnanir um bjartsýni.

Ég hef þá trú að hófleg bjartsýni geti ekki skaðað. Er það rétt?

 

"Ég get ekki breytt vindáttinni, en ég get hagað seglum eftir vindi til að ná á leiðarenda." (Jimmy Dean)

 

"Enginn getur farið til baka að upphafinu, en hver sem er getur byrjað í dag á nýjum endi." (Maria Robinson)

 

"Brostu þegar það er sárast." (NN)

 

"Kannski þarf að þvo augun með tárum okkar stöku sinnum til að við sjáum Lífið aftur á skýrari hátt." (Alex Tan)

 

"Ef þú kallar vandræði þín reynslu og manst að öll reynsla þroskar einhvern hulinn kraft innan í þér, munt þú verða fullur af lífi og hamingjusamur, sama hversu erfiðar aðstæður gætu verið." (John Heywood)

 

"Ef þú áttaðir þig á hversu öflugar hugsanir þínar eru, myndir þú aldrei hugsa neikvæða hugsun." (Peace Pilgrim)

 

"Það sem okkur sýnist vera erfiðar raunir, reynast oft vera blessanir í dulargervi." (Oscar Wilde)

 

"Jákvætt hugarfar er að spyrja hvernig hægt er að gera eitthvað frekar en að segja að hægt sé að gera það." (Bo Bennett)

 

"Bölsýnismaður sér erfiðleika í sérhverju tækifæri; bjartsýnismaður sér tækifæri í sérhverjum erfiðleika." (Winston Churchill)

 

"Það er lítill munur á bölsýnismanni og bjartsýnismanni. Bjartsýnismaðurinn sér kleinuhring; bölsýnismaðurinn sér holu." (Oscar Wilde)

 

"Bjartsýnismaður mun segja þér að glasið sé hálf fullt; bölsýnismaðurinn að það sé hálf tómt; og verkfræðingurinn að það sé helmingi stærra en það þarf að vera." (NN)

 

"Það er betra að vera bjartsýnismaður sem hefur stundum rangt fyrir sér en bölsýnismaður sem hefur alltaf rétt fyrir sér." (NN)

 

"Bjartsýnismaður er manneskja sem ferðast á engu frá hvergi til hamingju." (Mark Twain)

 

"Fyrir sjálfum mér er ég bjartsýnismaður - það virðist vita gagnslaust að vera eitthvað annað." (Winston Churchill)

 

"Venjulegur blýantur er um 15 sentímetra langur, með tveggja sentímetra strokleðri - það er að segja ef þú heldur að bjartsýnin sé dauð." (Robert Brault)

 

"Bölsýni leiðir til veikleika, bjartsýni til valds." (William James)

 

"Kennsla er mesta bjartsýnisverkið." (Colleen Wilcox)

 

 

Tilvísanir þýddar af vefsíðunni ThinkExist.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Ég trúi eindregið á jákvætt hugarfar.  Maður á alltaf að sjá ljósið.  Einföld heimspeki & trú?  En stundum langar manni til að berja þetta lið.

Er þá að vísa í ástandið á Íslandi...

Gunnar Freyr Rúnarsson, 26.10.2008 kl. 08:37

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þetta er fín pæling hjá þér Hrannar.. 

Ég er td þannig að ef ég er í vondu skapi.. mjör reiður.. langt niðri þá þoli ég ekki brosandi fífl.. það er bara þannig.

Hins vegar ef ég er látinn í friði þá jafnar maður sig fljótt.. sérstaklega ef ABBA er sett á fóninn eða Shine on you crazy diamond með Pink floyd.. hefur alltaf góð áhrif gegn þunglyndi og gremju..

Ef hins vegar um djúpa krísu er að ræða eins ríkir eflaust á mörgum heimilin í þessu landi í dag þá gilda önnur lögmál..

Þá er það væntumþykja, hlýlegt bros, stroka um vanga sem virkar þegar til lengri tíma er litið.. dropinn holar steininn sem sagt.  

Óskar Þorkelsson, 26.10.2008 kl. 09:01

3 Smámynd: Ómar Ingi

Jákvæðni er góð fyrir sál og líkama

Ómar Ingi, 26.10.2008 kl. 10:56

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég tel að jákvæðni geti fleytt manni í gegnum flesta erfiðleika og hjálpað til við að sjá tækifærin í lífinu.

Sveinn Atli Gunnarsson, 26.10.2008 kl. 16:31

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mér hefur lengst af fundist Íslendingar ákaflega þunlyndislegt bjartsýnisfólk! Ég veit að þetta hljómar mótsagnakennt en ég held að langflestir ættu samt að kannast við „syndromið“. Stundum hefur mér reyndar fundist þessi yfirborðsbjartsýni alveg óþolandi en ég held að það sé einmitt þessi eiginleiki sem heldur okkur á floti núna. Vona það a.m.k.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.10.2008 kl. 16:47

6 Smámynd: Brattur

... maður má ekki fá móral yfir því að vera bjartsýnn í erfiðu ástandi... en vera jafnframt með báðar fætur á jörðinni... sáttur við sitt brosandi...

Brattur, 26.10.2008 kl. 22:11

7 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gott innlegg Don Hrannar....

Ég er og hef alltaf verid bjartsýnismanneskja , hef tad frá henni módur minni sem ég met svo mikils.Ég elska fólk sem brosir og tykjir fátt betra ef ég er pirrud en ad fá hressa upphringingu eda heimsókn af jákvædu fólki.Tad er fátt sem eflir meira.

Med kvedju

Gudrún Hauksdótttir, 27.10.2008 kl. 08:10

8 identicon

Hello everyone!
Today I just found this free host with:

- 1500 MB of Disk Space
- 100 GB Bandwidth
- Your own domain hosting
- cPanel Control panel
- Website Builder
- Over 500 website templates ready for download
- Free POP3 Email Box and Webmail access
- FTP and Web based File Manager
- PHP, MySQL, Perl, CGI, Ruby.
- No Ads at all !

Check it out Here: http://www.000webhost.com/104367.html

FHolm (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband