Af hverju gaf viðskiptaráðherra loforð sem ekki var hægt að standa við? Erum við að renna sífellt hraðar niður hála brekku án þess að geta stoppað okkur?

brefvidskiptaraduneyti.jpg

Ég sé ekki betur en að viðbrögð Breta vegna samtals Darling við Árna Matthiesen hafi verið réttlætanleg útfrá þessu bréfi sem sent var 5. október, eða tveimur dögum fyrir samtalið fræga, þar sem oft var vísað í þetta bréf.

Ef viðskiptaráðuneytið hefur verið búið að lofa skattpeningum Íslendinga margar kynslóðir fram í tímann hlýtur íslenska þjóðin að þurfa að standa við þá skuldbindingu. Eða hvað?

Ef við erum búin að gefa skjalfest loforð, hvernig getum við réttlætt að fara ekki eftir því tveimur dögum síðar? Þarna virðast alvarleg mistök hafa verið gerð, en alls ekki einu mistökin í þessu furðulega máli. Þetta er eins og að kaupa hús og tveimur dögum síðar tilkynna seljanda að hugsanlega getum við ekki borgað það.

Auðvitað fýkur í seljandann.

 

 

slippery

 

Annað mál og áhugaverðara

Reyndar erum við komin á svolítið merkilegan rökfræðilegan flöt, sem hægt væri að kalla rökvilluna hála brekku (slippery slope fallacy) sem þýðir að við höfum byrjað að renna niður hála brekku og í stað þess að hægja á okkur, aukum við sífellt hraðan, þó að við viljum helst vera efst í brekkunni. Ég er farinn að halda að stjórnmálamennirnir okkar séu einfaldlega ekki nógu klókir til að átta sig á því að eftir að maður hefur gert ein stór mistök, hefur maður tilhneigingu til að gera önnur enn stærri áður en maður vinnur sig út úr sjokkinu sem fylgdi því að gera fyrstu mistökin, en þannig halda mistökin áfram að vinda upp á sig. Eina leiðin út úr svona ísbrekku er að höggva í ísinn með haka og halda sér fast. 

Það er ljóst að ísinn sem um ræðir er verðbólgan, gengið og fjármálaumhverfi okkar í dag, og að höggva verður í þó að það skilji eftir sig einhverjar rispur og göt. Það þarf til dæmis að uppræta verðtryggingu á lánum þegar allar forsendur verðtryggingar hafa gufað upp og sýnt er að skuldarar munu annars renna stanslaust með í brekkunni. Reyndar gæti það þýtt að eigendur renni þess í stað. Þetta er spurning um val: viljum við að eigendur tapi einhverju eða að skuldarar tapi öllu?

Ef það verður ekki gert verður að minnsta kosti að gefa fólki sanngjörn úrræði.

Það verður spennandi að heyra hvað verður gert fyrir þennan venjulega Íslending sem hefur aðeins gerst sekur um að kaupa sér húsnæði og kannski notaðan bíl, en aldrei vogað sér út í að kaupa flatskjá, risastórt einbýlishús með sundlaug og margra milljóna krónu jeppa.

Ég bíð spenntur eftir góðum fréttum.

 

 


 


mbl.is Sögðust myndu styðja Tryggingasjóð innlána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta er svakalegt bréf  frá viðskiptaráðuneytinu.

Sigurjón Þórðarson, 27.10.2008 kl. 19:55

2 Smámynd: Ómar Ingi

Af hverju er Dýralæknir fjármálaráðherra ?

Ómar Ingi, 27.10.2008 kl. 20:15

3 identicon

Erum við að tala um að stjórnmálamennirnir hafi hreinlega ekki vit á fjármálalífinu og séu hreinlega ófærir um að taka ákvarðanir sökum þekkingarleysis...? Eftir að hafa séð viðtalið við Björgólf í Kompás finnst mér eins og hann hafi verið að segja satt frá varðandi atburðarásina. Getur virkilega verið að SÍ og ríkisstjórnin hafi hundsað beiðni þeirra um lán þrátt fyrir 5falt veð á móti? Maður gerði sér í hugarlund á sínum tíma að bankanum yrði fórnað af hálfu ríkisstjórnarinnar en ekki undir þessum formerkjum... Af hverju var Landsbankanum þá fórnað? Hver græddi á falli Landsbankans?

Kristbjörn H. (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 20:20

4 Smámynd: Sævar Finnbogason

"Ég sé ekki betur en að viðbrögð Breta vegna samtals Darling við Árna Matthiesen hafi verið réttlætanleg útfrá þessu bréfi sem sent var 5. október"

KOLRangt hjá þér, Árni segir hvergi í samtalinu við Darling að við myndum ekki borga, hann segir að ástandið sé erfitt og hann sé ekki viss um að GETA borgað þetta að svo komnu máli.Svo segist hann vilja leysa málið og vísar í nýju neyðarlögin.

Rétt skal vera rétt þó mönum sé niðri fyrir.

En þetta bréf er svakalegt, að skrifa undir þennan víxil án þess að ræða það við þjóðina er svakalegt

Sævar Finnbogason, 27.10.2008 kl. 21:02

5 identicon

Þetta er í samræmi við það sem Árni sagði í samtalinu...

Þetta er reyndar verk Bjögga - business en ekki Árna - financial...

KK (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 21:48

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Skoðið þetta: http://www.icesave.co.uk/financial-protection.html

Hvað vilja menn meira? Mr. Darling vildi bara meira....er það ekki?

Haraldur Haraldsson, 27.10.2008 kl. 22:50

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Bíðið nú við! Lesið þið ekki þetta bréf?

Í því segir að tryggingasjóðurinn muni borga

"minimum compensation limits...."

Það hefur alltaf staðið til að fara að lögum, en ekki að borga allt klabbið eins og Bretar virðast fara fram á. Það er ekkert að þessu bréfi frá Viðskiptaráðuneytinu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.10.2008 kl. 23:47

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Verð að viðurkenna að ég skildi ekki þetta sem Björgólfur sagði um veð í Lífeyrissjóðunum...fannst það bara hljóma svakalega...hef annars ekkert vit á þessu. Er í lagi að setja lífeyrissjóði landsmanna sem veð fyrir lánum ???

Greta Björg Úlfsdóttir, 28.10.2008 kl. 04:32

9 identicon

Frettatilkynning frá Himnaríki. Í Himnaríki sem og víða á jörðinni hafa menn áhyggjur af ástandinu á Ísland. Því var send nefnd þriggja aðila

smáenglana Pú og Pa auk púkans Tikk. Þeir hafa nú dvalið um skeið á Íslandi og kynnt sér ástandið og sent skýrslur til Himnaríkis. Þessar athugasemdir er hægt að skoða á wefsíðu Himnaríkis næstu daga, www.puandpa.com klikka á matseðilinn og siðan á pu and Pa. Þeim sem hafa áhuga er GUÐvelkomið að nota efni úr skýrslunum.

sigurður örn brynjólfsson (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 07:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband