Af hverju má ekki lækka tekjuskatta í 10% og stýrivexti í 5% ?

 

taxbarrel

 

Ég bara spyr.

Mér þætti þetta eðlileg neyðarlög við ástandinu í dag, sem gæti hjálpað fólki að rétta sig við.

Hins vegar segir efasemdarmaðurinn einhvers staðar í huga mínum að ástandið yrði einfaldlega misnotað til að keyra upp verðlag enn frekar, rétt eins og gert var í tilraun til skattalækkana fyrir ári.

Það mætti lækka skatta tímabundið í einhverja mánuði og frysta verðlag á meðan. Mér finnst vanta töluvert af frumkvæði til að gera svona góða hluti, og hef á tilfinningunni að ekkert sé gert fyrr en í óefni er komið. Ríkisstjórnin hefur staðið sig vel síðustu dagana, þegar hún loks greip inn í ástand sem hefði þurft að grípa inn í fyrir mörgum mánuðum, en hún framkvæmdi loks og gerði það vel. Nú væri óskandi að hún framkvæmdi aðeins meira, en drægi sig síðan í hlé.

Lækkun stýrivaxta er náttúrulega nauðsynleg og óskiljanlegt af hverju hún hefur ekki þegar verið framkvæmd.

Ég veit að það er mikil einföldun að taka þá Geir Haarde og Davíð Oddsson sérstaklega fyrir sem mennina sem ráða, enda eru þeir einfaldlega að stjórna, sem þýðir að þeir verða að vinna í samvinnu með sínu fólki. Slíkt tekur skiljanlega tíma. Það væri áhugavert að heyra rætt um kosti og galla þessara hugmynda, og góða ástæðu fyrir af hverju þetta er ekki gert strax.

Að lækka tekjuskatta og stýrivexti væri góð leið til að létta undir með þeim sem tapað hafa miklu og skulda enn mikið.

Leiðréttið mig fari ég með rangt mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Hrannar, ég skil ekki heldur hvers vegna ekki er búið að lækka stýrivexti umtalsvert og það getu varla verið einföldun að ætlast til þess að forsætisráðherra og seðlabankastjóri taki af skarið með það.

Hvað skattalækkunina varðar hef ég grun um að hún komi ekki til á næstunni.  Væntanlega á ríkið nóg með að standavið þær skuldbindingar sem yfirtaka bankanna krefst, svo ekki sé talað umþá aðstoð sem boðuð hefur verið til atvinnulausra og skuldugra landsmanna.

Magnús Sigurðsson, 11.10.2008 kl. 10:57

2 Smámynd: Brattur

... mér hefur alltaf fundist það mikið jafnréttismál að jafna skatta á Íslandi... fjármagnstekjueigendur eru að borga 10% skatta, meðan "venjulegur" Launamaður er að borga 37% eða hvað það nú er í dag...
... sá sem t.d. lifði á því að kaupa og selja húsnæði borgaði aðeins 10% skatt af söluhagnaðinum... 

...þetta er mikið óréttlæti... það ætti bara að vera ein tala fyrir alla 10-15%

Brattur, 11.10.2008 kl. 11:07

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Af hverju voru stýrivextirnir ekki lækkaðir fyrir allmörgum vikum? Ég tek sem sagt undir með þér. Veit ekki með tekjuskattinn. Og af hverju eru ekki illa fengnar eignir jöfranna frystar og sóttar heim? Ef hægt er að kippa stoðunum undan heiðvirðu launafólki og ráðdeildarsömu fólki til margra ára ætti að vera hægt að grisja auðinn hjá þeim sem hafa miklu meira en nóg vegna þess að þeir teflu sparnaði fólks í tvísýnu. Er það ekki sanngirnismál?

Berglind Steinsdóttir, 11.10.2008 kl. 11:49

4 Smámynd: Ómar Ingi

Það eru nú ansi margir að spurja sig og aðra af hverji það er ekki löngu búið að gera það !.

Þannig að spurningin er góð og gild

Ómar Ingi, 11.10.2008 kl. 12:38

5 Smámynd: Púkinn

Það má vel vera að stýrivextir verði lækkaðir á næstunni - það eru fá rök fyrir að halda þeim háum lengur.   Hitt er annað mál að tekjuskatturinn verður væntanlega hækkaður verulega, sem hluti af skilyrðum IMF.

Púkinn, 11.10.2008 kl. 12:42

6 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Margur ætlar sér að nýta góða  hið falleg veður sem sádómdskúlan sem vlair við okkur um helgina. Verið var að spá okkur farveg sem var enda veður tilæmmLengi virðist von á einm þannig að núverðug verðim hóp á meðan er að lofa okkur um veðursældina llt um allt. Það skiptir varla um lit á þeim bænum og lofar góðu m.t.t berjámó sem dæmi. Mig langar ekki litið serm dæmi og skia þá gæðam

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 11.10.2008 kl. 14:11

7 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Sæll. Stýrivextir hafa bara áhrif á óverðtryggð lán og yfirdrátt. Hins vegar lækka líka vextir af innstæðum og þar með græða sparifjáreigendur ekkert á lækkuninni.  Húnsæðislán með verðtryggðum vöxtum breytast ekki. Lækkun stýrivaxta koma því fyrst og fremst fyrirtækjum til góða og þeim sem hafa þurft eða kosið að skuldsetja sig með háum óverðtryggðum vöxtum á lánum.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 11.10.2008 kl. 15:52

8 identicon

Sæll.

The show must go on !

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 16:03

9 Smámynd: ??

Ef við lækkuðum einnig tekjuskatt fyrirtækja niður í 10% gæti verið að við gætum fengið erlend fiyrirtæki til að freista þess að setja upp starfsemi á Íslandi sem myndi hugsanlega hressilega fylla gjaldeyrissjóði landsins!! 

... væri það ekki einmitt það sem við þurfum?? 

??, 11.10.2008 kl. 18:36

10 identicon

Afnema verðtryggingu. Algjört möst.

Sólveig (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 04:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband