13 einkenni góðs hugarfars til að takast á við gengisfellingu, kreppu og verðbólgu

 

 

 

Í morgun kveikti ég aðeins á Bylgjunni á leið í vinnu og heyrði hluta af viðtali þar sem talað var um gott hugarfar, og mikilvægi þess að líta hlutina jákvæðum augum frekar en að sökkva ofan í þunglyndi vegna vandamála þeirra sem knýja á dyr vegna gengisfellingar, hárrar verðbólgu og kreppunnar.

Mér fannst samtalið vera svolítið á villugötum, því að í raun var ekki verið að ræða um gott hugarfar, heldur andlega vellíðan, en það eru tvö hugtök sem virðast oft víxlast í daglegri umræðu á Íslandi. 

Andleg vellíðan er það þegar fólk ákveður að líta lífið björtum augum og takast á við vandamál með jákvæðum hug og safna þannig orku gegn þeim. Gott hugarfar er mikilvægt þegar tekist er á við erfið verkefni, en gott hugarfar er samt ekki það sama og andleg vellíðan.

Hugurinn ber mann kannski hálfa leið til Húsavíkur, en það má alls ekki vanmeta hvað gott hugarfar er.

Gott hugarfar felur í sér og krefst töluverðrar vinnu, en gott hugarfar er ekki bara það að brosa framan í heiminn þannig að heimurinn brosi framan í þig. Nokkur af einkennum góðs hugarfars eru:

 

 

 

  1. Eftirtekt
  2. Viðurkenning
  3. Tæklun
  4. Lausn
  5. Þekking
  6. Skilningur
  7. Greining
  8. Samantekt
  9. Rannsókn
  10. Mat
  11. Niðurstaða
  12. Agi
  13. Framkvæmd
  14. Eftirtekt
  15. Viðurkenning
  16. Og þannig heldur hringurinn áfram...

Ég kafa hugsanlega dýpra út í þessa greiningu eins og ég sé hana fyrir mér og slípa meira til með tíð og tíma.

 

 

Dollar-Bill-Home2
 

 

Stóra spurningin sem hvílir annars á manni þessa dagana er hversu há gengisfellingin og verðbólgan verður fyrir uppgjör þriðja ársfjórðungs, þar sem að bankarnir verða enn sem áður að skila eigendum sínum afar miklum hagnaði, og alls ekki minna en 20 milljörðum hver, sem þjóðin þarf síðan sjálfsagt að borga með verðfellingu krónu og eigna.

Þessi fjárglæfraleikur hættir ekki fyrr en ríkið grípur inn í, bankarnir fara á hausinn eða þjóðin gerir uppreisn. Munum við sjá hetjur ríða um héruð í líki alþingismanna sem átta sig á plottinu, eða þarf almenningur einfaldlega að sökkva enn dýpra í skuldafenið, en nú með bros á vör vegna andlegrar vellíðunar, eða með spurnar- og áhyggjusvip vegna óskiljanleikans sem felst í þeirri hugmynd að sumu ráða- og efnafólki geti hugsanlega verið nákvæmlega sama um alla hina? 



Myndir:

Broskall: The People's Press

Kort af mennskri þekkingu: Knowledge Map of Information Science...

Dollarahús: RateWatch


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

 Sól Skín

Ómar Ingi, 9.9.2008 kl. 23:11

2 Smámynd: Gulli litli

Mér líður strax betur....

Gulli litli, 10.9.2008 kl. 10:19

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Jahá, Ómar og Gulli...

Hrannar Baldursson, 10.9.2008 kl. 12:32

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 Þessi dugar mér út daginn!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.9.2008 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband