Hvernig tengjast trúarbrögð og stjórnmál í hugum Sarah Palin, John McCain, Barack Obama og Joe Biden?

 

Maðurinn sem allt snýst um í Bandaríkjunum

 

 

Það er til fólk sem telur að kosningarnar í Bandaríkjunum snúist fyrst og fremst um það hvort að Bandaríkin sé Kristið ríki eða ekki. Repúblikanar standa vörð við Kristna trú, og það af slíku offorsi að sumum þykir nóg. Demókratar aftur á móti halda því fram að Bandaríkin séu ekki lengur Kristin þjóð, að runnir séu upp nýir tímar með nýjum áherslum.

Þetta held ég að verði sá þáttur sem skilur á milli sigur og ósigurs í næstu kosningum: trúmálin. Þannig að mig langar að skoða aðeins hvað frambjóðendur hafa að segja um trú. Sarah Palin virðist vera öfgafyllst frambjóðendana, sem er stolt yfir því að hafa son sinn með tattóveraðan Jesús á holdi sínu á meðan hann berst í miðausturlöndum, og viðurkennir að hún hafi verið frelsuð, rétt eins og George Bush.

Ljóst er að allir frambjóðendurnir eru Kristnir, en repúblikanar vilja þvinga trúarbrögðum sínum yfir á alla þjóðina og hafa siðferðilegt vit fyrir henni með forsjárhyggju; á meðan Obama virðist vera trúlaus þó að hann sé opinberlega Kristinn, og Biden er Kristinn en innilega opinn til að bera virðingu fyrir öðru fólki, og tjáir það skýrar en ég hef áður heyrt frá forsetaframbjóðenda.

 

 

Sarah Palin W00t (*)

Sarah Palin

 

Áhugaverð myndbönd sem sýna trú Sarah Palin, en hún virðist meðal annars trúa því að stríðið í Írak sé undir verkefnastjórn hjá Guði.

 

 

 

Ræða Sarah Palin um kirkju sína (1. hluti)

 

 

Ræða Sarah Palin um kirkju sína (2. hluti)

 

 

John McCain Errm (***)

John McCain

 

John McCain skilgreinir kosningabaráttuna sem baráttu Kristni gagnvart öðrum trúarbrögðum, og virðist taka nokkuð skynsamlega nálgun á trúmálin.

 

 

John McCain viðurkennir þróunarkenninguna án þess að afneita Guði.

 

 

John McCain telur mikilvægt að kenna börnum ólíka strauma hugsunar, og með því meinar hann að kenna börnum kenninguna um sköpun heimsins jafnframt þeim að kenna þeim vísindaleg sjónarmið. Ég er sáttur við þetta viðhorf, svo framarlega að sjónarmiðum sé ekki þröngvað upp á börn og fjölskyldur þeirra. McCain veit nákvæmlega hvað hann er að gera.

 

Barack Obama FootinMouth (**)

Barack Obama

 

Barack Obama bendir á að Bandaríkin séu ekki einfaldlega Kristið ríki lengur. Reyndar sýnist mér á lestri hans að hann sé ekki að lesa sín eigin orð, heldur eitthvað sem hefur verið skrifað fyrir hann. Ég velti fyrir mér hvort að hann sé einfaldlega góður flytjandi af ræðum, og lítið annað?

 

 

Joe Biden Joyful (****)

Joe Biden

 

Joe Biden, varaforsetaefni demókrata er strangtrúaður kaþólikki, en trúir að mikilvægt sé að virða trú allra, sama hverrar trúar þeir eru, og það væri rangt af honum að yfirfæra eigin trú yfir á aðra í krafti stjórnmála. Joe Biden er minn maður, enda virkilega skýr í sínum gildum, annað en ég hef séð hjá öðrum frambjóðendum. Hann minnir mig töluvert á John Kerry og Al Gore.

 

 

 

Myndbönd: Youtube

Myndir:

Krossfesting:Religion-Cults.com

Frambjóðendur: Wikipedia


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ættu að trúa á sjálfan sig.

Ómar Ingi, 10.9.2008 kl. 23:25

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sammála, kosningarnar verða trúarlegar.

Rut Sumarliðadóttir, 11.9.2008 kl. 00:01

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afstaða mín til Joes Biden er verulega frábrugðin þinni, Hrannar! Þótt trúbróðir minn sé, myndi ég ekki kasta mínu atkvæði á hann – vegna hinna ófæddu, sem hann hefur löngum þverskallazt við að verja í þingstörfum sínum.

Ég vísa á þessa grein þína í heldur lengri pistli sem ég skrifaði um hann rétt fyrir miðnættið: Joe Biden höfðar ekki sterkt til trúaðra kaþólikka nema síður sé! 

Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 11.9.2008 kl. 00:22

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ómar: góður.

Rut: Lítur út fyrir það.

Jón Valur: Málið snýst um að repúblikanar vilja treysta samband ríkis og kirkju, á meðan demókratar vilja aðskilnað ríkis og kirkju, og vilja ekki að fáir ráðamenn ákveði hvað er siðferðilega ásættanlegt fyrir alla hina. Þú þarft ekki að hugsa djúpt til að sjá hvort viðhorfið er Kristnara.

Hrannar Baldursson, 11.9.2008 kl. 08:35

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Jóni Vali svarað:

Takk fyrir tilvísunina Jón Valur, en mér sýnist þú missa af kjarna málsins.

Biden hefur sjálfur tekið fram að hann er ekki "pro-abortion" heldur gegn afskiptum stjórnvalda af ákvörðunum einstaklinga sem hafa ólík trúarviðmið. Þetta er tvennt gjörólíkt, sem segir aðeins að hann sjálfur sé persónulega á móti fóstureyðingum, en það komi einfaldlega starfi hans ekkert við.

Liden svíkur ekki eigin trú þó að hann sé óvinsæll meðal sumra öfgafullra trúbræðra sinna sem telja að þvinga ætti fagnaðarerindið upp á fólk. 

Ég bara spyr hvort fylgi fordæmi Krists betur:

a) Hafa sterka trúarskoðun og þvinga siðferðislegum skoðunum sem bygga á henni upp á alla aðra.

b) Hafa sterka trúarskoðun án þess að þvinga siðferðilegum skoðunum upp á aðra. 

Joe Biden er enginn svikari þó að hann sé gegn forsjárhyggju, frá sjálfum sér og öðrum stjórnmálamönnum. Hann er hins vegar fínt fordæmi um heilbrigða skynsemi.

Hrannar Baldursson, 11.9.2008 kl. 08:50

6 identicon

Er hægt að gera greinarmun á sannfæringu sem byggir á trúarskoðun og sannfæringu sem byggir á einhverju öðru t.d. andstöðu við forsjárhyggju, uppeldi, lýðræðisást eða ástríðu fyrir tjáningarfrelsi? Bidden er væntanlega tilbúinn að berjast fyrir og troða siðferðilegum skoðunum sínum upp á aðra ef þær byggja á einhverju öðru en trú.

Getur maður sagst hafa sannfæringu fyrir einhverju ef hann er ekki tilbúinn að berjast fyrir því? Það er í besta falli hálfvelgja.

Varðandi fordæmi Krists: "...farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum..." (Mat 28:19) og "Ætlið ekki, að ég sé kominn að færa frið á jörð. Ég kom ekki að færa frið, heldur sverð. Ég er kominn að gjöra ,son andvígan föður sínum, dóttur móður sinni og tengdadóttur tengdamóður sinni. Og heimamenn manns verða óvinir hans."(Mat 10:34-36) Hann er bísna afdráttarlaus þegar hann leggur línurnar.

Grímur (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 10:21

7 Smámynd: Hrannar Baldursson

Bidden er væntanlega tilbúinn að berjast fyrir og troða siðferðilegum skoðunum sínum upp á aðra ef þær byggja á einhverju öðru en trú. (Grímur)
Hann hefur einmitt verið að segja að þetta sé nákvæmlega það sem hann vill ekki gera.

Hrannar Baldursson, 11.9.2008 kl. 11:25

8 identicon

Hvað hefur Bidden þá verið að gera í pólitík öll þessi ár? Einhverjum breytingum hefur hann væntanlega veitt lið. Varla hefur hann setið á höndum sér allan tíman.

Hugsanlega erum við að skilja einhver orð á mismunandi hátt, en í mínum huga byggir heiðarlega ígrunduð pólitísk afstaða á siðferðisgildum. Þannig að ef maður er að berjast fyrir einhverju í pólitík, þá sé maður að vinna sínum siðferðisgildum framgang. "Troða þeim upp á aðra" eins og þú orðar það. 

Grímur (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 11:56

9 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Lifi heilbrigð skynsemi. Trúmál og stjórnmál eiga ekki saman að mínu viti. Aðskilnaður ríkis og kirkju á að vera hér sem og í BNA. Sé eftir hverri krónu sem fer í að kosta þettaa batterí. Hér mætti einkavæða öfugt við heilbrigðiskerfið. Og hana nú!!

Rut Sumarliðadóttir, 11.9.2008 kl. 12:54

10 Smámynd: Hrannar Baldursson

Svar sem ég sendi á athugasemdakerfi Jóns Vals (annars áhugaverðar pælingar í gangi um samband ríkis og kirkju):

Þú segir nokkuð.

Þegar trúarbrögð stjórna ríkinu er voðinn vís, þar sem skyndilega er fólk af öðru trúarbergi brotnu réttdræpt, en nauðsynlegt að bjarga fóstrum þar sem þau hafa ekki enn tekið trú. Að hafa trúarbrögð sem miðbendil og rót allra skoðana er varhugavert, þó að vissulega skilji ég að auðvelt sé að falla í þá freistingu að ganga stöðugt um heiminn umvafinn öryggisneti trúarinnar. Þannig hefur fólk lifað frá örófi alda og komið sér stöðugt út í styrjaldir og vitleysu sem ætla engan endi að taka, bara vegna þess að fólk trúir einhverju sem þau halda að komi frá æðri máttarvöldum.

Ekki hefði ég áhuga á að búa í slíku samfélagin. Skárri eru þó hinir spilltu stjórnmálamenn heldur en þeir sem telja sig þekkja einhvern algildan sannleika og haga lífi og dauða fólks eftir því sem að þeir trúa.

Rót góðra skoðana kemur ekki frá útilokun á siðferði nokkurs, heldur gagnrýnu og heiðarlegu mati á möguleika og veruleika mannlegrar tilveru. Að festa sig við eina skoðun þegar til staðar eru 200 jafngóðar er eins og að horfa á heiminn gegnum rör. Betra að átta sig á margbreytileikanum, skilja hann og lifa eftir honum og fara þá leið sem best er hverju sinni að sannleikanum - hvað svo sem hann er hverju sinni, frekar en að ganga þrönga veg takmarkaðra skoðana. 

Hrannar Baldursson, 11.9.2008 kl. 12:59

11 Smámynd: Hrannar Baldursson

Rut: þarna er ég sammála. Einkavæða kirkjuna!

Hrannar Baldursson, 11.9.2008 kl. 13:00

12 Smámynd: Hrannar Baldursson

Grímur, mér finnst vafasamt að alhæfa að allir sem eru í pólitík séu að troða eigin skoðunum upp á aðra. Þeir gætu verið aðeins dýpri en það, og verið að skapa hverjum og einum grundvöll til að móta eigin skoðanir og framkvæma samkvæmt þeim.

Hrannar Baldursson, 11.9.2008 kl. 13:02

13 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Það er rétt að benda á athyglisverða umfjöllun Newsweek um Obama þar sem m.a. var fjallað um trúarlegan bakgrunn hans og þá guðfræðinga sem höfðu haft mest áhrif á hann. Það er enginn vafi á að hann er kristinn. Bara ekki kristinn á þann hátt sem sumir myndu vilja að hann væri. Þ.e.a.s. ekki á kaþólska vísu. Það er vel að mínu mati svo langt sem það nær (að minnsta kosti þegar kemur að fóstureyðingum).

Grétar Einarsson

PS. Og hvað á það að bæta að einkavæða heilbrigðiskerfið og slíta sundur ríki og kirkju? Það gefur ekki af sér gott. Best að hafa þetta svolítið blandað svo allir geti fengið sitt en ekki bara sumirl

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 11.9.2008 kl. 13:22

14 identicon

Hrannar:  Ég held að þú, Biden og Jón Valur væruð allir sammála um fóstureyðingar og siðferði þeim tengt ef þið hefðuð sömu skilgreiningu á fóstrum.  Ef allir skilgreindu fóstur sem lifandi barn væru þær ekki leyfðar neinum. Við myndum t.d. aldrei leyfa móður að deyða 5 mánaða barn sitt af því að hún væri búin að komast að því að hún yrði slæm móðir og að aðstæður hennar væru ekki barni bjóðandi. Eins ef 15 ára gömul stelpa fyndi það út að hún væri of ung til að hugsa um nýfætt barn sitt. Lausnin yrði aldrei sú að leyfa henni að deyða barnið.

Kaþólska kirkjan lítur á fóstrið sem lítið barn en það gerir Biden greinilega ekki.

Mikið væri gott ef læknavísindin kæmust að algildri niðurstöðu um málið. Hér á landi er alltaf miðað við að fóstureyðingar séu helst ekki framkvæmdar eftir 12 vikur. Í sumum fylkjum Bandaríkjanna er í lagi að eyða fóstrum sem eru 6-7 mánaða gömul. 

Þetta finnst mér mjög óhuggulegt, sérstaklega þar sem yngri dóttir mín fæddist eftir 61/2 mánaða meðgöngu og er alheilbrigð og spræk í dag. Ég ætlaði varla að þora að sjá hana eftir að hún fæddist og það kom mér á óvart að sjá þarna lítið fullskapað barn sem átti samt eftir að þroskast betur og stækka. Það var t.d. augljóst að sársaukaskynið var mjög þroskað. Litla skinnið var auðvitað stungið með nálum og þess háttar og brást ekki vel við og það var erfitt fyrir mig að horfa á hana þjást.

Það að heimurinn sé að gefa konum þau skilaboð að t.d. þetta gömul fóstur séu ekki fullgild líf og að þær geti farið á heilbrigðisstofnun og látið eyða þeim. Mæðurnar eru deyfðar en ekki fóstrin. Þau eru skorin á háls og svo í tættlur. Ok. þetta er ekki svona hér á landi ennþá og verður vonandi aldrei. En hver veit hvort næsta kynslóð eigi eftir að færa mörkin neðar eins og þegar hefur verið gert sumstaðar í U.S.A.

Mér finnst óhuggulegt að heimurinn sé sífellt að færa mörkin í sambandi við hvar líf byrjar og hef áhyggjur af því að einhvern tíma færist þau yfir strikið og að virðingin fyrir fæddum einstaklingum þverri einnig.

Ég á íslenskan bækling sem var gefinn út í kringum 1950 en þar segir: Þegar barnið fæðist er það u.þ.b. 9 mánaða gamalt. 

Hvað Biden varðar skil ég að kaþólska kirkjan skuli vera svekkt út af þessu máli en mér lýst annars ágætlega á hann og t.d. mun betur heldur en á Palin. Ég vona að Bandaríkjamenn kjósi ekki yfir sig meira stríðsbrölt. Líf Bandarískra hermanna og borgara í Írak eru nefnilega einnig mjög dýrmæt.

Heiðrún (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 14:32

15 identicon

Trúmál og Pólitík fara alls EKKI saman.

 Stefnir í ógöngur en ég vona að Barack Hussein Obama II taki þetta svo við fáum ekki áframhaldandi mikilmennsku brjálæðinga í stjórnartaumana eins og hefur verið síðast liðin 7 ár!

Hjalti Þór Sveinsson (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 16:23

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fróðlegt og ánægjulegt að sjá, hver Grímur og Heiðrún hafa haldið hér uppi góðri málsvörn fyrir hin ófæddu og fyrfir siðferðislega afstöðu þeim til stuðnings, ólíkt tregðu Bides í þeim efnum.

Orðum Hrannars hér ofar er vel unnt að svara. Mikið má það vera tvískiptur maður, sem annars vegar segir með kirkjunni: "Hér er um mannlegt líf að ræða, sama eðlis og við, og það mannsfóstur á sinn lífsrétt eins og við, það er rangt að deyða það; sá, sem það gerir, fremur synd gegn varnarlausu líf, gegn samfélaginu, gegn hagsmunum móður, gegn föðurnum, gegn Guði ..." – og svo hins vegar: "Þó að þetta sé mannlegt líf, þá á ég ekki að skipta mér af því, af því að ég er bara trúaður, en móðirin eða foreldrarnir kannski ekki; og ég á að viðurkenna rétt þeirra til að fara eftir sínu viðmiði, og þetta kemur starfi mínu ekkert við."

En nú eru það þingmenn á löggjafarasamkundum, sem móta lögin. Hér á landi er það augljóst. Það voru þeir árið 1975, sem bjuggu til lagaaðstæður til að fjölga fósturdeyðingum, þótt manneskjuréttur hvers fósturs eigi í raun ekki að vera frá því tekinn og á þau ráðizt með töngum og sogpípum til að rífa þau í sundur og tortíma.

Hversu fögur orð sem einhver þingmaður hefur um það, að hann sé stikkfrí og að þetta komi starfi hans ekki við, þá hljómar samt rödd samvizkunnar, sem segir, að þetta sé rangt og að ábyrgðin sé hans. Engir aðrir en þeir, þingmennirnir, tóku á sig þá ábyrgð að taka lífsréttinn af ófæddu börnunum, um 25.000 talsins frá 1975, og það er þeirra ábyrgð að skila honum til baka til þeirra, sem eftir lifa og verða munu til. Þeirra er ábyrgðin líka á eftirköstum og afleiðingum fósturdeyðinga: andlegum og líkamlegum áhrifum á móðurina, ófrjósemi (sennilega á 2. þúsund tilfella – sem hefur svo orðið ný orsök dýrkeyptra rannsókna og tilrauna til tæknifrjóvgunar) og sköddunar á legi, sem veldur fósturlátum og fyrirburafæðingum (hvort tveggja með öðrum slæmum afleiðingum).

Við myndum ekki leyfa fólki, sem tryði á Baal eða Molok, að fórna börnum sínum í blóðugri athöfn þeim guðum til þjónustu; við lítum á barnið, ekki ólíka afstöðu foreldranna. 

Það er léleg "trúarafstaða" kaþólsks manns að segjast "ekki [vera] "pro-abortion" [= segjast vera gegn fósturdeyðingum], heldur gegn afskiptum stjórnvalda af ákvörðunum einstaklinga sem hafa ólík trúarviðmið." Þetta er ekki kaþólsk trúarafstaða. Samkvæmt kaþólskri trúarafstöðu myndi Biden játa skyldu stjórnvalda til að fylgja siðferðislögmálinu. Það lögmál er ekki sérkaþólskt né sérkristið, heldur þekkjanlegt með náttúrlegu ljósi skynseminnar, og skyldan hvílir á öllum að hlíta því. Enginn tekur lífsrétt af öðrum réttilega með þeirri aðferð að segjast hafa aðra skoðun á íhlutunarrétti sínum en þolandinn kann að hafa.

Sú afstaða, að stjórnvöld megi ekki hafa afskipti af "ákvörðunum einstaklinga, sem hafa ólík trúarviðmið," byggir á einstaklingshyggju, sem er í andstöðu við samábyrgðarhugsun kirkjunnar, að við eigum að gæta bræðra okkar og systra. Hún er frjálshyggja þar sem engin frjálshyggja á að vera nema sú ein, sem virðir frelsi annars einstaklings til að lifa. Íhlutunar- og hnefaréttur minn nær aldrei lengra en að nefi náungans, og ófædda barnið er slíkur einstaklingur, sjálfstæð lífvera sem bað ekki um að fá að verða til, heldur er þarna í yfir 99% tilvika sem afleiðing af frjálsu vali einstaklinga – foreldranna – um að gera það, sem þau vita að hefur í för með sér þann möguleika, að barn verði til.

Engin hræsnisfull réttlæting af Bidens hálfu, að stjórnvöld séu óbundin nokkurri skyldu til að verja þetta líf, fær því leynt, að hér fremur hann sjálfur brot gegn 5. boðorðinu – þú skalt ekki mann deyða – með viljandi meðvirkni sinni og samsekt um það sem þarna er gert. Hann velur það að túlka rétt sinn og skyldu svo, að hann eigi jafnvel að vera aðgerðarlaus, en með því er hann að láta undan veraldlegri afstöðu og andkristinni siðastefnu, ekki þeirri sem hann segist trúa að sé rétt! Tvöfeldni hans er alger.

Þó að fósturdeyðingum hafi verið fjölgað margfaldlega í Bandaríkjunum á grundvelli hæstaréttarúrskurðar (ekki vegna lagabreytingar á þingi), tekur það ekki af þingmönnum skylduna að stuðla að breytingum á því. Hæstiréttur fann þar út sína eigin sértúlkun á stjórnarskránni, sem var víðs fjarri hugsun þeirra, sem sömdu hana.

Jón Valur Jensson, 12.9.2008 kl. 00:14

17 Smámynd: Hrannar Baldursson

Við getum verið sammála um að vera ósammála um þetta mál. Það er sumt sem verður að leggja í hönd fólksins, og fóstureyðingar er eitt af því, - þó með skynsamlegum takmörkunum.

Hrannar Baldursson, 12.9.2008 kl. 08:56

18 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sæll Hrannar,

hafðu það gott í fríinu. Nú verð ég að finna mér aðra síðu til að tala eins og brjálaður anarkisti.

Rut Sumarliðadóttir, 12.9.2008 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband