Æsispennandi jafntefli Íslendinga og Dana 32:32

 


 

Ég er bókstaflega stjarfur og skjálfandi eftir æsispennandi lokamínútur. Það var beinlínis öskrað með okkar mönnum í stofunni heima. Snorri Steinn Guðjónsson jafnaði úr víti á síðustu sekúndu og kemur þannig Íslendingum í 8 liða úrslit á Ólympíuleikunum.

Sænsku dómararnir sýndu furðulega dómgæslu á báða bóga. Gáfu Loga Geirssyni rautt spjald fyrir litlar sakir og hentu leikmönnum beggja liða stöðugt út af þrátt fyrir prúðmannlegan leik. Þeim tókst samt ekki að gjöreyðileggja leikinn, þó að ég hefði viljað sjá betri dómgæslu.

Rosaleg spenna og frábær skemmtun!

Takk fyrir þetta strákarnir okkar!

 

Mynd úr beinni lýsingu mbl.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Geðveikur leikur, ég var í símasambandi við dóttir mína sem býr í London, hún var í brúðkaupi út í sveit og það var smá hlé svo hún gat fylgst með síðustu mínútunum, ég lýsti þessu sko flott.  TIL HAMINGJU STRÁK Soccer AR

Ásdís Sigurðardóttir, 16.8.2008 kl. 14:30

2 Smámynd: Ómar Ingi

Dísa íþróttafréttaritari á Suðurlandi  hehe

Já til hamingju ísland

Gummi littli er bestur  

Ómar Ingi, 16.8.2008 kl. 14:37

3 Smámynd: Ransu

Já, þetta var hreint út sagt stórkostlegt að sjá.

Ransu, 16.8.2008 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband