Ætlar RÚV að endursýna sigur Íslands gegn heimsmeisturum Þjóðverja á boðlegum tíma?

Það er ekki á hverjum degi sem að Ísland tekur heimsmeistara í karphúsið.Ég lít á það sem beinlínis skyldu RÚV að hliðra öðrum dagskrárliðum fyrir svona viðburði.

Ég, eins og líklega flestir Íslendingar er við vinnu og gat því ekki fylgst með leiknum þrátt fyrir brennandi áhuga, en svo er endursýning skipulögð kl. 0:30 þegar venjulegt fólk er farið að blunda. Má biðja um endursýningu hjá RÚV einhvern tíma milli 17:00 og 23:00 í kvöld?

Loksins hefur maður tilefni til að kveikja á imbakassanum. Ég kveikti á honum á meðan leikurinn við Rússa var í gangi og langar virkilega að sjá þennan leik.


mbl.is Ísland fór hamförum gegn Þjóðverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála, ekki er það svo margt annað sem horfandi er á í íslensku sjónvarpi. En allir elska handbolta, m.a.s. ég. 

Jóhanna (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 14:32

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ÉG er að fara að horfa á í seinkun.  Æðislegur sigur   Basketball 

Ásdís Sigurðardóttir, 12.8.2008 kl. 14:33

3 Smámynd: Linda Pé

Algjörlega sammála!

Sýna leikinn á skikkanlegum tíma!

Linda Pé, 12.8.2008 kl. 14:34

4 identicon

Blessaður Hrannar.... ég sé að þú hefur tíma til að blogga og væntanlega vinnur fyrir framan tölvu..... alltaf hægt að horfa á leikina í beinni á www.ruv.is

En það mætti auðvita endursýna leikina á kvöldin sem fram fara á nóttunni

 Kv. Henning

Henning Árni (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 14:35

5 identicon

Sammála,

Ég sendi Rúv tölvupóst af heimasíðu þeirra þar sem ég bið þá um endursýningu fyrr í kvöld...

Ívar (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 14:42

6 Smámynd: Vilborg Anna Garðarsdóttir

Alveg sammála:) og það er ekki nálægt því það sama að fylgjast með þessu á netinu og vera við sjónvarpið í öllum æsingnum:)

ég náði í skottið á Rússaleiknum og það var alveg þess virði að vakna að nóttu til og hvetja þá áfram, en ég held ég eigi erfiðara með það á virkum dögum:S

 Endursýna þessa leiki á skikkanlegum tíma og leyfa öllum að njóta þess að sjá strákana spila svona frábæran handbolta!!:)

Vilborg Anna Garðarsdóttir, 12.8.2008 kl. 14:47

7 Smámynd: Dark Side

já, gengur náttúrulega ekki að endursýna leikinn svona seint!!

Dark Side, 12.8.2008 kl. 14:48

8 identicon

Sammála, mér dauðlangar að sjá leikinn en ég reyndi einmitt að horfa á hann í vinnunni gegnum www.ruv.is en fékk alltaf upp error

 endaði með að hlusta á hann í útvarpinu.

 það er nú varla hægt að bjóða okkur upp á að horfa á hann um hánótt.

 sérstaklega þar sem við munum þurfa að vakna klukkan 06.00 á fimmtud. fyrir S-kóreu leikinn.

Bjarki (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 14:48

9 Smámynd: Ómar Ingi

Hva sástu ekki leikinn ?

Hverskonar vinnu ertu í marr

Ómar Ingi, 12.8.2008 kl. 15:24

10 identicon

Mér sýnist þegar ég fer inn á vefsjónvarp á heimasíðu RÚV að búið sé að færa leikinn fram um 20 mínútur. Hann er skráður 00.10  Það er í áttina ef þetta er á annað borð rétt tímasetning.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 15:46

11 Smámynd: Jón Óskar Ísleifsson

Hrannar hvers vegna ertu bara ekki i fríi fram yfir þessa leiki okkar landsliðs þá væri ekki mál með það að horfa á þessa leiki komon

Jón Óskar Ísleifsson, 12.8.2008 kl. 16:02

12 Smámynd: Hrannar Baldursson

Henning: Ég ætlaði að kíkja á síðustu fimm mínútur leiksins á vefvarpinu, en það var bilað hjá RÚV. Það tók mig 1 mínútu að blogga um þennan leik, og það hefði tekið klukkutíma að horfa á hann.

Villa: sammála

Anna Ó: Það er þó í áttina, en betur má ef duga skal.

Jón Óskar: Ég er ekki að hugsa bara um sjálfan mig, heldur þann meirihluta landsmanna sem eru að vinna yfir daginn. Það er ljóst að ég horfi á þennan leik hvort sem hann verður eftir miðnætti eða fyrr, en ef hann er eftir miðnætti þá verður erfiðara að halda fullri einbeitingu í vinnu á morgun - og það vil ég síður.

Ómar: upplýsingatækni hjá glæsilegu hátæknifyrirtæki með starfsfélaga og viðskiptavini víða um heim.

Hrannar Baldursson, 12.8.2008 kl. 16:27

13 Smámynd: Heiða B. Heiðars

"Sökum vasklegrar framgöngu íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum gegn heimsmeisturum Þjóðverja hefur verið ákveðið að fella út endursýnt Kastljós og færa endursýningu leiksins fram um hálftíma.  Leikurinn hefst rétt eftir miðnætti."

Þá veistu það :)

Heiða B. Heiðars, 12.8.2008 kl. 17:34

14 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég er ánægður með RÚV að koma eitthvað til móts við landsmenn, en þætti betra ef hægt hefði verið að finna þessu stað fyrr um daginn.

Hrannar Baldursson, 12.8.2008 kl. 18:15

15 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Tja... þetta var beint í hádeginu Hrannar :)
Ég held reyndar að þeir sem ekki hafa gaman af því að horfa á handbolta eða íþróttir yfirleitt finnist dagskrá Sjónvarps (allra landsmanna) alveg nógu mikið raskað þó þeir fari ekki að henda út einhverjum framhaldsþætti svona auka :)

En það verður pottþétt horft á handbolta heima hjá mér með viðeigandi húrrahrópum:)

Heiða B. Heiðars, 12.8.2008 kl. 18:29

16 Smámynd: Hrannar Baldursson

Heiða: þetta er líklega rétt athugað hjá þér - maður verður bara svolítið nærsýnn þegar svona leikir eru til staðar...

Hrannar Baldursson, 12.8.2008 kl. 20:10

17 Smámynd: Ómar Ingi

Góður

Sá Death Race í dag , strákamynd dauðans

Ómar Ingi, 12.8.2008 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband