Hetjudáð í háloftunum: flugstjóri Iceland Express nauðlenti til að bjarga mannslífi

 


 

Því miður eru fréttir líklegri til að benda á hið neikvæða en hið jákvæða. Hugsanlega vegna þess að hið neikvæða vekur meiri athygli og er auðveldar í sölu. Einnig getur verið að fólk finni sig ekki knúið til að láta fjölmiðla vita af jákvæðri frétt. Ég hef lesið alltof mikið af neikvæðum fréttum af töfum Iceland Express vélar á Kastrup, en ekkert um þá jákvæðu frétt sem fylgir hetjudáð flugstjóra í ferðinni frá Barcelona. 

Manneskja fékk hjartaáfall um borð í vél Iceland Express á leiðinni frá Barcelona til Íslands í gær. Flugstjórinn mat ástandið það alvarlegt að hann ákvað að lenda vélinni í Basil í Sviss, til að manneskjan kæmist sem allra fyrst undir læknishendur, sem er hárrétt ákvörðun því að hver mínúta er dýrmæt þegar um hjartaáfall er að ræða. Þetta þýddi að vélinni þurfti að leggja yfir nótt, vegna þess að starfsmenn vélarinnar voru sprungnir á leyfilegum flugtíma yfir sólarhringinn.

 

 


 

Einhverjir farþegar mótmæltu og voru ósáttir við að flugvélinni væri lent, en aðrir farþegar sýndu meiri skilning. Um kvöldið fengu farþegar góðan kvöldverð í boði Iceland Express, fengu gistingu á lúxushóteli og síðan morgunverðarbuffát um morguninn. 

Ég hef kíkt eftir fréttum um þetta en engar séð, aðeins fréttir af fólkinu sem var í öngum sínum á Kastrup, og mér finnst rétt að benda á það að Iceland Express er að gera góða hluti. 

Eina vandamálið snýst kannski að upplýsingaöflun, en upplýsingar um komutíma og hvernig aðstandendur gætu náð sambandi við farþega var erfitt að finna. 

Þessi flugstjóri tók góða ákvörðun sem hann þarf að réttlæta, en ég vil bæta um betur og leyfa mér að hrósa honum fyrir snarræðið. Það þarf stundum hugrekki til að taka rétta ákvörðun, sérstaklega ef einhverjir snúast gegn henni. Ef einhver mér nástaddur fengi hjartaáfall í flugvél myndi ég vilja hafa svona flugstjóra við stýrið.

 

Myndir:

Hjartaáfall: Advanced Safety Training Services

Iceland Express vél: flickr


mbl.is Fjöldi farþega Iceland Express bíður í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sammála, held að icelandair sé með puttana hjá fjölmyðlum, lenti í 14 tíma senkun með icelandair frá orlando með 2 lítil börn, áhöfnin var svo þreitt og pirruð á leiðinni til baka og það voru bara ein samloka á mann á leið heim!!  sammt er þetta lengsta flugið, var orðin svo svöng þegar við lentum. Fjölskyldan ætlaði að gá á textavarpið, en það var búð að fjarlægja flugið frá orlando, og þau hringju uppá leifstöð en þeir sögðu ekkert flug er að koma frá orlando!!   þannig að icelandair reinir ALLT til að fela svona seinkun!!!

eva (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 19:39

2 Smámynd: Ómar Ingi

Icelandair vs Iceland Express = Ekki mikil munur

og muniði að flugstjórar Express eru oftar ekki erlendir

Ekki ætla ég að vefengja ákvörðun hans , en skrítin tilviljun að eftir að Ómarsdóttir byrjaði sem fjölmiðafulltrúi hjá þeim hefur ansi mikið farið úrskeiðis , hefur ekkert með hana að gera bara skrítin tilviljun.

Vonum að þeim sem fékk hjartáfallið nái heilsu sem fyrst.

Ómar Ingi, 9.8.2008 kl. 20:15

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mér finnst þetta þörf ábending og ánægð með viðbrögð flugstjórans, einmitt af sömu ástæðu og þú. Ég hef lent í seinkunum hjá báðum flugfélögunum og ástæðurnar hafa verið mis-merkilegar. Sömuleiðis hjá öðrum áætlunar- og leiguflugfélögum. Það er aldrei gaman, en þó var ég ánægð með að fá sms frá Iceland Express þegar við lentum í töf í London fyrir 2-3 árum og gat þá gert ráðstafanir, að vísu ekki á kostnað Iceland Express, en af því að ég var að ferðast með mér eldri manneskju þá var gott að geta lagt sig í stað þess að bíða á flugvellinum.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.8.2008 kl. 20:18

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hef bara flogið með icelandair og þar hefur orðið seinkun og töf eins og annarsstaðar, en ég hef samt yfirleitt sloppið mjög vel.  Gott hjá þér að benda á þetta, ég hef ekkert séð nema neikvæðni í garð express, ætti kannski að spyrja systir mína hvort hún þekki þetta eitthvað, hún er framkvælmdarstjóri SAS á Íslandi og er alltaf á ferð og flugi.  Kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 9.8.2008 kl. 21:26

5 identicon

Ohh.. eg beið einu sinni í Stokkhólmi í 14 klukkutíma og fékk ekki einu sinni Sveiþér frá Icelandair.  Ég sendi kvörtun og fékk ekki einu sinni svar. 

það fannst mér virkilega lélegt.

Mér finnst það hins vegar góð og rétt viðbrögð að lenda vélinni og í raun ábyrgðarhlutverk.  Mér finnst allt í lagi að benda á þetta, og kann þér þakkir fyrir það.

Kveðja.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 23:09

6 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

Okkur sem biðum á Stansted var einmitt sagt að farþegi hefði veikst og vélin því þurft að lenda annarsstaðar. Eins að komið væri fram yfir leyfilegan flugtíma og því myndi þessi vél ekki koma.  Upplýsingagjöf var þannig í samræmi við raunveruleikann og ég skil ekki afhverju þetta hefur ekki komið fram í fréttum.... hefur ekki bara óþolinmóður Kastrupari hringt í mbl til að kvarta?  Ég er í það minnsta komin heim og er sátt, og mun halda áfram að ferðast með Iceland Express.

Guðrún Vala Elísdóttir, 10.8.2008 kl. 00:41

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef engann samanburð, ég hef aðeins flogið með Icelandair og aldrei lent í seinkun.  En ég flýg bara einu sinni á ári til Finnlands og heim aftur nokkrum dögum seinna

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.8.2008 kl. 03:37

8 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Hrannar.

Góð ábending. Aðalatriðið er að fjölmiðlamenn virðast margir mjög viljugir að færa okkur neikvæðar fréttir. Þeir sem geta fært okkur uppbyggilegar fréttir, eða góða vinkla eru mjög eftirminnilegir.

Finnst mjög spaugilegt hvernig fólk skiptist á milli Icelandair og Iceland express. Þetta virðist vera eins og áhangendur knattspyrnuliða. Hef flogið með báðum félögum og leit á þau sem flugfélög. Vona innilega að þeim gangi báðum vel. Er ég að misskilja eitthvað í stöðunni? 

Sigurður Þorsteinsson, 10.8.2008 kl. 06:58

9 Smámynd: Guðmundur Björn

Það er auðvitað ótrúlegt að einhver sýni því ekki skilning að snúa þurfi við/eða lenda snögglega annarsstaðar, vegna farþega sem er í lífshættu.

Það er miklu fréttnæmara að taka viðtal við móðursjúka íslenska móður á Akureyri, sem er að kvarta yfir því að barnið hennar fékk ekki einu sinni kubba til að leika sér með.   Það besta er svo, að það finnast einmitt kubbar fyrir börnin á Akureyrarflugvelli.

Meirihluti íslenskra fréttamenn(kona) eru einfaldlega rusl og sinni starfstétt til skammar.

Finnst ykkur ekki merkilegt að á Íslandi er bara eitt álit (hið neikvæða) í fréttinni.  Síðan kannski eftir viku þá kemur hitt álitið í fréttatímanum þegar öllum er orðið sama.

Iceland Express á í erfiðleikum með vélarnar (ekki sínar) en það mun breytast þegar þeir fá Boeingvélarnar í september.  Er ekki undarlegt að þetta gerist allt saman, þegar þeir ákveða að skipta um vélar, þ.e.a.s. leigusala??  Er þjónustuaðilinn ekki eitthvað að klikka?

Ég segi svona í ljósi þess að fyrir utan óveðrin á Íslandi í janúar/febrúar þá hefur Iceland Express ekki verið með teljandi seinkanir þangað til að þeir segja fjölmiðlum frá því að þeir ætli að skipta um flugvélar. Hmmmm????

Guðmundur Björn, 10.8.2008 kl. 08:36

10 Smámynd: Hrannar Baldursson

Eva: Það er ljóst að upplýsingagjöfin er ekki alveg í lagi. Ég veit ekki af hverju. Kannski vantar bara mannskap?

Ómar: Ég vissi ekki að Iceland Express væri með fjölmiðlafulltrúa. Ég hef flogið margoft með báðum flugfélögum og hef undir engu að kvarta. Þau hafa alltaf komið mér á áfangastað, stundum þægilega og stundum hefur eitthvað skort upp á, en enginn er fullkominn.

Anna: Það er algjör snilld að senda kúnnum SMS vegna seinkanna, en það mættu líka koma fram upplýsingar á heimasíðu þeirra.

Ásdís: Fréttaflutningur er svona almennt. Okkur finnst einfaldlega áhugavert það sem miður fer, og gleymum að okkur finnst jafnvel ennþá meira spennandi þegar tekst að leysa vandamálin.

Guðrún B: Kvörtunum ætti náttúrulega alltaf að svara. Það er mjög slæmt fyrir orðspor fyrirtækis að hunsa viðskiptavini. En þetta virðist gerast þegar fáir eru um hituna og valið er of takmarkað, þá fær kúnninn oft að gjalda.

Guðrún Vala: Ég reikna með að svona gerist hlutirnir. Það eru einhverjir sem kvarta þegar þeir eru ósáttir, og þeir sem eru sáttir, finnst hlutirnir kannski ekki fréttnæmir þar sem að allt fór vel.

Jóna Kolbrún: Heppin!

Sigurður: Ég kaupi bara þann miða sem er hagstæðastur hverju sinni eftir því hvert leið liggur. Bæði fyrirtækin hafa staðið sig vel í mínum ferðalögum.

Guðmundur: Það að einhverjir farþegar sýndu þessu máli lítinn skilning getur haft eitthvað með það að gera að viðkomandi farþegi var frá Afríkuríki og dökkur á hörund... en mér finnst það samt ótrúlegt á tímum þar sem okkur hefur tekist að afmá fordóma af yfirborði jarðar.

Ég efast um að það sé eitthvað samsæri í gangi gegn Iceland Express, þeir eru varla að skipta við þjónustuaðila að tilefnislausu.

Hrannar Baldursson, 10.8.2008 kl. 09:51

11 identicon

Mér finnst þetta hárrétt ákvörðun hjá flugstjóranum og hann á mikinn heiður skilið. Alveg eins og þú bendir á, að þá myndi ég einnig vilja sömu viðbrögð ef um einhvern nákominn mér væri að ræða. Það er eins og að almenningur gleymi mannlegu hliðinni í svona máli - en auðvitað þarf líka að upplýsa fólk um ástæður seinkana.

Heiðrún (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 11:03

12 Smámynd: Sigrún Óskars

skrítið að þetta hafi ekki komið fram í fréttum. Kvart og kvein selur betur en góðar fréttir - það er satt.

Sigrún Óskars, 10.8.2008 kl. 12:35

13 Smámynd: Guðmundur Björn

Þetta er ekki spurning um samæri Hrannar. 

Þetta er bara eins og þegar starfsmanni er sagt upp en á að vinna út mánuðinn.  Þú getur rétt ímyndað þér áhugaleysi starfsmannsins það tímabil. 

Guðmundur Björn, 10.8.2008 kl. 13:15

14 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Ég er sammála þér,  þetta var hárrétt ákvörðun hjá flugstjóranum og hefur örugglega bjargað lífi mannsins.   

Hvað sem öðru líður þá vona ég að íslenskum flugfélögum gangi vel, sama hvað þau heita.

Þetta var flott ábending hjá þér.

Marinó Már Marinósson, 10.8.2008 kl. 13:39

15 Smámynd: Hrannar Baldursson

Jón Frímann: gætirðu vísað í þá grein sem þú talar um? Það má líka hafa það í huga að þó það sé samkvæmt lögum að bjarga fólki í neyð, lítum við á það sem hetjuverk þegar það er gert, eins og ef slökkviliðsmanni tækist að bjarga barni úr eldsvoða, eða lögreglumanni að handsama þjóf.

Óskar: Tek undir með þér, hvar er sú regla nákvæmlega sem segir að flugstjórinn eigi að gera það sem hann gerði?

Marínó: Takk

Guðmundur: Sjálfsagt rétt hjá þér. Enginn áhugi til að vinna meira saman þegar sambandinu hefur verið slitið.

Sigrún: Maður fer að velta fyrir sér hvað er frétt og hvað er ekki frétt. Hvort er merkilegri frétt: frásögn af atburði sem einfaldlega gerðist og engum tókst að afstýra, eða frásögn af atburði sem var afstýrt vegna góðra viðbragða?

Hrannar Baldursson, 10.8.2008 kl. 17:25

16 identicon

Það væri áhugavert að fá að vita (nákvæmlega) hvaða lagagrein eða grein reglugerðar kveður á um að flugstjórum beri að lenda ef farþegi sé alvarlega veikur. Gott að vita ef maður lendir í því að verða veikur í flugvél og þá að getað vísað í tiltekna grein.

Tilvísuð reglugerð fjallar aðallega um aðgerðir til að tryggja flugöryggi og vísar í Evrópureglugerðir sem eru t.d. um viðhaldsreglur og rekjanleika viðhalds flugvéla.

Pétur (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 16:33

17 Smámynd: Hrannar Baldursson

Athugasemd frá Jóni Frímanni eydd vegna dónalegra ummæla um aðra þátttakendur umræðunnar.

Hrannar Baldursson, 14.8.2008 kl. 08:04

18 Smámynd: Hrannar Baldursson

Orð Jóns Frímanns segja meira um hann sjálfa en þá sem hann beinir orðum sínum að, en ég hef útilokað hann frá frekari þátttöku á minni bloggsíðu vegna endurtekinnar ókurteisi.

Hrannar Baldursson, 14.8.2008 kl. 10:22

19 identicon

Var með tengdaforeldrana í heimsókn frá Danmörku og þá var fyrst tilkinnt um 8 tíma seinkun sem síðan reyndist verða 14 tíma seinkun á flugvél Iceland Express og ekki hægt að fá neinar upplýsingar um hvort hægt yrði einu sinni að fljúga þá fyrr en á síðustu stundu. Þau urðu að kaupa dýra síðustu mínútu buissness class miða hjá Flugleiðum til að geta verið viss um að komast yfirhöfuð þann daginn. Allan tíman var enginn fulltrúi Icelandexpress á Keflavíkurflugvelli. Engar tilkinningar til fólks. Starfmenn flugvallarins vissu ekki neitt og engin leið að ná í síma Iceland Expess. Það kemur fyrir að það verða seinkanir, en það er engan vegin í lagi að ekki sé hægt að fá neitt að vita um hvað maður fái fyrir flugmiðann sinn.

Héðinn Björnsson (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 12:06

20 Smámynd: Rebbi

Langar bara að koma því að að það lenda vélar ca 1 sinni í mánuði að meðaltali í Keflavík vegna þess að það er sjúklingur um borð, þ.e. vegna hjartaáfalls, astmakasts, ofnæmis og jafnvel dauða. Þetta eru hin ýmsu flugfélög sem eru að fljúga frá Evrópu til Ameríku og til baka sem þurfa að millilenda hér að neyðarástæðum. Þannig að auðvitað metur flugstjórinn hvað er best að gera í stöðunni hverju sinni. Í langflestum tilfellum lenda þeir á næsta tiltæka flugvelli ef að tilfellið er svona alvarlegt. Það er hægt að kalla flugstjórann hvað sem er en þeir ásamt flugmönnum og áhöfnum eru þjálfaðir til þess að takast á við svona lagað og þetta var það sem hann VARÐ að gera í þessu tilfelli

Skil heldur ekki þennan ríg milli Iceland Express og Icelandair.....  mér finnst bæði félögin standa sig vel en auðvitað eru sumir sem hafa lent í verri seinkunum en aðrir en þeir verða líka að átta sig á því að flugvélar geta bilað alveg eins og bílar og eins getur veðrið verið það vont að ekki er hægt að fljúga. Þessar seinkanir eru ekki viljandi gerðar en það mætti halda að sumir hér á undan haldi það. 

Elskið friðinn 

Rebbi, 18.9.2008 kl. 02:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband