10 aðferðir til að kveikja hugmyndir að bloggfærslum

 


 

Stundum langar mig til að blogga en veit ekki alveg um hvað. Það væri hægt að gefast upp strax og segjast bara vera stíflaður, geta ekki skrifað, en 'geta ekki' er ekki til í minni orðabók; þannig að ég hef fundið nokkrar leiðir til að finna mér efni sem gaman er að blogga um.

Sumir virðast einfaldlega afrita efni af öðrum síðum og breyta lítillega texta, en ég er ekki hrifinn af slíkum leiðum og tel þær engan veginn frjóar eða skemmtilegar, og ef eitthvað er, þá finnst mér þær fráhrindandi - og mæli því ekki með þeirri leið.

Mig langar einfaldlega að deila með lesendum mínum hvernig ég fer að, og í staðinn fæ ég kannski athugasemdir með hugmyndum sem mér hefur ekki dottið í hug.

 

Hér er það sem ég geri:

  1. Reyni að hafa alltaf kveikt á gagnrýnni hugsun þegar ég les fréttir eða önnur blogg
  2. Hlusta á fólkið í kringum mig
  3. Les bloggfærslur annarra um mál sem eru mér hugleikin
  4. Skrifa um eigin áhugamál
  5. Fer einn í göngutúr
  6. Skrifa niður hugmyndir hvar sem ég er staddur, hvenær sem er, ef mér dettur eitthvað í hug sem ég gæti viljað móta betur
  7. Fletti upp í bókum sem ég á uppi í hillu
  8. Horfi á bíómynd
  9. Skrái niður fordóma, galla og mannkosti í eigin fari og reyni að komast til botns í þeim
  10. Vafra um Netið og eigin huga þegar ég nenni ekki í göngutúr
 

Hvað gerir þú til að kveikja nýjar hugmyndir að bloggfærslum?

 

 

 Mynd: FreelanceSwitch

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég gæti frekar talið upp listann yfir það hvað ég geri ekki til að skrifa bloggfærslu, þar sem ég geri nefnilega ekki neitt til þess að skrifa.

Ég er svo vitlaus af og til, þarf helst að kaupa mér svona rassvasaskrifblokk ( tók mig einmitt meira en mínútu til að muna hvað orðið væri yfir þessa bók!). Því að oft koma svo geðveikar hugmyndir upp í hugann á mér og ég gleymi henni alltaf um leið og ég sest við tölvuna, þar sem ég vinn til 4 á daginn. Sit reyndar við tölvu mest allan vinnudaginn, en það er önnur saga!

Reyni samt alltaf að kreysta eitthvað skemmtilegt upp úr mér, líkt og að ná því sem eftir er úr útúrkreystri tannkremstúpu. Ég tala bara um það sem mér finnst skemmtilegt eða merkilegt, og reyni oftast að vera ógeðslega fyndin, en kem sjálfri mér mjög oft til að hlæja...

Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.8.2008 kl. 18:55

2 Smámynd: Ómar Ingi

Nr 8

Nokkrum sinnum á dag

Ómar Ingi, 8.8.2008 kl. 19:11

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta eru nú frábærar leiðbeiningar fyrir byrjendur eða þá sem ekki hafa fundið út hvernig þeir vilja bera sig að.  Stundum er stíflað og þá er nú kannski best að bíða smá þá kemur þetta fljótt. Stundum sest ég niður og sé frétt sem ég verð að fjalla um og þá allt í einu kemur eitthvað miklu meira og það er rosalega gott.  Við getum kallað þenna ramma þinn blogg 101.  Eigðu góða helgi 

Ásdís Sigurðardóttir, 8.8.2008 kl. 20:23

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þegar ég var nýbyrjuð að blogga, leið mér hálf illa ef ég gat ekki komið frá mér færslu a.m.k. annan hvern dag.  Tók síðan meðvitaða ákvörðun um að skrifa bara þegar mér fyndist ég hafa eitthvað að skrifa um.  Þessi listi þinn er samt  góður og ég er viss um að ég á eftir að nýta mér hann.  Takk.

Sigrún Jónsdóttir, 9.8.2008 kl. 01:01

5 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Þakka þér fyrir þessar hugleiðingar.  Ég get eiginlega tekið undir þær allar. Efst er mér þó í hugann hvernig hægt væri að vekja þjóðina til rökrænar kærleiksríkrar hugsunar um samfélagslega hagsmuni.

Guðbjörn Jónsson, 9.8.2008 kl. 01:42

6 Smámynd: Kristinn Jónsson

uhh, var að fatta þetta blog. hummhvernig segir maður þetta. jamm er þetta ekki leiðin. Hr kenari segðu til. kveðja

K

Kristinn Jónsson, 9.8.2008 kl. 06:06

7 Smámynd: Hrannar Baldursson

Róslín: Tannkremstúban fyllist með tíð og tíma. Ég er hrifinn af viðhorfum þínum.

Ómar: Einhvern veginn kemur þetta mér ekki mikið á óvart. 

Ásdís: Blogg 101 skal það heita.

Sigrún: Málið er að góðar hugmyndir detta ekki bara inn. Það þarf aðeins að leita eftir þeim líka. 

Guðbjörn: Takk sömuleiðis. Ætli maður verði ekki að byrja á sjálfum sér og vona að aðrir fylgi eftir?

Kristinn: Velkominn í hópinn. 

Hrannar Baldursson, 9.8.2008 kl. 10:42

8 Smámynd: Gulli litli

Blogga bara þegar ég nenni og þá kemur yfirleitt eitthvað..

Gulli litli, 9.8.2008 kl. 10:51

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef þetta nú eiginlega öðruvísi.  Það er meira svona myndrænt.  Þetta verð ég að sýna bloggvinum mínum hugsa ég og tek mynd.  Og síðan fæðist einhver texti við myndina.  Ef ég þarf að koma einhverju frá mér, sem skiptir máli, eða mér ofbýður.  Þá hugsa ég um það um tíma, móta það í huganum, hvernig ég vilji koma því á framfæri.  Og síðan kemur það einhvernveginn bara af sjálfu sér.  En ég vil alltaf sýna eitthvað þegar ég set inn blogg.  Segja fólki eitthvað sem snertir það.  Þó það sé bara út daglega lífinu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.8.2008 kl. 11:23

10 Smámynd: Ómar Ingi

Samt var þetta alveg óvart

Ómar Ingi, 9.8.2008 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband