Hvort heldur þú að sé auðveldara á Íslandi í dag: að vera karlkyns eða kvenkyns?

Hefur þú einhvern tíma óskað þess að vera af hinu kyninu?

 

(Og þá ekki af ástæðum sem hægt er að rekja til kynhvata).

 

Það er hægt að svara með því að smella á könnunina hérna til vinstri, eða með því að ræða málin í athugasemdum.

 

 

Mynd: National Museum of Health & Medicine


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Jafn erfitt og það er auðvelt.

Ómar Ingi, 18.7.2008 kl. 20:27

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Mig grunar að þetta sé svolítið viðkvæmt mál.

Hrannar Baldursson, 19.7.2008 kl. 01:16

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jamm og jæja...Anna góð! Hvort finnst þér betra venjulegt Cheerios eða Honey Nut Cheerios?  .. "jafn betra" ..

Þetta með konur og karla fer eftir í hvaða málum það er. Margir ungir strákar (meðalaldur um tvítugt) virðast vera í tilvistarkreppu og við erum að rækta tölvufíkla í stórum stíl - sérstaklega af karlkyni..  Varðandi konur þá held ég að það séu aðallega þessi launamál sem gera það að verkum að það sé verra að vera kvenkyns. Þ.e.a.s. þar sem eru kvennastéttir eru launin yfirleitt lægri.

Get ekki gefið einfalt svar við þessu og skila því séráliti.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.7.2008 kl. 07:42

4 identicon

Anna ef þú getur ekki gefið svar við því þá held ég að við hin getum alveg látið vera að rífast um það 

Gulli (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 10:16

5 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Þessu svarar heimilislæknirinn á augabragði. Það er áreiðanlega erfitt að vera kona á íslandi í dag. Það er meira álag á íslenskum konum en körlum, meiri kröfur, verkefni á mörgum vígstöðvum og meira basl. Ég sé ekki betur. Svo eru íslenkar konur óánægðari ef marka má það sem sagt er og skrifað. Sumar í miklum vanda og herjar á þær óánægjuvírus sem kynsystur þeirra framleiða í sífellu og breiða út. Skilaboð vírussins eru nokkar: "Finndu þann sem gerir þér lífið leitt", er ein útgáfan, önnur er: "Ekki þjóna neinum nema sjálfri þér." Margar fleiri eru til. Vírusarnir valda stöðugri tilvistarkreppu. Því miður er þetta afar útbreitt á Íslandi sérl. meðal yngri kynslóðar kvenna. Karlmenn eru samir við sig og kvarta lítið - en heilbrigður karl er ekki hress ef konum líður illa.

Þetta að ofan er félagssálfræðileg díagnósa í örtextaformi til hugleiðingar.

Guðmundur Pálsson, 19.7.2008 kl. 10:53

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Enn og aftur birtast hérna áhugaverðar pælingar.

Jóhanna segir að þetta fari eftir aðstæðum, en eru ekki einmitt aðstæður á Íslandi góðar fyrir konur jafnt sem karla? Eða í það minnsta betri en annars staðar í heiminum?

Guðmundur: þessi hugmynd um óánægjuvírusinn er nokkuð góð - er þetta eitthvað svipað og kreppuvírusinn sem gengur nú fjöllum hærra?

Hrannar Baldursson, 19.7.2008 kl. 11:35

7 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Sammála þér Hrannar. Það eru frábærar yrti aðstæður á Íslandi til að láta drauma sína rætast. "Vírusar" eru stuttar yrðingar ( stakar, oft óhugsaðar)  sem fara á milli manna, en falla að fyrri merkingarheimi. Þær berast sértaklega gegnum fjölmiðla. Maður tekur ekki endilega eftir þeim en þær breyta arkitektúrnum í hausnum á manni.

Ég kalla þá vírusa því þær "falla vel að", virðast réttar en eru rangar, valda hugarangri, minnimáttarkennd og leiða og þess háttar. Breyta tengslum mannsins við heiminn.

Guðmundur Pálsson, 19.7.2008 kl. 12:39

8 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ef fordómar eru vírusar, þá er spurning hvort að þeir séu líklegri til að taka á sig form kvefpestar, flensu, krabbameins eða alnæmi?

Sumir fordómar, eins og kynþáttafordómar og fordómar gagnvart útlendingum á Íslandi, eða gagnvart feitu fólki eða málhöltu, eru svona eins og krabbamein sem læknast ekki nema með meðferð, og fólk er ekki að leita sér meðferðar, og því grefur krabbameinið sig stöðugt dýpra inn. 

Svo lendir náttúrulega skynsamlegasta fólk í því að uppgötva að það hefur einhverja fordóma, og ef það beitir sér gegn þeim verða þeir jafn skaðlausir og kvefpest. En þeir eru allt í kring, stundum smitumst við og stundum ekki.

Þú ert snillingur Guðmundur, að koma með þessa afbragðs góðu líkingu. 

Hrannar Baldursson, 19.7.2008 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband