Ef lyf hefði verið þróað sem læknar gigtveiki hjá 1% þeirra sem taka það inn, ætti að setja lyfið á markað?

Það er ekki 100% öruggt að lyfið sé skaðlaust öðrum sem taka það. Til dæmis gæti það valdið þunglyndi.

Umræður óskast. (Ath. þetta er dæmi, en ekki raunverulegt tilfelli)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er væntanlega hægt að taka prufur og sýni o.þ.h. úr fólki til að finna út hvort lyfið hentar því, ekki satt? Þá væri þetta náttúrulega lyfseðilskylt að auki.

Bjarni Ben (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 18:34

2 Smámynd: Ómar Ingi

Já af hverju ekki enda þetta undir þeim komið sem eru þjakaðir af gigt og geta þá keypt sér þetta lyf og prófað hvort að það virki fyrir þau.

Það standa síðan utan á lyfseðilsskyldum lyfjum um allskonar

aukaverkanir

Ómar Ingi, 11.7.2008 kl. 18:43

3 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Já, hiklaust ef sjúkdómurinn er banvænn, t.d MND, AIDS, MS, krabbamein osf.  Sjúklingurinn á sjálfur að eiga valið.  Einnig að leyfa kannabisreykingar fyrir langt leidda krabbameinssjúklinga.  Er ekki fylgjandi kannabisreykingum, en fylgi samt Hannesi Hólmseteini og Milton Friedman, þs manneskjan á að hafa frelsi svo framalega sem hún skaði ekki aðra.....

Gigt getur auðvitað verið banvæn...

Gunnar Freyr Rúnarsson, 11.7.2008 kl. 19:01

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Lyfjaiðnaðurinn stjórnar lyfjamarkaðinum en ekki ríkisstjórnir, læknar eða sjúklingar eins og margir virðast halda. Lyfjafyrirtækin eru stofnuð til þess að skapa tekjur fyrir eigendur sína eins og önnur fyrirtæki. Það eru því viðskiptasjónarmið, sem stjórna þessum iðnaði eins og öðrum iðnaði. Lyfjafyrirtæki eru ekki hugsjónafélög. Það er öllum ljóst að vara, sem einungis gagnast 1% notenda er gagnslaus sem lyf þ.e. sem markaðsvara. Svona lyf verður því aldrei framleitt. Svona einfalt er nú það.       

Júlíus Valsson, 11.7.2008 kl. 20:13

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Áhugaverðar pælingar, sérstaklega það sem Júlíus segir um tengslin milli lyfja og iðnaðar, að það séu fyrst og fremst viðskiptasjónarmið sem ráða hvort að lyf fari á markað eða ekki.

Segjum að til sé sjúkdómur sem herjar á 0,05% mannkyns. Það er lögð mikil áhersla á að rannsaka hann og finna upp lyf gegn honum, og ef það tekst, þá er spurning hvort að hægt sé að markaðssetja lyfið. Það sama á náttúrulega við um lyf sem virkar gegn hættulegum sjúkdómi á aðeins brot af heildinni - þau eru ekki hagkvæm. Þó að veruleikinn sé hugsanlega þannig í dag, er það veruleiki sem við sættum okkur við? 

Getum við kannski ekkert breytt? Er iðnaður og viðskipti orðið það stórt og magnað kerfi að einstaklingurinn á sér ekki lengur viðreisnar von þegar kemur að skuldadögum?

Gunnar: hvað ef lyfið skaðar framleiðendur þess fjárhagslega? Er það nægileg ástæða til að kippa því af markaði?

Ómar: Þú ert að hugsa um heim sem gott væri að lifa í, hugsanlega.

Bjarni: Hugsanlega, en er endilega hægt að sjá fyrir áhrif með því að taka sýni úr þeim sem fá lyfið, án þess að vera búin að hugsa út í hver einustu mögulegu hliðaráhrif?

Hrannar Baldursson, 11.7.2008 kl. 20:32

6 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Engin spurning, þ.e. ef gengið er út frá liðagigtinni sem hrjáir um 1-2% manna. Sjúkdómurinn mjög sársaukafullur og veldur smám saman örkuml og þar með örorku. Birtist oft á unga aldri. Ævilöng meðferð fylgir sjúkdómnum og tekur óratíma og fjölmargar lyftilraunir  til að finna rétta lyfið og meðferð fyrir hvern og einn. Síkt er kostnaðarsamt fyrir samfélagið en auk þessa myndu sparast innlagnir á sjúkrahús, notkun hjálpartækja og önnur úrræði.  Ennfremur myndi trúlega draga úr sjúkdómum sem koma í kjölfarið á gigtinni, bæði líkamlegum og andlegum s.s þunglyndi.

Þó lyfið verki einungis á um 1% þeirra með sjúkdóminn erum við samt að tala um mikinn fjölda manna. Reynist lyfið virka er réttlætanlegt að markaðssetja það því það myndi hindra frekari þróun sjúkdómsins og þar með auka líkur á því að einstaklingarnir geti tekið virkan þátt í því þjóðfélagi sem þeir búa í. Samfélagsleg áhrif því óneitanlega all okkur enda viðkomandi lengur á vinnumarkaðinum og þarf færri úrræði.

Meðferðin myndi bæta gæði lífsins og einnig árum við lífið. Því er engin spurning í mínum huga, það á að markaðsetja lyfið. Til að sporna gegn skaðlegum áhrifum á aðra einstaklinga þarf  virkt eftirlit og einungis ávísa lyfið á þá sem það er ætlað

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 11.7.2008 kl. 21:02

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Hrannar.

Svar mitt er NEI, við þessari spurningu.

Ég álít að við séum að vissu leyti undirseld ofuráhrifum  skammtíma tæknilausna í formi lyfjaausturs sem aftur koma sem per mikið magn viðbótarheilbrigðisvandamála í fangið á okkur aftur.

því miður.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.7.2008 kl. 01:32

8 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ansi er þetta köld afstaða hjá G.Maríu, einhvern veginn finnst mér það ekki vera vel hugsað - eða hvað? Í öllu falli lítil þekking á sjúkdómnum g áhrifum hans. Mér finnst vanta tillögur á móti hjá henni, þ.e. hvað telur hún geta komið í staðinn fyrir lyf fyrir þennan sjúklingahóp?

Áhyggjuefni er afstaða FF er hin sama og G. Maríu 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 12.7.2008 kl. 20:26

9 identicon

Svo er möguleiki á að lyfið yrði ekki markaðssett heldur annað hvort sett á undanþágulista eða jafnvel bara gefið inni á spítala eins og nýlegt dæmi um lyf sem á að hjálpa MS sjúklingum. Þessi lyf kosta þjóðfélagið mikla peninga, jafnvel hundruðir þúsunda hver skammtur.

nafnlaus (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 21:44

10 Smámynd: Júlíus Valsson

Því má við bæta að það er mjög hæpið að læknar myndu ávísa slíku lyfi, sem hefði bætandi áhrif í svo fáum tilvikum. Það myndi ekki samrýmast siðareglum.

Júlíus Valsson, 13.7.2008 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband