Stjórnmálaheimspeki og keila

Í gærmorgun lásum við úr Politics eftir Aristóteles og fjölluðum um hvernig samfélög verða til, og um stjórnskipun, hvort að stjórnmálamenn væru líklegri til að stela og ljúga til að ná völdum, eða fara heiðarlegu leiðina. Unglingarnir sögðu að auðveldari leiðin væri skemmtilegri og þar sem að sjaldan kemst upp um lygar og stuld stjórnmálamanna, væri sú leið betri. Samt sé hún slæm.

Við ræddum um ólíkar gerðir stjórnskipunar og komumst að þeirri niðurstöðu að Bandaríkin væru Oligarchy, eða auðmannaveldi, þar sem auðmenn virðast stöðugt halda í spottana og kippa í stjórnmálamenn öðru hverju til að þeir hagi sér eftir óskum þeirra. Sams konar stjórnskipun virðist ríkja á Íslandi í dag.

Um kvöldið fórum við svo í keilu, þar sem ég skoraði heil 121 stig, þrátt fyrir að ég stundi keilu reglulega: einu sinni á ári.

Ég þakka lesendum fyrir að benda á skemmtileg lög til að hlusta á. Ég mun halda áfram að kynna stutt tónlistarbrot, og ekki kæmi mér á óvart þó að ég spilaði fyrir þau eitthvað íslenskt og gott.

Ég fann ekki sænska Eurovision lagið Húbba húlla á YouTube. Veit einhver hvað það heitir í raun?

Sjá blogg nemenda hérna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Auðmannaveldi .. það er eflaust rétt hjá þér. Til hamingju með framgönguna í keilunni. Hef ekki hugmynd hvað Húbba húlla lagið heitir í raun!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.6.2008 kl. 05:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband