Hverjar eru hinar 7 venjur áhrifaríkra einstaklinga?

Í dag lauk ég lestri hinnar hörkugóðu bókar: "The 7 Habits of Highly Effective People," eftir Stephen R. Covey. Ég fékk heilmikið út úr henni, en hún er stútfull af heilbrigðri skynsemi um hversdagsleg málefni, sem hægt er að yfirfæra á hvernig maður vinnur sín störf, hefur samskipti við annað fólk, og gefur vísbendingar um leiðir sem hægt er að fara til að láta gott af sér leiða.

Þetta er einstaklega skemmtilegur lestur. Dæmin eru skýr og lifandi, og vekja mann til umhugsunar. Textinn er fullur af leiftrandi húmor og aðstæðum sem maður kannast alltof vel við, og sér í nýju ljósi eftir pælingar Covey. 

Áður en fjallað er um venjurnar sjö lýsir Covey undirstöðuatriðum sem þarf að framfylgja til að skapa sér slíkar venjur. En undirstaðan er sú að vera heilsteyptur og heiðarlegur einstaklingur, sem er einnig sveigjanlegur og tilbúinn til að læra nýja hluti.

Næsti hluti bókarinnar fjallar um persónulega sigra, sem tengjast því hvernig maður vinnur sig upp úr því ástandi að þurfa sífellt að treysta á aðra til að koma hlutunum í verk, og kemst síðan á stig þar sem þú getur treyst á sjálfan þig til þess, og leiða þig að mikilvægasta stiginu, sem fjallað er um í næsta hluta, en það er þegar þú getur treyst á aðra og aðrir geta treyst á þig. Venjurnar sem fjallað er um í þessum kafla eru:

Venja 1: Sýndu frumkvæði

Venja 2: Byrjaðu með markmið í huga

Venja 3: Forgangsraðaðu


Þriðji hluti bókarinnar fjallar um opinbera sigra sem leiða til gagnkvæms og trausts samstarfs: 

Venja 4: Hugsaðu um sigur fyrir allra

Venja 5: Reyndu fyrst að skilja, reyndu síðan að gera þig skiljanlega(n)

Venja 6: Bættu samstarfið

Síðasti hlutinn fjallar svo um það hvernig maður bætir sjálfan sig með aukinni þjálfun og menntun:

Venja 7: Brýndu vopnin

stephen-covey-7-habits%20of%20highly%20effective%20people

Mig langar pæla í þessum sjö venjum næstu daga, og blogga um þær, eina í einu. Þannig get ég kannski deilt með lesendum mínum því sem mér fannst lærdómsríkt við þessa bók.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna

Gott efni og áhugavert.  Mun lesa pælingarnar.  Takk fyrir góða pistla

Anna, 2.4.2008 kl. 23:47

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir þetta

Hrannar Baldursson, 3.4.2008 kl. 00:10

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Hljómar vel, takk fyrir kynninguna

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 3.4.2008 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband