Nýjustu færslur
- Af hverju krefjast raunveruleg góðverk alltaf áreynslu?
- Um líkama og sál - Í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Bald...
- Hrós til þjónustuborðs Costco
- Hætturnar sem felast í fáfræði
- Mistök og það sem við getum lært af þeim
- Heimspeki í morgunmat: að byrja hvern dag með krefjandi spurn...
- Af hverju trúum við stundum blekkingum frekar en því sanna?
- Meðan bærinn okkar brennur
- Ekki er allt gull sem glóir, en samt veljum við það
- Ofurkraftar okkar
Des. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2024
2023
2021
2020
2019
2018
2017
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Gætir þú hugsað þér að búa í gámi?
26.3.2008 | 19:48
Fyrir nokkrum vikum ræddi ég við félaga minn um ástandið á íslenska húsnæðismarkaðnum. Hann er verkfræðingur og nýkominn heim úr meistaranámi. Við vorum að velta fyrir okkur yfir hádegismatnum hvernig ungt fólk færi að í dag, þegar það kemur heim úr námi og þarf að koma þaki yfir höfuðið.
Hann sagði mér að útilokað væri fyrir hann að kaupa sér íbúð, til þess er fyrsta útborgun of há. Einnig leist honum ekkert á að festa sig í lánaskuldbindingar næstu 40 árin. Annar kostur var að leigja 90 fermetra íbúð á kr. 160.000,- á mánuði, sem er svipað og grunnskólakennari með mastersgráðu í fullu starfi fær útborgað í mánaðarlaun. Það er líka mjög dýrt fyrir verkfræðing.
Hann sagði mér að nokkrir félagar hans hafi rætt af fullri alvöru að búa til nýtt hverfi þar sem öll hús væru gámar. Málið er að gámar eru vel einangraðir og hægt að setja upp fín loftræstikerfi í þeim. Þar að auki er hægt að raða þeim hverjum ofan á annan, og jafnvel hanna einfalt skolp, rafmagns- og vatnsveitukerfi.
Hugmyndin fékk hljómgrunn við borðið.
Nú er svo komið að einhverjir einstaklingar á Íslandi hafa framkvæmt þetta. Þeir búa í gámi og borga sjálfsagt eigandanum einhverja lágmarks leigu, en þetta þýðir að þessir einstaklingar geta safnað einhverju af þeim peningum sem þeir eignast, í stað þess að borga alltof háa leigu þar sem leigumarkaðurinn á Íslandi er virkilega dýr, eða borga fjármúgur í vexti bankalána á hverjum mánuði þar sem höfuðstóllinn minnkar ekki, heldur breiðist stöðugt út eins og krabbamein.
Eftir að hafa átt þessar samræður dettur mér ekki í hug að fordæma þetta fólk við Bergstaðarstræti, manneskjuna sem á gáminn, eða yfirvöld í Reykjavík. Þetta er ástand sem við höfum búið til. Þetta eru fyrstu merkin um afleiðingarnar á óeðlilegum hækkunum á húsnæðisverði, og ég spái því að við eigum eftir að sjá meira af sambærilegum hlutum í framtíðinni,jafnvel heilt bæjarfélag byggt á gámum, eins og þegar fyrirfinnst í Lundúnum.
Það er byrjað að selja gámaheimili úti í hinum stóra heimi, sem þurfa ekki að vera slæmur kostur miðað við húsbyggingarkostnað í dag. Kannski er framtíðin ekki í sementi, heldur í gámum?
Þátturinn hér fyrir neðan gæti opnað huga þinn um ágæti heimilisgáma.
Búa í gámi í miðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:24 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 778031
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- AK-72
- ThoR-E
- Agnar Freyr Helgason
- Alfreð Símonarson
- Alvy Singer
- Anna
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Berglind Steinsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Dís
- Birna Guðmundsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Sæmundsson
- Björgvin Gunnarsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- Blogblaster
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bwahahaha...
- Börkur Gunnarsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Dofri Hermannsson
- Edda Sveinsdóttir
- Einar Indriðason
- Einar Jón
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Sara
- Eymar Plédel Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fararstjórinn
- FreedomFries
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Gulli litli
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Sverrir Þór
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Erla Sumarliðadóttir
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Foster Hjartarson
- Gísli Tryggvason
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Karlsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Viðar
- Heidi Strand
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Johnny Bravo
- Jonni
- Jóhann Björnsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón V Viðarsson
- Jón Viktor Gunnarsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jón Þór Ólafsson
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Karl Tómasson
- Katan
- Ketill Sigurjónsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
- Kolbrún Hilmars
- Konráð Ragnarsson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Hreinsson
- Kristján Kristjánsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Leikhópurinn Lotta
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magidapokus
- Magnús Árni Magnússon
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Kristjánsdóttir
- Millablog
- Neddi
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Kristinsson
- Ragnar Gunnarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Ransu
- Rut Sumarliðadóttir
- Róbert Björnsson
- Rúnar Már Bragason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skafti Elíasson
- Skák.is
- Snorri Bergz
- Snuddi
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Steinki
- Steinn Hafliðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Arnarsson
- Sverrir Stormsker
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Helgason
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig
- TARA
- Toshiki Toma
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tómas Þráinsson
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Víðir Ragnarsson
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- kiza
- mongoqueen
- Ásgerður
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Arnórsson
- Óskar Þorkelsson
- Óttar Felix Hauksson
- ÖSSI
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þröstur Helgason
- Þröstur Unnar
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórdís Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Agný
- Ari Jósepsson
- Árni Karl Ellertsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarki Þór
- Davíð Pálsson
- Dominus Sanctus.
- DÓNAS
- ESB og almannahagur
- Eygló
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- G Helga Ingadottir
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Eiríksson
- Guðni Karl Harðarson
- Hafþór Baldvinsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Hörður Halldórsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jónatan Gíslason
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lúðvík Lúðvíksson
- Marta B Helgadóttir
- Morgunblaðið
- Omnivore
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Styrmir Reynisson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sævar Már Gústavsson
- Sölvi Breiðfjörð
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valur Arnarson
- Vestarr Lúðvíksson
Athugasemdir
sælir,
Gámar voru notaðir í Vestmannaeyjum eftir gos. Þeir voru settir saman á langvegin (tveir stórir á hvorn enda og einn minni í miðju), einangraðir og mjög auðvelt var að leggja allar lagnir inn fyrir einangrun. Þessir gámar voru í notkun í 20 ár eftir að gosi lauk!
kv. Hafliði
Hafliði Ingason (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 23:17
Búa ekki margi í gámum ?
Bara í steypugámum
Ómar Ingi, 27.3.2008 kl. 00:24
Ég bjó í einum slíkum í Vm forðum daga sem og föðurbróðir þínum
Kölluðust því fína nafni; telescope hús. Ágætlega innréttaðir en erfitt að halda meindýrum fyrir utan þá, man ég, Hver veit nema að þetta sé hin rétta lausn í dag?
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 27.3.2008 kl. 00:30
Fjölskyldan mín bjó í gámahúsi í fáein ár eftir gos eða þar til faðir minn gerði ættarsetrið fokhelt. :)
Ég man ekkert eftir þeim tíma sem við bjuggum þarna en af myndum virðist þetta hafa verið ágætasti íverustaður og vistlegur þeim sem lögðu sig fram við að gera híbýli sitt fallegt.
Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 01:14
Gámar eru notaðir í dag sem viðbót við gistirými, hreinlætisaðstaða við tjaldstæði og fl. Ég kom inní svona hreinslætisaðstöðu og þetta var mjög snyrtilegt. Það eru heilu hjólhýsahverfin í sumum löndum en þetta hentaði kannski okkar veðráttu betur að hafa gámahús. Manni finnst orðið "gámur" eitthvað ekki freistandi tilhugsun um heimili. Fólk gerir svo sem ýmislegt til að bjarga sér. - En um miðbæinn þá er hann að verða ansi subbulegur og það þarf einhver að bretta upp ermarnar til að snúa við þeirri óheillaþróun sem þar er farin að stinga í augun.
Anna, 27.3.2008 kl. 08:08
Flott hugleiðing.
Steingerður Steinarsdóttir, 27.3.2008 kl. 09:20
Ég vissi ekki um gámabyggð Eyjamanna. Stórmerkilegt! Kærar þakkir fyrir góðar athugasemdir!
Hrannar Baldursson, 27.3.2008 kl. 13:05
Eins og þú veist þá erum við Eyjamenn frumkvöðlar á mörgum sviðum
Hafliði Ingason (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 16:37
Þetta er þekkt víða um heiminn, m.a. hér í Kanada en sumstaðar, sérstaklega á Vesturströndinn hefur húsnæðisverð farið nokkuð úr böndunum hér.
Sjá Hér, hér og hér
Svo má heldur ekki gleyma "trailers", sem eru í raun ekkert nema inntréttaðir gámar, en gjarna þó ekki jafn sterkbyggðir.
G. Tómas Gunnarsson, 28.3.2008 kl. 01:18
Það er ennþá búið í nokkrum svona gámahúsum í Vestmannaeyjum.
Vigfús Eyjólfsson (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 09:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.