30 óljós svör við spurningunni: "Hvað er virðing?"

Print3

Undanfarna daga hef ég verið að velta fyrir mér virðingu og spáð í það hvort að við berum nógu mikla virðingu fyrir náunganum og náunginn fyrir okkur. Ég hef sérstaklega verið að hugsa um virðingu milli kynslóða, stétta og þjóða.

Berum við jafn mikla virðingu fyrir öðrum á Íslandi í dag og við eigum að venjast?

Ég hef verið að velta fyrir mér hvort að virðing sé kennd í leikskólum og grunnskólum, framhaldsskólum, háskólum og á vinnustöðum, og hvort að yfirleitt sé mögulegt að kenna virðingu.

Maður heyrir aldrei of mikið af visku og pælir aldrei of lítið í hlutum eins og gagnkvæmri virðingu.

Gerðu svo vel. Njóttu! 

 

 Virðing


"Það er ekki nóg að eiga virðingu skilið til að vera virtur af öðrum." Alfred Nobel

 

 

"Það er líklega enginn heiður meiri en sá að öðlast virðingu félaga þinna." Cary Grant

 

 

"Þeir einir eru virðingarverðir sem virða aðra." (Ralph Waldo Emerson)

 

 

"Ef þú berð virðing fyrir fólki eins og það er, þá geturðu gert meira gagn í að hjálpa þeim að bæta sig." (John W. Gardner)

 

 

"Ég verð að virða skoðanir annarra þó að ég sé þeim ósammála." (Herbert Henry Lehman)

 

 

"Síðan hvenær er snilld virðingarverð?" (Elizabeth Barrett Browning)

 

 

"Ég ber of mikla virðingu fyrir hugmyndinni um Guð til að gera hana ábyrga fyrir þessum fáránlega heimi. (Georges Duhamel)

 

 

"Maður skal hafa sem reglu að bera virðingu fyrir almenningsálitinu svo framarlega sem að það kemur í veg fyrir að maður svelti í hel eða verði kastað í steininn, en allt fyrir utan það er viljandi undirgefni ónauðsynlegs ógnvalds, og er líklegt til að trufla leitina að hamingjunni á margvíslegan hátt." (Bertrand Russell)

 

 

"Ég hata fórnarlömb sem bera virðingu fyrir böðlum sínum." (Jean-Paul Sartre)

 

 

"Berð þú enga virðingu fyrir stað, manneskjum eða tíma?" (William Shakespeare)

 

 

"Því meira sem maður skammast sín, því virðingarverðari er hann." (George Bernard Shaw)

 

 

"Ef fólk ætlar að bera virðingu vegna manneskjunnar sjálfrar, þarf það að hætta að bera virðingu vegna þess sem manneskjurnar eiga." (J.P. Taylor)

 

 

"En hvað ég virti þig mikils þegar þú þorðir að segja mér sannleikann!" (Anthony Trollope)

 

 

"Einungis þeir sem lifa verðskulda virðingu, hinir dauðu verðskulda sannleikann." (Voltaire).

 

 

"Enginn ber virðingu fyrir mér." (Rodney Dangerfield)

 

 

"Ef þú hefur tíu þúsund reglugerðir tapast virðingin fyrir lögunum." (Winston Churchill)

 

 

"Sambönd af öllum toga eru eins og sand sem þú heldur í hendi þinni. Haltu laust og með opinni hendi og sandurinn liggur áfram þar sem hann er. Þegar þú lokar hendinni og kreistir fast til að halda í sandinn, þá rennur hann milli fingra þinna. Þú getur haldið í eitthvað af honum, en mest af honum fer. Sambönd eru þannig. Haltu laust, með virðingu og frelsi, og sambandi er líklegt til að vera heilt. En haldir þú of fast, af of mikilli eigingirni, þá rennur sambandið út í sandinn og er týnt." (NN)

 

 

"Þegar þú ert sáttur við að vera einfaldlega þú sjálfur og berð þig ekki saman við aðra og keppir ekki, þá munu allir bera virðingu fyrir þér." (Lao Tzu) 

 

 

"Jafnt á meðal einstaklinga sem og þjóða, þá er virðing fyrir rétti annars fólks friður." (Benito Juarez)

 

 

"Vinur hættir við áætlanir sínar þegar þú ert í vanda, fagnar með þér í sigrum þínum, er dapur þegar þér líður illa. Vinur hvetur þig til að láta drauma þína rætast og gefur ráð - en þegar þú fylgir þeim ekki, ber hann samt virðingu fyrir þér og elskar þig." (NN) 

 

 

"Ég ber virðingu fyrir þeim manni sem kann að stafsetja orð á fleiri en einn hátt." (Mark Twain).

 


"Án virðingar, hvað er það sem greinir menn frá skepnum?" (Confusius)

 


"Þegar fólk ber ekki virðingu fyrir okkur móðgumst við hrikalega, en samt ber engin manneskja mikla virðingu fyrir sjálfri sér!" (Mark Twain)

 

 

"Ekkert er fyrirlitlegra en virðing sem sprottin er af ótta." (Albert Camus)

 

 

“Ef við eigum að bera virðingu fyrir trúarbrögðum annarra eins og við viljum að þeir beri virðingu fyrir okkar, er það heilög skylda okkar að fræðast um trúarbrögð heimsins á vingjarnlegum nótum.” (Mahatma Gandhi)

 

 

"Ég vil vera mjög nálægt einhverjum sem ég virði og lofa, og ég vil hafa einhvern nálægt mér sem hefur sömu tilfinningu gagnvart mér." (Richard Bach)

 

 

"Enginn innri styrkur, engin ytri virðing." (Kashmiri spakmæli)

 

 

"Umhugsunarlaus virðing fyrir yfirvaldinu er versti óvinur sannleikans." (Albert Einstein)

 

 

"Ást og virðing fylgja ekki leiðtogastöðum sjálfkrafa. Það verður að vinna fyrir þeim." (NN)

 

 

"Að hlæja oft og mikið; að öðlast virðingu fólks með góða greind, og kærleika frá börnum... að skilja við heiminn í betra ástandi en þegar þú komst inn í hann... að vita að þó ekki nema eitt líf hafi andað rólegar vegna þess að þú lifðir. Það er að hafa náð árangri."  (Ralph Waldo Emerson)

Baby%20Feet

 

Myndir: Wikipedia.org og fleiri. Hægt er að finna upprunalega slóð allra mynda með því að hægrismella á þær og velja properties. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Góð spurning og við henni eru væntanlega mörg svör eins og við erum mörg og ólík.

Ómar Ingi, 20.3.2008 kl. 23:40

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

"Ef þú hefur tíu þúsund reglugerðir tapast virðingin fyrir lögunum." (Winston Churchill)

Ég féll algörlega fyrir þessari kannski vegna þess að ég er mikill aðdáandi Wnston Chucill. Snilldarleg samantekt af tilvitnunum sem þú hefur tekið saman hér að ofan!

Virðing, heiður og æra er nokkuð sem þyrfti að vera meira til umfjöllunar og kannski setja sem skyldunámsefni í skólana okkar svo þessir mikilvægu eiginleikar þurkist ekki út í æ meiri firringu í er hægt og sígandi að ná tökum á þjóðfégainu og fer ekki í manngreinarálit. Takk fyrir fróðleikinn! 

 

Óskar Arnórsson, 21.3.2008 kl. 02:30

3 identicon

Ótrúlega flott samantekt af snillingum sem tala um virðingu, féll sérstaklega fyrir þessum orðum...

Að hlæja oft og mikið; að öðlast virðingu fólks með góða greind, og kærleika frá börnum... að skilja við heiminn í betra ástandi en þegar þú komst inn í hann... að vita að þó ekki nema eitt líf hafi andað rólegar vegna þess að þú lifðir. Það er að hafa náð árangri."  (Ralph Waldo Emerson)

Bara snilld, takk fyrir þetta.

Jóa Breiðfjörð (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 10:05

4 Smámynd: Skafti Elíasson

Virðing er svo mismunandi fyrir fólki eins og kemur glöggt fram þarna.  Addi Einsteinungur fannst mér með flottustu setninguna þarna.

Takk fyrir samtíninginn þetta er flott.

Skafti Elíasson, 21.3.2008 kl. 11:10

5 Smámynd: Landfari

Góð samantekt. Greip mig líka þessi sem Óskar nefnir og einnig mikið til í uppáhaldinu hans Skfta.

Landfari, 21.3.2008 kl. 12:51

6 Smámynd: Beturvitringur

Vildi að ég hefði gert þetta sjálf. Takk fyrir framtakið, þú ert virðingarverður.

Beturvitringur, 21.3.2008 kl. 13:31

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Frábær lesning

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.3.2008 kl. 01:22

8 Smámynd: Hrannar Baldursson

Óskar, ég er sammála þér að siðfræði ætti að vera námsefni í skólum. Ég lærði í USA sérstaklega til að koma slíkri þekkingu til skila heim á Íslandi, en hef síðan ekki efni á að vera kennari.

Og takk fyrir athugasemdirnar.  

Hrannar Baldursson, 23.3.2008 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband