Stardust (2007) ****
10.3.2008 | 22:06
Tristan Thorn (Charlie Cox) er yfir sig ástfanginn af Victoria (Sienna Miller), stúlku sem er ekki jafn merkileg og hún telur sig vera. Ţegar ţau sjá stjörnuhrap býđst Tristan til ađ sćkja stjörnuna og fćra henni ađ gjöf, en til ţess ţarf hann ađ fara yfir vegginn.
Veggurinn er ţađ sem skilur ađ hinn hversdagslega veruleika og heim galdra og ćvintýra. Ţađ er bannađ ađ ferđast á milli ţessara tveggja heima, en hann er varinn af öldungi sem er afbragđs bardagalistamađur (David Kelly). Fađir Tristans, Dunstan (Nathaniel Parker) komst upp međ ađ flakka yfir vegginn níu mánuđum áđur en Tristan fćddist, en ţađ sem hann veit ekki er ađ móđir hans er bćđi ambátt og prinsessa úr ćvintýraheiminum (Kate Magowan) og hann sjálfur ţar af leiđandi prins og hugsanlegur erfingi krúnunnar.
En kóngur ríkisins (Peter O'Toole) er slóttugur og grimmur. Hann á sjö syni og eina dóttur. Ţessi dóttir er móđir Tristan, en hún hefur veriđ ţrćll nornar í nokkra áratugi. Prinsarnir berjast hins vegar um völdin og eru frekar duglegir ađ drepa hvern annan, ţannig ađ ţađ styttist fljótt í ađ Tristan verđi eini erfinginn sem eftir er. Kóngurinn gefur frá sér gimstein rétt áđur en hann dregur síđasta andann og segir ađ sá af konunglegu blóđi sem nái honum verđi nćsti konungur.
Ţessi steinn flýgur svo út úr höllinni, upp í himinninn og rekst á stjörnu sem hrapar međ honum til jarđar. Prinsinn Septimus (Mark Strong) leggur strax af stađ til ađ ná gimsteininum. Ţessi stjarna er stúlka (Claire Danes) sem ţrjár illar nornir girnast til ađ framlengja eigin ungdóm og endurhlađa galdrakraftana. Nornin Larnia (Michelle Pfeiffer) fer í leiđangur til ađ hafa uppi á stjörnunni og skera úr henni hjartađ međ sérstökum fórnarhníf.
Tristan er hins vegar fyrstur til ađ finna stjörnuna, handsamar hana og ćtlar ađ gefa hana sinni heittelskuđu. Viđ tekur fjölbreytt ćvintýri ţar sem sköpunargleđi höfunda fá ađ njóta sín fram á síđustu sekúndu myndarinnar, en inn í söguna fléttast einhyrningur, sveitastrákur sem breytist í geit og síđan kynbombu sem hann verđur sjálfur hrifinn af, og ekki má gleyma samkynhneigđa sjórćningjaskipstjóranum Shakespeare (Robert De Niro) sem ţykist vera grimmur og vondur, orđsporsins vegna, en er síđan hiđ vćnsta skinn, sem reyndar er heillađur af kjólum.
Stardust er međ skemmtilegri ćvintýramyndum sem ég hef séđ. Ţađ er létt yfir henni eins og The Princess Bride, og alls ekki jafn ţung og The Lord of the Rings. Höfundur upprunalegu sögunnar, Neil Gaiman, er einn skemmtilegasti ćvintýrahöfundur dagsins, en hann er snillingur í ađ blanda saman gömlum minnum. Hćst ber ađ nefna teiknimyndasögur hans Sandman, en ţćr fjalla um draum og öll hans ćvintýri međ mannkyninu frá ţví ađ fyrsta manneskjan dreymdi draum. Gaiman skrifađi einnig handritiđ ađ Beowulf (2007) sem var ađ mínu mati einstaklega vel heppnuđ, ţó ađ hún sé vissulega fersk og frumleg sýn á fornu ljóđi.
The Princess Bride kom út áriđ 1987 og ţótti sérstaklega vel heppnuđ rómantísk ćvintýramynd. 20 árum seinna kemur Stardust út og minnir óneitanlega á The Princess Bride. Hvort tveggja eru sögur um galdra, sjórćningja, prinsa, prinsessur og sanna ást. Í bćđi skiptin er sögumađurinn virtur leikari, í The Princess Bride var ţađ Peter Falk, í Stardust er ţađ sjálfur Gandálfur, Ian McKellan.
Sýnishorn úr Stardust:
Flokkur: Kvikmyndir | Facebook
Athugasemdir
100% SAMmála
Ómar Ingi, 10.3.2008 kl. 22:15
Takk fyrir ţetta. Ég er einmitt mikill ađdáandi bókarinnar og var varla ađ leggja í myndina en ég hugsa ađ ég geri ţađ núna
Gerđa M (IP-tala skráđ) 10.3.2008 kl. 23:03
Alveg sammála. Ţetta er frábćr mynd :-)
Kristján Kristjánsson, 10.3.2008 kl. 23:18
Ég hlakka svo til ađ sjá ţessa.
Steingerđur Steinarsdóttir, 11.3.2008 kl. 09:54
Sá ţessa mynd í gćr og var stórhrifin! Algjörlega sammála ţér.
Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir, 11.3.2008 kl. 11:32
Sá ţessa mynd fyrir nokkru og mynd er frábćrt
Ég er ekki búin ađ lesa bókina, enda vissi ég ekki ađ bók er til
Renata, 11.3.2008 kl. 16:06
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.