Óskarsverðlaunum lokið

Ég er mjög ánægður með sæta sigra No Country for Old Men. Ég hafði ekki þorað að veðja á að hún yrði valin sem besta mynd ársins, af því að oftast verða þær útundan. Það var bara greinilega engin spurning þetta árið. Frábær kvikmynd sem ljóst er að maður verður að sjá aftur.

Spá mín hitti ekki alveg í mark. Til dæmis giskaði ég rangt á þær konur sem unnu til verðlauna, en mér fannst Tilda Swinton ekki sýna neinn stórleik í Michael Clayton, og hef ekki séð La Vie en Rose um Edith Pfiafh. Annars hafði ég tilfinningu fyrir öllum öðrum myndum sem unnu til verðlauna í þessum 10 flokkum sem ég tók fyrir.


Don Hugur: 60% rétt.

Don Hjarta:  60 % rétt.

Spá: 50% rétt. 

 Sigurvegari
 Don HugurDon HjartaSpá
Besta teiknimyndin
 
Bestu tæknibrellurnar     
Besta frumsamda handrit
    
Besta handrit byggt á áður útgefnu efni     
Besta leikkona í aukahlutverki
    
Besti leikari í aukahlutverki
    
Besta leikkona í aðalhlutverki
    
Besti leikari í aðalhlutverki    
Besta leikstjórn

  
 Besta kvikmynd
    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

En þetta var nú virkilega gaman allt saman.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.2.2008 kl. 20:25

2 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

NCFOM átti verðlaunin skilið ... alveg hreint mögnuð mynd frá þessum ótrúlegu bræðrum.

Pálmi Gunnarsson, 25.2.2008 kl. 21:39

3 identicon

skil þig ekki alveg. Þær hverjar verða vanalega útundan?

Hrannar Magnússon (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 12:14

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Nafni: þetta var svolítið illa orðað hjá mér, en ég er að meina að sú mynd sem er sú besta það árið er yfirleitt ekki valin sem besta mynd ársins. Takk fyrir athugasemdinga.

Hrannar Baldursson, 26.2.2008 kl. 12:47

5 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég hef enga af þessum myndum séð enn en hef hugsað mér að vinda bráðan bug á og bæta úr þerri yfirsjón.

Steingerður Steinarsdóttir, 29.2.2008 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband