Nýjustu færslur
- Um líkama og sál - Í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Bald...
- Hrós til þjónustuborðs Costco
- Hætturnar sem felast í fáfræði
- Mistök og það sem við getum lært af þeim
- Heimspeki í morgunmat: að byrja hvern dag með krefjandi spurn...
- Af hverju trúum við stundum blekkingum frekar en því sanna?
- Meðan bærinn okkar brennur
- Ekki er allt gull sem glóir, en samt veljum við það
- Ofurkraftar okkar
- Hvernig veljum við hvort við verðum góðar eða slæmar manneskjur?
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Eldri færslur
2024
2023
2021
2020
2019
2018
2017
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spaugstofan og siðferðisþroski
29.1.2008 | 17:43
Eftir að Spaugstofumenn birtust með háði og spotti á laugardagskvöldið hafa fjölmargir þyrlað ryki yfir almenning og í augu hans með því að átelja grínarana fyrir lágkúrulega árás á Ólaf borgarstjóra og geðsjúka, en gleymt því að ráðamenn hafa sýnt þegnum sínum enn verri lítilsvirðingu, og það í verki. Stutt er að minnast á dómararáðningamálið, þar sem farið var eftir lögum en gegn anda laganna, þar sem sitjandi dómsmálaráðherra sýndi því miður lágan siðferðisþroska með slökum rökstuðningi fyrir ákvörðun sem var byggð á duttlungum og pólitík.
Enn styttra er að minnast á yfirtöku sjálfstæðismanna á borginni með Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson og Ólaf flokklausa en þar nýtti fólk rétt sinn til friðsamlegra mótmæla með því að mótmæla fjandsamlegri yfirtöku á sjálfri Reykjavíkurborg, en áður hafði Vilhjálmur hrökklast frá völdum eftir eigin mistök og sýnt að hann valdi ekki starfinu. Þá var reynt að þyrla ryki í augu almennings og yfir hann með að gagnrýna fólkið sem mætti á palla til að mótmæla harkalega því óréttlæti sem það hefur upplifað síðustu daga. Það er þeirra réttur, og geta ekki kallast óspektir þar sem enginn framdi eða hótaði ofbeldisverkum.
Að mínu mati er öll gagnrýni á siðgæðisvitund Spaugstofumanna marklaus, þar sem Spaugstofumenn hafa engin völd í þjóðfélaginu önnur en að kitla hláturtaugar okkar þegar vel tekst til, hið svokallaða fimmta vald. Við vitum vel að það er engin nauðsyn að taka þá alvarlega og að hver og hvað sem er getur orðið að skotmarki þeirra. Það að geðsjúkdómar séu orðið eitthvað tabú í dag réttlætir enn frekar að Spaugstofumenn taki slíka sjúkdóma fyrir, enda eiga geðsjúkdómar ekki að vera neitt tabú - menn eiga ekki að þurfa að skammast sín fyrir þá.
Ef Spaugstofumenn halda nú rétt á spöðunum ættu þeir að geta gert úr þessu klassískt efni, því að nú mun öll þjóðin fylgjast með þeim á næsta laugardegi, og þora þeir vonandi að ganga jafnlangt og Monty Python gerði forðum daga á BBC, og í stað þess að draga sig til baka og biðjast afsökunar, hæðast að landanum með meiri krafti en nokkru sinni fyrr.
Svo get ég ekki annað hrósað gömlum skólafélaga úr Breiðholtinu Erlendi Eiríkssyni, sem túlkaði Ólaf snilldarlega í þessum þætti.
Flokkur: Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 18:57 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 777735
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- AK-72
- ThoR-E
- Agnar Freyr Helgason
- Alfreð Símonarson
- Alvy Singer
- Anna
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Berglind Steinsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Dís
- Birna Guðmundsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Sæmundsson
- Björgvin Gunnarsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- Blogblaster
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bwahahaha...
- Börkur Gunnarsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Dofri Hermannsson
- Edda Sveinsdóttir
- Einar Indriðason
- Einar Jón
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Sara
- Eymar Plédel Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fararstjórinn
- FreedomFries
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Gulli litli
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Sverrir Þór
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Erla Sumarliðadóttir
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Foster Hjartarson
- Gísli Tryggvason
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Karlsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Viðar
- Heidi Strand
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Johnny Bravo
- Jonni
- Jóhann Björnsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón V Viðarsson
- Jón Viktor Gunnarsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jón Þór Ólafsson
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Karl Tómasson
- Katan
- Ketill Sigurjónsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
- Kolbrún Hilmars
- Konráð Ragnarsson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Hreinsson
- Kristján Kristjánsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Leikhópurinn Lotta
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magidapokus
- Magnús Árni Magnússon
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Kristjánsdóttir
- Millablog
- Neddi
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Kristinsson
- Ragnar Gunnarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Ransu
- Rut Sumarliðadóttir
- Róbert Björnsson
- Rúnar Már Bragason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skafti Elíasson
- Skák.is
- Snorri Bergz
- Snuddi
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Steinki
- Steinn Hafliðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Arnarsson
- Sverrir Stormsker
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Helgason
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig
- TARA
- Toshiki Toma
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tómas Þráinsson
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Víðir Ragnarsson
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- kiza
- mongoqueen
- Ásgerður
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Arnórsson
- Óskar Þorkelsson
- Óttar Felix Hauksson
- ÖSSI
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þröstur Helgason
- Þröstur Unnar
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórdís Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Agný
- Ari Jósepsson
- Árni Karl Ellertsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarki Þór
- Davíð Pálsson
- Dominus Sanctus.
- DÓNAS
- ESB og almannahagur
- Eygló
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- G Helga Ingadottir
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Eiríksson
- Guðni Karl Harðarson
- Hafþór Baldvinsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Hörður Halldórsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jónatan Gíslason
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lúðvík Lúðvíksson
- Marta B Helgadóttir
- Morgunblaðið
- Omnivore
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Styrmir Reynisson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sævar Már Gústavsson
- Sölvi Breiðfjörð
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valur Arnarson
- Vestarr Lúðvíksson
Athugasemdir
Var þetta ekki bara Geðveikt fyrir þá hafa húmor fyrir Spaugstofunni á annað borð!.
Sá þetta ekki og hef engan áhuga á ekki af því að enhver var móðgaður eða ekki móðgaður heldur bara vegna þess að þessir herramenn hafa ekki verið fyndnir í ansi mörg ár.
En þeir hafa getað sýnt fram á áhorf gaman verður að sjá hvort að það breytist með rafrænum skoðunakönnunum sem væntanlegar eru.
Ómar Ingi, 29.1.2008 kl. 20:12
Þetta er það sem ég er alltaf að benda á:
Heill her af talsmönnum valdaræningjanna í borginni er búinn að fylla nánast bloggsvæði mbl.is af hneykslunargreinum um óþroskaða menntaskólanema og nærgöngula grínista, til þess eins að aðalatriðið komist ekki að:
Valdarán Sjálfstæðisflokks og Ólafs F. í borginni með svikum, lygum og bellibrögðum.
Theódór Norðkvist, 29.1.2008 kl. 20:37
Mér fannst þetta nú bara eins og meðal góð spaugstofa, horfi oftast enda orðin fimmtug og þetta er ávani. Mér finnst ekkert ljótt við þetta grín, maður hefur nú séð ýmislegt.
Ásdís Sigurðardóttir, 29.1.2008 kl. 21:28
Ómar. Ef þú horfðir ekki og ert þ.a.l. ekki bær að meta fyndni þessa þáttar
Brjánn Guðjónsson, 29.1.2008 kl. 21:53
ég er þér nú bara alveg sammála, hrannar. jebbs, ekki orð um það meir.
arnar valgeirsson, 29.1.2008 kl. 23:04
Alveg sammála. Og Spaugstofumenn eru toppmenn!
Guðrún Markúsdóttir, 29.1.2008 kl. 23:32
Góður pistill og spaugstofan var GEÐveikt fyndinn um síðustu helgi og vonandi verður hún það næstu helgi og lengur.
Sævar Einarsson, 30.1.2008 kl. 00:30
Ég get sagt það 6527 sinnum að þetta er flottur pistill hjá þér Hrannar. - skák og mát!
Svanur Sigurbjörnsson, 30.1.2008 kl. 01:34
Þeir sem vaða yfir folk a skítugum skónum verða bara að sætta sig við að fá á sig slettur.Ólafur er þar engin undantekning.
Valdemar (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 12:41
Geðveiki má lækna en heimska er ólæknandi
Gulli litli, 30.1.2008 kl. 14:12
Gagnrýnendur spaugstofu gríns eru hræsnarar
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 30.1.2008 kl. 16:18
... ég ætla að leyfa mér að vera sammála því að þessar árásir á Spaugstofuna finnst mér ansi langt sóttar - af þeim sem nenna að sækja það á annað borð.
Gísli Hjálmar , 30.1.2008 kl. 16:33
Gaman að fá svona margar athugasemdir. Takk fyrir það!
Hrannar Baldursson, 30.1.2008 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.