Fræðilegar vísbendingar um hætturnar á bakvið RÍTALÍN þegar um ofneyslu er að ræða

Vegna mikils álags á öðrum vígstöðum hefur það tekið mig töluverðan tíma að næla mér í mínútur hér og mínútur þar til að leita eftir heimildum um skaðsemi rítalíns og annarra ofvirkniklyfja. Ég er á þeirri skoðun að þessi lyf séu skyndilausn á vanda sem ekki er hægt að leysa í skyndi, þar sem heilbrigðum börnum á Íslandi virðist gefið rítalín til að róa þau niður. Það kemur hins vegar í ljós að rítalín hefur öfug áhrif á heilbrigða einstaklinga.

 

Ég lofa í fyrirsögn að benda á fræðilegar vísbendingar, og nota ekki hugtakið 'sannanir' þar sem samkvæmt mínum skilningi á vísindum sanna þau aldrei neitt endanlega, heldur eru sífellt tilbúin til að rannsaka hlutina nánar. Þegar sagt er að eitthvað sé 'vísindalega sannað', þá fyrst þarf maður að fara að gát og athuga hvað 'sönnuðinum' hefur yfirsést.

 

Af hverju tel ég miklar líkur á að um ofneyslu sé að ræða á Íslandi? Tölurnar segja að rúm 20% íslenskra barna séu á rítalíni, á meðan eðlileg tíðni ofvirkni sé 5-10%. Þetta er marktæk skekkja.

 

Ástæðan fyrir þessari grein má finna í athugasemdum greinanna

14 atriði sem þú vissir ekki um RÍTALÍN og OFVIRKNI af því þú nenntir aldrei að pæla í þessum málum

og

Leyndardómurinn að baki velgengni ofvirknislyfja (methylphenidate) eða réttlæting nytjahyggjunnar

þar sem ég var beðinn um heimildir fyrir skoðunum mínum. Ég tel þetta mikilvægt mál og þetta réttláta kröfu, og ákvað því að verða við henni. Þar sem að ég er áhugamaður um þessi mál í mínum frístundum, hef ég í lestri mínum ekki skráð á nákvæman hátt allar þær ritgerðir sem ég hef lesið um, né eigin reynslu. Nú skal bæta það.

 

Ég biðst forláts á að hafa ekki þýtt greinarbrotin yfir á íslensku, en það hefði einfaldlega kostað mig enn meiri tíma og vinnu sem þýtt hefði með annríki mínu að greinin hefði ekki birst fyrr en eftir áramót. Það finnst mér of langur tími.

 

Reyndar er ég ekki alveg menntunarlaus um þessi mál, þar sem að ég hef meistaragráðu í menntunar- og kennslufræðum, þar sem meðal annars er farið í rannsóknir á slíkum málum, auk víðtækrar reynslu af kennslu á barna-, unglinga og fullorðinsstigi.

 

En nú að ósk Kristínar:
 

Mætti ég biðja þig um að bæta inn í pistil þinn hvaðan heimildir þínar koma, þar sem kemur fram að þú ert hvorki læknis- né sálfræðimenntaður, fyrir þessu:

"... því að ofvirkniklyf hafa áhrif á þær heilamyndir sem skannaðar eru eftir að lyf hafa verið tekin. Hins vegar geta þessi ofvirkniklyf verið stórhættuleg þeim sem eru ekki ofvirkir og fá lyfin samt.

Læknisfræðilegt viðmið er að í hverju samfélagi séu um 5-10% barna ofvirk. Á Íslandi hafa sums staðar 44,8% drengja verið greindir ofvirkir og algengt er að 25,1% barna séu greind ofvirk að meðaltali á Íslandi. Þetta eru óeðlilega háar tölur sem krefjast viðbragða." (Kristín Kristjánsdóttir)

children-jump1a

Það flokkast sem nákvæm vinnubrögð að geta áreiðanlegra heimilda, en þar sem ég leit á grein mína fyrst og fremst sem bloggfærslu um eigin skoðanir hafði ég engar áhyggjur af því.

 

Ég þekki raunveruleg tilfelli þar sem fólk er með athyglisbrest, sjúkdóminn athyglisbrest (sem má líka kalla röskunina athyglisbrest - sem er algjört aukaatriði) - og um það fólk er allt önnur saga. Ég get samþykkt að þeir einstaklingar sem eru sannarlega með athyglisbrest fari í lyfjameðferð, og jafnvel þó að sönnunin sé ekki 100% örugg, en þá verður meðferðin sem fylgir að vera vönduð og vel fylgst með af fagmanni.

 

Greinarkornin sem hér fyrir neðan gefa sterklega til kynna að ofvirkniklyf byggð á metýlfen séu ávanabindandi og hættuleg sé ekki farið varlega með þau. Einnig er gerð skýr grein fyrir því að fræðingar og vísindamenn eru þessa dagana sífellt að átta sig á fleiri hættum tengdu þessum efnum.

 

Kristín gagnrýndi að ég skyldi ekki svara öllum athugasemdum fyrri færslu minnar. Ég hef lesið þær allar með góðri athygli, og meðtekið þær þó að ég hafi ekki náð að svara þeim öllum. Mér finnst þetta einfaldlega mjög áhugavert efni.

Ég þarf að sjá sterkari gögn sem sýna fram á greiningu viðkomandi með geðröskun eins og ofvirkni til að geta samþykkt geðlyfjagjöf. Geðlyfjagjöf er þægileg lausn og hagkvæm, en ég tel hana vera byggða á siðferðilegum forsendum sem ég er ekki sáttur við.

 

Hvort er réttlætanlegt að segja: "Ég gef barninu þínu rítalín því það eru ekki til næg gögn sem mæla gegn því og um skaðsemi þess," eða "Ég gef barni þínu ekki rítalín því gögn um afleiðingar þess eru ekki nægjanlegar." Athugið að þessi gögn eiga eftir að verða til, rétt eins og gögn um drykkju og reykingar. Við erum bara komin í næsta samþykkta dóp fyrst sígaretturnar eru hættar að virka.

 

Sú skoðun, að það sé í lagi að sumir skaðist varanlega til að heildin stórgræði, finnst mér ekki réttlætanleg. Skaðinn gæti verið eitthvað sakleysislegt eins og hæfni til skapandi hugsunar eða grafalvarlegur eins og fíkn á geðlyfjum, síaukinn pirringur og jafnvel ofskynjanir.



Ég undirstrika lykilsetningar.


Heimildir fyrir ofgreiningu á ofvirkni og ofneyslu rítalíns á Íslandi:

 

"Læknisfræðilegt viðmið er að í hverju samfélagi séu um 5-10% barna ofvirk. Á Íslandi hafa sums staðar 44,8% drengja verið greindir ofvirkir og algengt er að 25,1% barna séu greind ofvirk að meðaltali á Íslandi. Þetta eru óeðlilega háar tölur sem krefjast viðbragða." (HB)

 

Úr Læknablaðinu, 12. tbl. 93. árg. 2007:

 

"Niðurstöður: Algengi metýlfenídatnotkunar meðal barna (0-18 ára) á Íslandi hækkaði úr 0,2%0 árið 1989 í 25,1 %0 árið 2006. Notkun var að jafnaði þrisvar sinnum algengari meðal drengja en stúlkna. Algengið var árið 2006 hæst við 10 ára aldur (drengir 77,4 %0, stúlkur 24,3%0). Meðalársalgengi metýlfenídatnotkunar 2004 til 2006 var hæst meðal drengja á Suðurnesjum (44,80%0) og stúlkna á Norðurlandi vestra (17,06%0) en lægst á Vestfjörðum (drengir 23,44%0, stúlkur 8,06%0). Notkun stuttverkandi metýlfenídats minnkaði frá árinu 2003 (18,7%0) til ársins 2006 (6,8%0) en notkun langverkandi metýlfenídats jókst úr 14,4%0 í 24,6%0. Barnalæknar ávísuðu oftast lækna metýlfenídatlyfjum, 41% af heildarfjölda ávísana árið 2006." (Helga Zoëga aðferðafræðingur, Gísli Baldursson barna- og unglingageðlæknir, Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir.)

 

Og heimildir fyrir "... því að ofvirkniklyf hafa áhrif á þær heilamyndir sem skannaðar eru eftir að lyf hafa verið tekin. Hins vegar geta þessi ofvirkniklyf verið stórhættuleg þeim sem eru ekki ofvirkir og fá lyfin samt." (HB)

 

Um það að rítalín geti haft varanlegar breytingar á heilann, úr Reuters frétt frá 12. nóvember, 2001.

 

"When the active dose (of Ritalin) has worked its way through the system, they consider it 'all gone.' Our research with gene expression in an animal model suggests that it has the potential for causing long-lasting changes in brain cell structure and function." (Fred A Baughman Jr. læknir)

 

Þetta þýðir að þó breytingar á heila séu ekki strax mælanlegar, þá geta breytingar átt sér stað á genastigi yfir lengri tíma. Þessar breytingar gætu komið í ljós á fullorðinsárum, elliárum eða jafnvel í afkvæmum.

 

Um hættuna sem getur fylgt ofvirknilyfjum, sérstaklega þegar þau eru tekin í of stórum skömmtum:

 

Úr Australian and New Zealand Journal of Psychiatry, Volume 34, Issue 4, Page 645-650, August 2000.

 

"The clinical and experimental data justify the use of chronic low-dose stimulant treatment of ADHD in adults, with the recommended upper limit of dose being 1 mg/kg for methylphenidate and 0.5 mg/kg for dexamphetamine. There is no empirical evidence of greater improvement with higher doses and any beneficial effect is likely to be compromised by the adverse effects, some of which can be very serious. The recommended doses should be exceeded only after careful consideration and objective documentation of beneficial and adverse consequences. Monitoring of drug levels in blood may be of some value for compliance or pharmacokinetic considerations, as there is a direct relationship between blood and brain levels as well as dopamine transporter occupancy. These recommendations are tentative and further clinical research is warranted." (Perminder S. Sachdev, Julian N. Trollor (2000))

Glæný rannsóknarskýrsla um ávanabindandi áhrif ofvirknilyfja

 

Úr Biochemical Pharmacology, Volume 75, issue 1, January 2008, Pages 196-217

 

"Psychostimulants are a broadly defined class of drugs that stimulate the central and peripheral nervous systems as their primary pharmacological effect. The abuse liability of psychostimulants is well established and represents a significant public health concern. An extensive literature documents the critical importance of monoamines (dopamine, serotonin and norepinephrine) in the behavioral pharmacology and addictive properties of psychostimulants. In particular, the dopamine transporter plays a primary role in the reinforcing and behavioral-stimulant effects of psychostimulants in animals and humans... " (Leonard L. Howell og Heather L. Kimmel)

 

Þeir Howell og Kimmel vísa í rannsókn sem birtist í American Journal of Addictions, þar sem sannað er að rítalín sé misnotað af unglingum, þó ekki í sama mæli og þegar um önnur sterkari eiturlyf er að ræða.

 

Innskot: Methamphetamine er ekki það sama og Methylphenidate (sem er notað í rítalín). Aftur á móti er methamphetamine hægt að nota við óvirkni þegar methylphenidate verldur sjúklingi of miklum aukaverkunum. Það væri áhugavert að rannsaka af frekari dýpt sambandið á milli þessara tveggja lyfja.

 

Úr American Journal on Addictions, Volume 13, issue 4, January 2004, Pages 381-389

 

"The prevalence of methylphenidate and dextroamphetamine misuse and abuse was examined in 450 adolescents referred for substance abuse treatment. Twenty three percent reported nonmedical use of these substances and six percent were diagnosed as methylphenidate or dextroamphetamine abusers. Abuse was more common in individuals who were out of school and had an eating disorder. Methylphenidate and dextroamphetamine abuse appears to be much less common than abuse of most other substances. It does occur, however, and parents and schools need to exert greater control over the dispensing of these medications.
 
Physicians are advised to prescribe non-stimulant medications (eg, bupropion) when treating attention deficit hyperactivity disorder in substance-abusing individuals." (Robert J. Williams, Leslie A. Goodale, Michele A. Shay-Fiddler, Susan P. Gloster, Samuel Y. Chang.

 

Um hugsanleg varanleg áhrif sterkari ofvirkniklyfja en rítalíns (Methamphetamine) á heilastarfsemi. Miðað við að notkun á ofvirkniklyfjum breyti heilastarfsemi, segir það sig sjálft að ekki sömu niðurstöður fást út úr heilaskönnun sem er gerð fyrir og eftir lyfjaneyslu.

 

Úr Neurocognitive Effects of Methamphetamine: A Critical Review and Meta-analysis, Neuropsychology Review, Október, 2007.

 

"It is unknown whether the changes in brain structure and function evident in persons with methamphetamine (MA) dependence are reversible. Large-scale outcome studies that have followed MA users over longer periods of time (i.e., years) do not exist, and therefore we do not know if any or all of the brain changes will remit with prolonged abstinence." (Scott, Woods, Matt, Meyer, Heaton, Atkinson, Grant).

 

Ég hef leyft mér að efast um eigin skoðanir, en í stað þess að þær verði staðreyndum að bráð sem hrekja þær, rekst ég stöðugt á það að grunur minn um hættur rítalíns er studdur nokkuð vel af vísindamönnum, þó að dæmin séu vissulega fá í dag. En er ekki eitt dæmi í sjálfu sér nóg til að sýna fram á að ofvirkniklyf geti verið hættuleg og sérstaklega þegar neysla þeirra er komin fram úr öllu hófi á landsvísu?

 

Tekið skal fram að ég hef rætt við einn íslenskan og einn erlendan sálfræðing sem hafa verið að vinna við og eru að vinna í málefnum tengdum ofvirkni. Það hefur komið mér á óvart og verið mér hvatning hversu innilega þeir hafa tekið undir það sem ég hef að segja um þessi mál. Ég kann þeim bestu þakkir fyrir, og sérstaklega HK fyrir allt lesefnið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Aldeilis mikil grein hjá þér.  Mitt mottó er "því minni lyf því betra" en maður verður stundum að gefa þeim séns en hvert mál skal skoðast vel að mínu mati.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.12.2007 kl. 22:50

2 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Þakka þér fyrir mjög áhugaverða grein og vísun í heimildir.

Soffía Sigurðardóttir, 18.12.2007 kl. 23:17

3 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Nú eru vísbendingar að ýmsir fæðuþættir hafi áhrif á einbeitingu svo sem matarlitur (var í fréttum nýlega). Einnig hafa borist fréttir af því að lýsi og ýmis fæðubótarefni geti haft góð áhrif á einbeitingu og þannig mætti sjálfsagt telja eitthvað áfram þó vísindaleg vissa um áhrif á hegðun sé ekki til staðar í þeim mæli sem ofvirknilyfin bjóða upp á. Matarofnæmi af einhverri gerð er einnig talið geta haft áhrif á þetta og mataræðið skiptir máli. Próteinneysla t.d. neysla kjöts er t.d. talin hafa góð áhrif. Það er trúlega hægt að fara ýmsar leiðir áður en gripið er til lyfjanna.  Einnig þyrfti að huga að tómstundum þessara barna, þ.e. finna hvar áhugasvið þeirra liggur og hjálpa þeim áleiðis að finna sig í þeim eins og gerlegt er. Einnig getur verið að annar félagslegur eða sálrænn vandi steðji að börnunum og þau fái ekki nógu öflugan stuðning að heiman. Það er því auðvelt að sjá af hverju samfélagið fellst á að fara einföldu leiðina þó svo hún sé vörðuð sífellt fleiri efasemdum um heildarútkomu. Lyfjanotkun og lyfjainntaka er að verða svo stór þáttur í daglegu lífi margra að hugsandi menn hljóta að staldra við og spyrja áleitinna spurninga.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 18.12.2007 kl. 23:22

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Rétt hjá þér Einar, og einmitt þess vegna skrifaði ég þessa klausu í greinina:

Ég þekki raunveruleg tilfelli þar sem fólk er með athyglisbrest, sjúkdóminn athyglisbrest (sem má líka kalla röskunina athyglisbrest - sem er algjört aukaatriði) - og um það fólk er allt önnur saga. Ég get samþykkt að þeir einstaklingar sem eru sannarlega með athyglisbrest fari í lyfjameðferð, og jafnvel þó að sönnunin sé ekki 100% örugg, en þá verður meðferðin sem fylgir að vera vönduð og vel fylgst með af fagmanni.

Ragnar, hárrétt að athuga fæðuna, bæði þá sem viðkomandi er á við þær aðstæður sem hann þykir ofvirkur, og finna fæðu sem gæti haft styrkjandi áhrif. 

Takk Ásdís og Soffía. Það er náttúrulega engin ein rétt leið til að ala upp barn.  En auðveldasta og fjölfarnasta leiðin í dag sýnist mér einfaldlega röng fyrir alltof marga einstaklinga.

Hrannar Baldursson, 19.12.2007 kl. 10:28

5 identicon

Hvað ef, og þetta er stórt EF, vandamálið er ekki börnin? Hvað ef að þau eru að bregðast við einhverju í umhverfinu sem að við erum ekki að sjá eða að skilja þar sem að við erum svo upptekin að því að leita að vandamálum í börnunum? Hvað ef að vandamálið er hugmyndafræðin og skilgreiningarnar?

Það er náttúrulega miklu erfiðara vandamál að eiga við, ekki hægt að gefa pillur við því, en mikið væri gott að opna fyrir aðra möguleika en að það sé eitthvað að börnunum. Þá væri kannski möguleiki á því að leysa vandann, (sem augljóslega er ekki að lagast með lyfjum). 

But I digress, komin framúr sjálfri mér :-)

Linda (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 11:16

6 identicon

Hmmm?

Hér er nokkuð til í nokkru, er sjálfur með ADHD og hef verið að taka lyf (amfetamín) sem að hjálpa mér alveg gífurlega og reyndar er það þannig að ég væri ekki í námi í dag ef að ég hefði þau ekki.

Hitt er svo annað að ég er nokkuð á því að

a) Lyfjagjöfin verður að vera "hæfileg"

b) Fyrir börn mætti kannski byrja á að prófa "náttúrulegar" aðferðir áður en að gripið er til öflugri meðala. Einhverjar tilraunir hafa verið gerðar með viss form af zinki og omega 3 til að nefna eitthvað.

Sjálfur kýs ég að stýra lyfjagjöfinni þannig að ég tek lyfið ekki inn á skólatíma út vikuna og sætti mig við þá litlu athygli og þolinmæði sem að mér hefur verið skömmtuð, en fer síðan yfir námsefnið um helgar og tek þá inn lyfið.

Þessi aðferð lágmarkar bæði notkun og þolmyndun yfir önnina og kemur satt að segja alveg stórkostlega út hvað námsárangur varðar.

Þá verð ég að segja að ég er nokkuð sammála því að gera þyrfti samanburð á Methylamfetamíni og öðrum ofvirknilyfjum(örvandi).

Mín reynsla af því er sú að það er bæði "mýkra" hvað varðar áhrif og fráhrif ásamt því að þolast betur hvað aukaverkanir varðar, þá hefur það lengri virkni en t.d. það amfetamín sem að er á markaði hér (D-L amfetamín) og er öflugra í smærri skömmtum hvað stimuleringu varðar. Þá eru dextroafbrigði þessarra lyfja (dexamfetamín, dextromethylamfetamín) einnig með hnitmiðaðri verkun en það sem hér er á markaði og er reyndar óskiljanlegt að ekki skuli boðið upp á það besta í þessum lyfjaflokki finnst að verið er að bjóða upp á hann á annað borð.

Kv: G.Þ. 

Guðmundur Þórarinsson (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 16:12

7 Smámynd: Snorri Bergz

Úff Hrannar, ég nennti ekki að lesa þetta. Gætirðu ekki skaffað mér ritalín svo ég hressist og komist í gegnum þessa ritgerð hjá þér kallinn! 



Ok, án gríns, gott framtak hjá þér.

Snorri Bergz, 19.12.2007 kl. 19:17

8 identicon

Ég er einn af þremur höfundum greinarinnar sem þú vitnar til í Læknablaðinu.

Þú ferð rangt með niðurstöður okkar um það hversu mörg börn nota methylfenydat hér a landi. Og það er ekki nein smáskekkja!!! Þú segir 10 x fleiri börn nota lyfið en fram kemur í grein okkar. Þú er að ruglastá prósentum og prómillum. Það eru 25,1 barn af þusudi sem nota lyfið eða 2,5 % en ekki 25%. Þú hefur reyndar það til afsökunar að prómill táknið prentast undarlega í vefútgáfunni (eðlilega í pappirsútgáfunni).

Því miður hefur sumt annað í frásögn þinni bólgnað á hliðstæðan hátt. Vísa fróðleiksfúsum á tvær nýlegar fréttir á vef landlæknisembættisins um þessi mál (www.landlaeknir.is)

Matthías Halldórsson, aðstoðarlandlæknir

Matthías Halldórsson (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 22:23

9 Smámynd: Hrannar Baldursson

Matthías: Ég sé að þetta er rétt hjá þér, að um prómill er að ræða en ekki prósentur, en það var reyndar ómögulegt að lesa það út úr skýrslunni eins og hún birtist á netinu. Mér léttir að heyra að notkun rítalíns sé í takmarkaðri mæli en ég upphaflega hélt. 2,5% notkun er í samræmi við það sem eðlilegt þykir. En þó að eitt atriði í þessari rannsókn minni hafi verið rangt, sem leiða má til mistaka í netútgáfu hjá Læknablaðinu, þýðir það ekki að öll önnur atriði séu það.  Mér þætti vænt um ef þú bentir á af meiri nákvæmni hvað það er sem þú telur vera rangt með farið. Hverjum hefði dottið í hug að %0 þýddi prómill? Rétta táknið er ‰. Þakka annars kærlega fyrir leiðréttinguna.

Spassky:  Gott að vita að barninu þínu líður betur, og að þú sért sátt. 

Snorri: Takk

Guðmundur: Þakka fyrir áhugavert innlegg

Hallgerður: Ég hafði svo sannarlega erindi sem erfiði, því grundvallarmisskilningur sem ég lagði út frá um rítalínnotkun á Íslandi var rangur. Mér léttir mikið við það. Þetta sýnir og sannar að hægt er að fræðast með blogginu um mikilvæg málefni, nokkuð sem ég hafði dregið í efa sjálfur. Engu að síður trúi ég að misnotkun á efninu sé varhugaverð fyrir þá sem eru rangt greindir, og eru ekki ofvirkir í raun, og að fylgjast verði vandlega með notkun þess af sérfræðingi.

Hrannar Baldursson, 19.12.2007 kl. 22:54

10 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég vil endurbirta frétt eftir Matthías á vefsíðu Landlæknisembættis, sem ég hafði ekki séð áður og er mjög ánægður með:

"Vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrests með ofvirkni (ADHD)

Landlæknisembættið hefur gefið út vinnureglur við greiningu og meðferð athyglisbrests með ofvirkni (ADHD), en höfundar þeirra eru Gísli Baldursson, barna- og unglingageðlæknir, Páll Magnússon yfirsálfræðingur, H. Magnús Haraldsson, sérfræðingur í geðlækningum fullorðinna, og Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir.

Um er að ræða 30 blaðsíðna rit, þar sem farið er ítarlega yfir helstu atriði er varða þessa algengu röskun, bæði meðal barna og fullorðinna. Ritið styðst við fjölda heimilda. Verklagsreglurnar eru aðlagðar íslenskum aðstæðum.

Afar mikilvægt er að vel sé staðið að greiningu og meðferð þessarar röskunar. Á síðustu árum hafa komið fram forðalyf, sem eru auðveldari í notkun en þau lyf sem áður voru notuð og eru síður misnotuð en Ritalín. Eftir sem áður mega foreldrar sitja undir fordómum og ásökunum þeirra sem oft hafa litla þekkingu á efninu, enda þótt rannsóknir sýni að þessi lyf hafi góð áhrif á kjarnaeinkenni ADHD og séu í mörgum tilvikum forsenda annarrar meðferðar, sem þó er einnig mikilvæg. Flestir þekktustu vísindamenn á þessu sviði hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu á ensku. ADHD félagið hefur látið þýða þessa yfirlýsingu á íslensku.

(Matthías Halldórsson) aðstoðarlandlæknir 

Ég vil taka fram að ég efast ekki um að sum börn þurfi á lyfjum að halda til að takast á við ofvirkni. Einnig er rangt að taka út eitt atriði, eins og að foreldrar hafi lítinn tíma fyrir börn sín í íslensku nútímaþjóðfélagi, og fagna því að komnir séu út greiningarstaðlar til að vinna betur í þessum málum hér á landi. Það kemur fram að farið sé að nota önnur og hættuminni lyf en Rítalín á Íslandi, svokölluð forðalyf. Ég leyfi mér að spyrja hvaða lyf þetta eru nákvæmlega og af hverju þau þykja hættuminni en Rítalín (Rítalín þótti ekki hættulegt fyrir nokkrum árum). Allra mikilvægust þykir mér seinasta málsgreinin, sem gefur skýra mynd af vísindalegri þekkingu, og skynsamlegt að málum sé þannig háttað:

"Mikilvægt er að meðhöndlun sé ávallt í samræmi við bestu þekkingu á hverjum tíma. Verklagsreglurnar eru því ekki endanlegar, heldur verður þeim breytt í samræmi við þá þekkingu sem fram kann að koma."

Ég tel afar mikilvægt að þessi mál séu skoðuð frá sem flestum sjónarhornum, og er ekki sammála því að umræða um þetta af þeim sem fylgjast með utanfrá sé af hinu slæma. Þær skoðanir sem koma þar fram, og einnig þær sem birtast í athugasemdum gefa nokkuð skýra mynd af hug fólks til málefnisins. Og þannig verður umræðan gagnleg. Það er aftur á móti afar slæmt þegar fréttamennska gefur ranga mynd af þessum málum án þess að gefa öðrum sjónarmiðum tækifæri á að koma fram. Það er líka slæmt þegar einstaka aðilum er kennt um hvernig ástandið er, eins og foreldrum eða lyfjafyrirtækjum.

Annars þakka ég þátttakendum, lesendum og þeim sem gerðu athugasemdir, kærlega fyrir komuna á blogghornið mitt. Ég er afar sáttur við útkomuna og er sjálfur mun fróðari um athyglisbrest og lyfjagjöf við röskuninni (eða sjúkdómnum) en ég var, og verð því tilbúinn til að fara enn dýpra næst þegar áhuginn grípur mig.  

Ég reikna með að lesa yfir hið nýja Vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrests með ofvirkni (ADHD), en get þó ekki lofað bloggfærslu um það. 

Hrannar Baldursson, 19.12.2007 kl. 23:29

11 identicon

Það er gott að sjá að allavegna einhverjir læknar eru virkir í þessum umræðum, því vissulega koma oft fram stórkarlalegar staðhæfingar fram hjá leikmönnum í þessum efnum. Engu að síður er framsetning Hrannars sérlega málefnaleg, spurul, og opin, þrátt fyrir afskaplega meinlega tölfræðivillu. Það sem mér finnst hinsvegar miður, er að oft er reynt að þagga gagnrýnisraddir með skírskotun til þolenda og aðstandenda. Það er að segja, það sem mörgum finnst óhófleg notkun á lyfjum, af einum eða öðrum toga, er túlkað sem aðför að sjúklingum og aðstandendum. Það að gefa í skyn að gagnrýnin hugsun og eðlilegar spurningar varðandi umdeildar sjúkdómsgreiningar og lyf auki fordóma og geri lítið úr þjáningum er sérlega ómálefnalegt. Þetta er ekki ósvipað og kunnuglegir frasar sem heyrast frá Bandaríkjunum; ef þú ert á móti innrásinni í Írak, þá ertu að bregðast hermönnunum sem eru tilbúnir að fórna lífi sínu fyrir föðurlandið. Annað sem til þess er fallið að kæfa svona umræðu eru skírskotanir til “þekktustu vísindamanna” sem eru sammála. Þetta efni er síður en svo óumdeilt hjá öllum “þekktum vísindamönnum” á þessu sviði.  Mér sýnist þessi umræða, sem ýmist “belgist” eða er flutt með “belgingshætti”, snúist töluvert mikið um trúverðuleika lækna, sér í lagi geðlækna. Hvernig væri, til dæmis, að menn eins og Halldór einbeittu sér að smá faglegri sjálfsgagnrýni, í stað þess að flengja sér í skotgrafirnar við minnsta mótlæti eða spurningar? Það er enginn sem virkilega krefst þess að geðlækningar séu óskeikular, ekki frekar en allar aðrar faggreinar. En forsenda þroska er einmitt, eins of oft er talað um í fræðunum, innsæi í eigið ástand. Þessu innsæi á síðan að oft að fylgja töluverð framför í líðan. Meginstefið í þessum trúverðugleikaskorti á geðlæknum er oft lyfjatengdur. Þeir sem fylgst hafa náið með þessum málum muna eflaust eftir brandaranum fyrir ca. ári síðan þegar fréttist að jólahlaðborð geðlæknafélagsins var í boði lyfjafyrirtækisins Eli Lilly. Aðspurður svaraði formaður félagsins: “Það hafa engin boð um jólafund verið send út af hálfu Geðlæknafélagsins frá neinu lyfjafyrirtæki. Það er ekkert til í þessari ábendingu. Hins vegar koma engum við okkar innanfélagsfundir. Það er okkar mál. Okkar félag kemur engum við nema okkur sjálfum," (MBL 30.11.2006). Viðkomandi formaður hefur eflaust þurft að kokgleypa þessi orð með matnum á jólahlaðborðinu, þar sem á næstu dögum birtist grátlegt yfirklór félagsins.  Ég held að það væri nær fyrir Halldór lækni að nota embætti sitt til í að vinna í þessum trúverðugleikamálum, heldur en að ýja að því að þeir sem spyrji eðlilegra spurninga um geðlyf og sjúkdómsgreiningar séu fordómafullir og ýti undir vanlíðan sjúklinga og aðstandenda.  Bestu kveðjur

Einar (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 22:24

12 identicon

Ég afsaka að greinarskil fóru einhverra hluta vegna algjörlega í vaskinn í ofangreindu kommenti. Að böðlast í gegnum textann er samt örugglega ágæt leið í að þjálfa einbeitinguna.

Bestu kveðjur

Einar (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband