Þekkir þú muninn á fordómum og þekkingu?
17.11.2007 | 13:52
Halla Rut gerði athugasemd við síðustu færslu mína: Hver vill losna við eigin fordóma og fyrirfram mótaðar hugmyndir?
Spurning Höllu Rutar:
"Hvenær umbreytist fyrirbærið úr fordómum yfir í þekkingu. Hver er mælistikan á því?"
Athugasemdir
Sæll Hrannar. Þakka þér fyrir áhugverðan pistil. Mín skoðun er sú að hver og einn meti getu sína og kunnáttu í hámarki daginn sem hann útskifast, með lokapróf í sínu fagi, en með reynslu og vinnu við fag sitt og skilning á orsökum og afleiðinum, kemst viðkomadi að raun hversu lítið hann veit, og í raun sífellt minna eftir því sem hann starfar lengur við það.
Fyrir fjölmörgum árum lagði maður miða á skifborðið mitt, hann var afarfær í sínu fagi, og hugsaði á ská eftir því sem mér fannst og fleirum. Á miðan var skrifað eftirfarandi.¨ Það er eitt versta hlutskipti manns í lífinu, að hafa rétt fyrir sér á röngum tíma. ¨ Þessi vísdómur hefur verið mér ljósari með hverju árinu sem ég verð eldri.
kv. h
haraldurhar, 17.11.2007 kl. 23:20
Sæll Hrannar.
Þetta eru skemmtilegar pælingar. Hins vegar ef maður fer ekki alveg svona djúpt í að skilgreina hvað þekking sé, held ég að maður geti sagt fordómar helgist mjög af vanþekkingu og leiðin til þess að uppræta fordóma sé fræðsla. Við getum endalaust aukið við okkur þekkingu og sérhæft okkur á ótal sviðum. En við drögum mörk þegar við teljum okkur hafa nægilega þekkingu til þess að taka skynsamlega ákvörðun eða draga skynsamlega ályktun. Hins vegar er það ábyggilega efni í langa rökræðu hvar mörkin eigi að liggja við hverja ályktun sem er dregin.
Er það ekki einmitt hugsunin við vísindalega aðferð að rannsaka og draga síðan ályktun. Stundum virðist reyndar sem að menn leggi út í rannsóknir til þess að reyna að sanna fyrirfram gefna niðurstöðu, í stað þess að leggja í rannsókn og láta hana leiða til hverrar þeirrar niðurstöðu sem rannsóknaraðferðin kann að leiða.
Ég er samt litlu nær að svara spurningunni hver sé munurinn á fordómum og þekkingu, en minn málskilningur á hugtakinu fordómar segir mér samt að forskeytið for á undan orðinu dómur merki að maður dæmi eitthvað fyrirfram, án þess að hafa þekkingu til þess að rökstyðja þann dóm með sannfærandi hætti.
Ég hætti mér ekki út í dýpri umræðu um þetta efni í bili.
Atli Þór (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 02:21
Skemmtileg umræða. Allt frá því ég heyrði fyrst söguna af Sókrates og véfréttinni þegar ég var í menntaskóla hef ég haft þessa fullyrðingu hans á bakvið eyrað og held ég að hverjum manni sé hollt að viðurkenna öðru hvoru að hann viti í raun ekki neitt.
Þegar við fæðumst vitum við ekkert um alla hluti, í gegnum uppeldið og lægri skólastigin fáum við smá upplýsingar um afar margt. Eftir því sem við eldumst og sérhæfumst vitum við meira og meira um minna og minna. Að lokum vitum við allt um ekki neitt
Páll Geir Bjarnason, 18.11.2007 kl. 08:07
Og var það Immanuel Kant sem sagði hin fleygu orð
" Til er fólk sem allt þekkir,en ekkert veit "
Halldór Sigurðsson, 18.11.2007 kl. 14:02
Þetta er virkilega vel og skilmerkilega skrifaður pistill. Þörf pæling. Ég segi eins og Valdimar, því er manni ekki frjálst að hafa skoðun án þess að einhverjir sem hafa aðra skoðun kalla það fordóma. Mér finnst ég vita margt en er samt alltaf að læra, um sumt veit ég eiginlega ekkert um og hef þá gaman að lesa og fræðast. Bloggið hefur veitt mér sýn inn í ótal ný málefni. Stundum fullyrði ég eitthvað og kemst svo að því að það er vitleysa og mér er fátt eins ljúft eins og að vera leiðrétt og er til í að skipta um skoðun þegar ég hef kynnt mér málin frá nýju sjónarhorni og sé að ég hef haft rangt fyrir mér. Svona er ég og er sátt við sjálfa mig. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 18.11.2007 kl. 22:45
Þetta er einstaklega skemmtilegur pistill. Ég er sammála þér Hrannar minn í því að þess eldri sem ég verð þeim mun minna finnst mér ég vita.
Steingerður Steinarsdóttir, 19.11.2007 kl. 16:19
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Spurningin er mjög spennandi, en ég hef ekkert einfalt svar við henni. Hún sýnist mér kalla á skilgreiningu þekkingar, sem er hægara sagt en gert. Ég geri mér í mesta lagi vonir um að varpa ljósi á eina hlið hennar.
Sókrates benti á hvað þekking er vandmeðfarin og stutt í fordómana. Véfréttin í Delfí hafði sagt hann vitrastan allan manna. Eftir langar rannsóknir og viðtöl við fjölda fólks, komst Sókrates á þá skoðun að véfréttin hafði rétt fyrir sér. Ekki dæma Sókrates sem hrokafullan eða merkikerti fyrir þessa skoðun. Sókrates trúði því að hann vissi ekki neitt.
Samkvæmt hans rannsóknum, þegar fólk hefur þá trú að það hafi yfir áreiðanlegri þekkingu að ráða, einmitt þá byrji það að þykjast vita hluti sem það getur í raun ekki vitað, og er því fyrir vikið ekkert sérlega viturt. Sá sem þykist vita meira en hann veit er ekkert sérlega vitur, er það nokkuð?
Samkvæmt þessu er spurning hvort að maður geti nokkurn tíma öðlast fullkomna þekkingu á nokkrum sköpuðum hlut.