Chat Gim (The Seven Swords) (2005) *

 


Chat Gim er misheppnuð bardagamynd, þrátt fyrir góð bardagaatriði.

Keisarinn hefur gefið fyrirskipan um að sérhver dauður bardagalistamaður sé 300 silfurpeninga virði. Herskár hópur um héröð og slátrar heilu þorpunum til að græða sem mest, sama hvort að viðkomandi kunni eitthvað fyrir sér í bardagalistum eða ekki. Það er nefnilega ekkert auðvelt að skilgreina hver er bardagamaður og hver er það ekki.

Nú vantar hetjur til að stoppa illmennin. Til eru sjö sverð sem gera þá sem þau munda nánast að ofurhetjum. Kynntar eru til sögunnar sjö manneskjur, en þó það illa að maður veit aldrei hver er hver né hvaðan þær koma, þrátt fyrir og hugsanlega vegna endalausra endurleiftra úr fortíð þeirra.

Persónurnar eru svo slitróttar að þær eru ekki einu sinni flatar. Flatt er slæmt. Þetta er stigi verra.

Leikstjórinn, Tsui Hark, sem oft hefur gert spennandi og vel gerðar myndir missir hér algjörlega marks. Hann er svo upptekinn við að hræra í grautnum að hann áttar sig aldrei á því að hráefnin eru ónýt. Hann hefur tekið að sér verkefni sem hann ræður engan veginn við, en hann hefur tekið þátt í að gera snilldarmynd eins og The Killer og A Better Tomorrow, ásamt John Woo, auk þess að hann gerði Time and Tide, Black Mask og sitthvað fleira sem má hafa gaman af. Reyndar eru myndirnar hans alltaf fallegar á að horfa, enda sérlega litríkar.

Chat Gim er tvær og hálf klukkustund að lengd, en manni finnst hún vera fimm.

 

Nú er búið að vara þig við.

 

Sýnishorn á kínversku:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fer ekki að koma að því að við fáum að vita hver er í fyrsta sæti, ég les reglulega bloggið þitt og hef mjög gaman af og er orðin spennt að vita hvaða mynd þú velur no. 1 kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 25.10.2007 kl. 01:40

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Gaman að þessu. Ég lofa að drífa mig í að skrifa síðustu greinina fyrir 10 bestu ofurhetjumyndirnar. Takk fyrir að fylgjast með.

Hrannar Baldursson, 25.10.2007 kl. 08:15

3 identicon

sæll hrannar

bara svo að þú vitir það þá er þessi mynd klipt og skorin því að sagan er löng og t.d. er hægt að horfa á þessa sögu í sjónvarpsþáttum en þá er sagan aðeins  lengri en samt smá klippt  endirinn

og með sama leiksstjóra..

 en ég horfði á þessa mynd fyrir rúmu ári og fannst hún mjög góð.....

þannig að það eru alltaf spurning um smekk...

maggi h

Magnús Haraldsson (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband