Þú þarft ekki að vera tölvufræðingur til að spinna nýja vefi á Netinu

Í gær ákvað ég að búa til minn eigin bloggvef. Mér finnst gaman að blogga hérna á Moggablogginu, en langaði að skerpa aðeins fókusinn. 

Ég fór á lunarpages.com og leitaði eftir vefsvæði. Tveggja ára samningur kostar um 130 dollara. Mig langaði að blogga um heimspeki þar sem heimspeki er mitt fag. Eftir að hafa valið viðeigandi slóðarnafn, thinking4thinking.com, setti ég upp PHP vefþjón á svæðinu og henti svo upp

Þetta þýðir að ég hef algjöra stjórn yfir bloggkerfinu, get bætt inn smáforritum til að bæta enn viðmótið, og svo stjórna ég algjörlega þeim flokkum sem ég vil skrifa undir. Ef ég blogga einu sinni til tvisvar á dag getur þetta á endanum orðið sæmilegt safn heimspekipælinga.

Hugmyndin er einnig að setja inn nokkra kennsluvefi, þar sem mig langar að búa til kennsluefni um heimspeki, upplýsingatækni, ritun og skák.

Ég hef líka skrifað fjölmargar greinar um heimspeki sem væri gaman að setja þarna inn við tækifæri; en reyndar hef ég glatað mörgum þeirra eftir ansi mikla ólukku.

Isidore_AMO2002265_lrg (Custom)1. Ár: 1994. Ætlaði að senda kassa af bókum til Íslands frá USA eftir nám. Setti ritgerðirnar mínar með í kassann. Vinur minn ætlaði að skilja kassann eftir á hafnarbakka þar sem honum yrði síðan komið í skip. Kassinn glataðist að sjálfsögðu.

2.  Ár: 2002. Fellibylurinn Ísídór dynur á Merida í Yucatan og rústar skólastofu sem við höfðum byggt. Einnig eyðilögðust myndir, sjónvarpstæki, borð, stólar og tölvubúnaður. Fellibylir svona langt inni í landi eru sjaldgæfir. Við vorum rafmagnslaus í hálfan mánuð og sambandslaus við umheiminn í heilan mánuð. Eitthvað glataðist af mínum ritgerðum við þessar hörmungar.

3. Ár: 2006. Mikið flóð flæðir yfir búslóð okkar í Puebla. Allar mínar bækur og geisladiskar eyðilögðust, þar sem aur og þvag voru í flóðinu. Vatn í geymsluplássinu náði tveggja metra hæð. Einungis leikföng úr plasti björguðust. Öll húsgögn ónýt. Heilmikið af efni sem ég hafði skrifað glataðist.

MediawikiEinnig hef ég sett upp annað vefsvæði þar sem fjallað verður um hin áhugamálin mín, kvikmyndir og skák, en þetta eru allt wiki-vefir:

Salaskólaskákin - þar sem ég fjalla um Salaskólaskák 

Kvikmyndasíða - þar sem fókusinn er á kvikmyndagagnrýni

Philosophy in the Movies

Vonandi að loksins hafi mér tekist að finna hugsunum mínum samastað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir það Hlynur :)

Hrannar Baldursson, 29.9.2007 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband