Chavez gegn frjálshyggju

chavez

Chavez þyrfti að kíkja á bíómyndir eins og "The Last King of Scotland" og "Der Untergang" til að sjá hversu flókið það getur verið að vera einræðisherra. Samt telur hann sig vera að gera rétt; að þetta sé eina leiðin til að komast út úr samfélagi gegnsýrðu af auð- og frjálshyggju, sem er heldur ekki góður kostur. Vonandi hafnar þingið þessari tillögu frá honum, en samt skil ég að hann meinar vel.

Vandinn er að frjálshyggjan leggur minni áherslu á mikilvæga þætti eins og menntun, listir og almenn manngildi; en stefnir frekar á að búa til aðstæður þar sem fólk getur hagnast sem mest.

Eftir situr samt spurningin: hvað er hægt að gera við þeirri andlegu fátækt sem auðvaldshyggjan boðar, annað en að gera algjöra uppreisn gegn ríkjandi stefnu? 

chavez2

Er lausnin sú að búa til enn stærra vandamál svo að þau fyrri gleymist; að skapa slíkt hörmungarástand og þjáningar að fólk fari að meta meira það að komast hreinlega lífs af en spá í hvert auðurinn fer?

Einræði getur skerpt sýnina á ákveðin gildi í skamman tíma; en til lengri tíma litið skerðist réttur þegnanna þegar örfáir verða hafnir yfir lög og reglu; og börn þeirra alast upp við það sama og vilja verða kóngar og drottningar. Slíkt getur gengið upp í áratugi, jafnvel aldir; en fórnarkostnaðurinn er frelsi þegnanna. 


mbl.is Chavez boðar stjórnarskrárbreytingar sjálfum sér í hag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Hann er tragedía í buxum.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 16.8.2007 kl. 13:40

2 identicon

Hann er þó ekki enn búinn að skipa sjálfan sig sem seðlabankastjóra og hann boðar til þjóðaratkvæðagreiðslu. Sem aðrir einræðisherrar hafa nú ekki verið að gera mikið af.

Baldvin Esra Einarsson (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 14:29

3 identicon

Hello, ég er sammála því að Hugo sé kannski ekki á réttri braut. En það sem ég heyrði seinast þegar ég var í Venezuela er að kerfið er ekki eins spillt og það var. Núna fyllir fólk út pappíra og allt gengur löglega í gegn. Áður þurfti mikið að múta ríkisstarfsmönnum til að fá í gegn einföldustu hluti eins og fasteignasamninga og slíkt.  En svo er það alveg stórmerkilegt að maður getur keypt fasteign en má ekki opna bankareikning. En mér heyrðist á flestum að sumt væri fólk ánægt með (t.d. heilbrigðiskerfið)  en stefnunni í efnahagsmálum virðast flestir ósammála karlinum. Hef ekki trú á að hann sitji lengi kv Alda

Alda Björk (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 23:38

4 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Leiðinlegt að hafa verið fjarri þegar þessi umræða var. Það er að sjálfsögðu hluti af hefð í Venezuela að sterkir karlmenn einsog Chavez leiði ákveðna þróun. En við vitum hvað gerist með fólk sem situr lengi við völd. Hætt við að þau 70 % þjóðarinnar sem lyftu honum til valda og búa við sára fátækt verði fyrir vonbrigðum. Enn sem komið er, er þó verið að gera ýmsar tilraunir í samfélaginu sem eru áhugaverðar og koma mörgum fátækum til góða.

María Kristjánsdóttir, 11.9.2007 kl. 06:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband