Abre los Ojos (1997) ****

420px-Abre_los_ojos_movie

César (Educardo Noriega), sjálfselskur og ríkur glaumgosi, heldur afmćlisveislu heima hjá sér og bíđur međal öđrum sínum besta vini, Pelayo (Fele Martinéz)  í veisluna. Pelayo gerir ţau mistök ađ taka kćrustuna sína, Soffíu (Penélope Cruz) međ, en César verđur strax hrifinn af henni og grípur tćkifćriđ ţegar vinur hans hefur drukkiđ of mikiđ, og fylgir stúlkunni heim. Eftir nóttina, ţegar César heldur heim á leiđ, keyrir Nuria (Najwa Nimmi) upp ađ honum og býđur honum far. Hann sest upp í hjá henni. Hún keyrir bílnum vísvitandi útaf veginum á ofsahrađa, drepur sjálfa sig en César lifir af, međ ónýtt andlit. 

AbreLosOjos02

Ţar sem ađ César metur ytri fegurđ en telur allt tal um innri fegurđ tóma vitleysu hrynur líf hans. Hann trúir ekki ađ nokkrum geti líkađ viđ hann međ ţetta afmyndađa andlit. Hann trúir ekki ađ Soffía geti elskađ hann og efast um vináttu Pelayo. César leitar ráđa hjá bestu lýtalćknum í heimi, en enginn getur lagađ andlit hans. Síđasta úrrćđiđ er ađ láta frysta sig og lifa í draumaheimi í stađ veruleikans.  

Eftir kaldrifjađ morđ situr César í fangaklefa og er í stöđugum viđtölum međ sálfrćđingi, sem reynir ađ grafast fyrir um hvers vegna César myrti manneskju og leitar leiđa til ađ finna honum hugarró. César felur andlit sitt međ grímu, enda trúir hann ađ andlit sitt sé afmyndađ undir henni. Eftir dáleiđslutíma hjá sálfrćđingnum fer César ađ gruna veruleikann vera annan en ţađ sem hann upplifir. Hann fer ađ gruna ađ hann sé hvorki staddur í veruleikanum né draumi; heldur martröđ og sjálfskaparvíti sem hann verđur ađ sleppa úr. 

AbreLosOjos01

Abre los Ojos er spćnsk mynd, leikstýrđ af Alejandro Amenábar, sem međal annars hefur einnig gert hinar stórgóđu The Sea Inside og The OthersAbre los Ojos var endurgerđ af leikstjóranum Cameron Crowe undir nafninu Vanilla Sky.  Endurgerđin er ekki jafngóđ frumgerđinni, ţar sem ađ leikur Eduardo Noriega er óviđjafnanlegur og Tom Cruise kemst ekki međ tćrnar ţar sem Noriega hefur hćlana.

Abre los Ojos fjallar um hugtök og spurningar sem hverjum og einum er mikilvćgt ađ skilja og velta fyrir sér.

  • Veltur hamingjan á fegurđ og ríkidćmi, eđa trú manns á eigin ágćti; eđa sannleikanum sjálfum?
  • Getur nokkur einstaklingur ţekkt sjálfan sig og veriđ sáttur viđ ţađ sem hann finnur; og ekki bara sáttur, heldur hamingjusamur?
  • Hefur ţađ illa sem viđ framkvćmum áhrif á eigin hamingju, eđa skiptir ţađ engu máli ţegar á heildina er litiđ?

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

náđi aldrei ađ sjá ţessa en sá vanilla sky. veit ekki alveg hvađ mér fannst um hana en efast ekki um ađ ţessi er betri.

the others var nú aldeilis frábćr.

sá planet terror í kvöld. fannst hún stórskemmtileg. kann ekki ađ analysera hana en mér var skemmt. mikiđ blóđ og fallegar téllingar...

arnar valgeirsson, 7.8.2007 kl. 01:05

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband