Ekki hættur að blogga.

Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að heyra þessa spurningu nokkuð oft upp á síðkastið: "ertu nokkuð hættur að blogga?". Svarið er nei, ég er ekki hættur. Aftur á móti hef ég verið veikur í nokkra daga og einbeiti mér að því að ná aftur fullum styrk, þannig að næsta bloggfærsla sem vit er í fær að bíða fullrar heilsu.

Þá mun ég halda áfram með upptalningu á uppáhalds ofurhetjukvikmyndum mínum, segja meira frá heimsmeisturunum, taka upp þráðinn með Óskarsverðlaunamyndirnar og sitthvað fleira.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott að heyra, en láttu þér nú batna vel. Ég bíð spennt eftir næstu kvikmynda umfjöllun. Enn og aftur til hamingju með árangur liðsins þíns.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.7.2007 kl. 22:46

2 Smámynd: arnar valgeirsson

jæja, ættir að vera búinn með eins og tuttugu stykkí í sófanum að undanförnu. stjörnugjafir í lange baner....

 hvað finnst þér um snilldina princess bride?

arnar valgeirsson, 26.7.2007 kl. 00:59

3 identicon

Úff mikið er ég fegin, búin að vera hálfumkomulaus með ekkert donblogg undanfarna daga.

Láttu þér batna.

Kv. Gerða 

Gerða M (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 11:38

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir bataóskirnar. Ekki enn kominn í lag.

Arnar: Snilldin Princess Bride er náttúrulega snilld. 

Hrannar Baldursson, 29.7.2007 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband