Áfram Ísland!! Enn möguleiki á heimsmeistaratitli fyrir Íslendinga, en tæpt er það og spennandi!

Í dag tefldum við gegn sterkustu sveit mótsins, tékkneska U-16 sveit. Patti gerði stutt jafntefli, en Jóhanna, Palli og Gummi töpuðu öll.

Þrátt fyrir 3.5-0.5 tap erum við ennþá efst í U-14 flokki. Á morgun verður tefld hrein úrslitaviðureign gegn S-afrískri sveit. Það eru tvær S-Afríkusveitir í mótinu. Í annari sveitinni eru bara einstaklingar með hvítan húðlit, og hinni aðeins einstaklingar með dökkan. Apartheit á skákborðinu?

Við teflum gegn hörundsdökku S-Afríkubörnunum í fyrramálið, en hörundsljósa S-Afríkusveitin er að keppa við okkur um fyrsta sætið. Við þurfum að vinna viðureignina 3-1 til að tryggja okkur titilinn, en það er séð veiði en alls ekki gefin; því að taflmennska og einbeiting okkar manna hefur verið að taka dýfur. Þau telja það vera vegna mikils hita; en ég held að það sé vegna þess að þau eru yfir sig spennt yfir stöðu mála og eiga erfitt með að halda ró sinni þess vegna. Megin keppinautar okkar tefla hins vegar gegn Qatar U-14. 

Mikið liggur undir. Heiðurinn. Metnaðurinn. Gleðin.

Dramatísk lokaumferð hefst kl. 9:00 í fyrramálið. Börnin eru mjög þakklát yfir stuðningnum og kveðjunum sem rignt hefur yfir okkur, hér á blogginu, í tölvupósti og á Skákhorninu. Það er ljóst að slíkt bakland eins og Íslendingar eru og að finna fyrir slíkum algjörum stuðningi er ómetanlegt þegar á hólminn er komið.

Meira á morgun... 

 

Áfram Ísland!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áfram Salaskólakrakkar! Haldið áfram að hafa gaman!

Kveðja,

Sigurlaug Regína

Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 21:14

2 identicon

Þetta er glæsileg frammistaða  hjá liðinu (krökkunum okkar!), landi og þjóð til sóma.

Nú er bara málið að gera sitt besta og aðeins betur ef það er það sem þarf.

Og umfram allt góða skemmtun á morgun.

Erling Tómasson (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 21:21

3 identicon

Þið eruð best, sama hvernig fer, krakkar mínir! Bestu kveðjur,

Steini Briem (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 21:45

4 Smámynd: arnar valgeirsson

break a leg. tjú tjú....

arnar valgeirsson, 17.7.2007 kl. 21:54

5 Smámynd: Hafrún Kristjánsdóttir

Hva þetta er nú ekkert til að stressa sig yfir   Hvað er það versta sem gæti gerst?  Og ef það myndi gerast hvað væri þá svona slæmt við það?

Þið eruð löngu komin í þá stöðu að hvernig sem fer þá eruð þið sigurvegarar!

En gangi ykkur rosalega vel. 

Hafrún Kristjánsdóttir, 18.7.2007 kl. 01:40

6 identicon

Kæru vinir.

Bestu kveðjur frá Vestmannaeyjum. Gangi ykkur vel á lokasprettinum.

Karl Gauti - Taflfélag Vestmannaeyja

Karl Gauti Hjaltason (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 08:10

7 identicon

Glæsilegt hjá ykkur, gangi ykkur vel, áfram Ísland :)

haraldur Bjarnason (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 09:51

8 identicon

Til hamingju með titilinn. Bíð spenntur eftir lokaúrslitum. Þið Tómas og Edda eigið heiður skilinn fyrir þetta framtak.

Frábært. og það jafnvel þrátt fyrir að aðeins hafi vantað í liðið.

kv. Palli.

Páll Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband