Tékkland: HM í Pardubice # 1
13.7.2007 | 08:06
Dagur 1:
Hópurinn fríði lagði af stað kl. 4:30. Flug til Kaupmannahafnar kl. 7:00 og til Prag kl. 14, og svo rúta til Pardubice kl. 17:00.
Ferðin var tíðindalaus að mestu, sem er gott fyrir svona ferðir. Börnin borðuðu góðan kvöldmat og ættu að vera sæmilega stillt fyrir 1. umferð heimsmeistaramóts barnaskólasveita sem hefst k. 15:30 á morgun.
Sveitin er þannig skipuð:
- Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
- Patrekur Maron Magnússon
- Páll Snædal Andrason
- Guðmundur Kristinn Lee
- Birkir Karl Sigurðsson
Dagur 2:
Allir eru orðnir vel þreyttir núna kl. 20:00. Kominn tími til að fara í háttinn.
Þegar á skákstað var komið daginn eftir hafði umgjörð mótsins verið breytt. U-14 og U-16 eru að keppa í sama hollli, og umferðum hefur verið fjölgað úr 7 í 9. Við erum U-14 og lentum á móti U-16 sveit frá Prag í fyrstu umferð. Ég er ekki viss um að þeir hafi verið neitt sterkari skákmenn en okkar krakkar, sem tefldu ekki alveg eins og þau eiga að sér, nema þá kannski Patti á 2. borði, en hann var sá eini sem náði jafntefli. Þannig að 1. umferð töpuðum við 3.5-0.5.
Það skiptir ekki máli hversu stórt er sigrað eða tapað, því að liðið fær aðeins stig fyrir sigur eða jafntefli. Það eru tvö stig í pottinum. 2 stig fyrir sigur og 1 fyrir jafntefli.
Semsagt Ísland U-14 gegn Tékklandi U-16: 0-1
Krakkarnir kvörtuðu svolítið yfir látum á skákstað, en keppt er í stórri skautahöll, ófrystri, og var mikið af fólki inni í höllinni sem var ekki að tefla og hugsaði ekkert um mikilvægi þagnar fyrir skákina. Margoft heyrði maður háværar gemsahringingar og ekkert gert við því. Ég talaði við skipuleggjendur um þetta, en þeir sögðust ekkert geta gert við þessu, en að þetta myndi skána því að fleira fólk sem ber virðingu fyrir skák verður í salnum næstu daga, því fjöldi skákmóta mun fara fram þar.
Það á eftir að reyna á þetta. Þetta pirrar mig ekki persónulega, því að ég er vanur miklum klið í skákmótum á Mexíkó; en skil vel að þetta trufli börnin. Þau þurfa bara að læra mikilvægi þess að láta ekki ytri aðstæður trufla sig.
Við fórum yfir þrjár af skákunum í gærkvöldi, og börnin lærðu mikið af þeim rannsóknum. Ljóst að þau voru ekki að átta sig á mikilvægi þess að taka vald á hálfopnum og opnum línum. Einnig var svolítið um að drottningar færu á flakk í byrjuninni og farið í sókn áður en byrjuninn var lokið, nokkuð sem kemur varla fyrir á æfingum hjá okkur. En þessu er auðvelt að kippa í lag og mikilvægast af öllu að börnin bæði hafi gaman af og læri á reynslunni.
Næsta umferð er í dag kl. 15:00.
Heimasíða heimsmeistaramóts barnaskóla í skák 2007
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 08:08 | Facebook
Athugasemdir
Óska ykkur öllum góðs gengis.
Ásdís Sigurðardóttir, 13.7.2007 kl. 11:25
Sælir kæru vinir.
Taflfélag Vestmannaeyja óskar ykkur góðs gengis og sendir baráttukveðjur til krakkanna.
Karl Gauti Hjaltason (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 14:57
Takk fyrir góðar kveðjur,
Krakkarnir eru búnir að fá kveðjurnar og fannst gaman að fá þær. Þau unnu S-Afríku U-14 3-1 í dag. Meira seinna í kvöld.
Hrannar Baldursson, 13.7.2007 kl. 18:34
Gangi ykkur vel! Nú ríður á að huga að einbeitingunni fyrst að yrti áreiti er að plaga.
Hafrún Kristjánsdóttir, 13.7.2007 kl. 19:19
Sæll Hrannar, mig langar að spyrja þig um rútuferðina, ég er sjálfur að fara nk. miðvikudag til Pardubice, fór þangað í fyrra líka, þá tókum við lest, en það er svolítið bras að fara frá flugvellinum til lestarstöðvarinnar. Fer þessi rúta frá flugvellinum, er svo er hvar er hægt að nálgast upplýsingar um brottfarartíma ?.
Mættir senda mér svar á tomasv@simnet.is ef þú getur
Er ekki annars gott veður, var allt of heitt í fyrra hjá okkur :(
Tómas Veigar Sigurðarson (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 21:33
Takk Hafrún, við leggjum áherslu á þetta. En meira um einbeitingu í næsta bloggi.
Tómas: Skipuleggjendur mótsins skipulögðu rútuferð, sem mér fannst ansi dýr, 25 evrur aðra leiðina fyrir aðeins 2. tíma ferð. Ef ég dett niður á betri leið læt ég þig vita. Þú mátt senda mér tölvupóstfangið þitt á HBaldursson@gmail.com
Hrannar Baldursson, 13.7.2007 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.