10 bestu ofurhetjumyndirnar: 7. sæti: Darkman (1990)

 398px-Darkman

Vísindamanninum Peyton Westlake (Liam Neeson) hefur tekist að þróa gervihúð sem notuð getur verið til lýtalækninga. Formúlan er þó ekki fullkomin, þar sem að eftir 99 mínútur bráðnar húðin og verður að engu. Kvöldið sem hann finnur ástæðuna fyrir þessum galla brjótast glæpamenn inn í rannsóknarstofuna til að ná skjölum sem kærasta hans, lögfræðingurinn Julie Hastings (Frances McDormand) skildi eftir, en þau geta sannað sekt mafíuforingjans Larry Drake (Robert G. Durant).

Glæpamennirnir misþyrma Westlake og sprengja rannsóknarstofu hans í loft upp. Það sem þeir vita ekki er að hann lifir sprenginguna af, en öll hans húð hefur brunnið. Til að lina sársauka hans klippa læknar á þær taugar sem bera sársaukaboð upp í heila. 

Eftir aðgerðina getur Westlake aðeins hugsað um tvennt, kærustuna sína og að ná fram hefndum. Þessi rólyndismaður hefur misst alla stjórn á eigin tilfinningum og er skapbráðari en nokkurn tíma fyrr. Hann notar tæknina sem hann hefur þróað til að búa til húð og andlit handa sjálfum sér, og uppgötvar að hann getur í raun sett á sig hvaða andlit sem honum dettur í hug og verið með það í 99 mínútur áður en það bráðnar af. Hann notar þessa tækni óspart til að hrella bófana.

Westlake er orðinn að Myrkramanninum og tekst á við tvö erfið verkefni; að gera út af við skúrkana og viðhalda sjálfum sér sem heilsteyptri manneskju, þó svo að húð hans sé alltaf að detta í sundur.

Sam Raimi leikstýrði Darkman, heilum áratug áður en hann tókst á við Spider-Man.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir skemmtilega umfjöllun. Við hjónin fylgjumst spennt með.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.7.2007 kl. 00:12

2 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Darkman er vanmetin "snilld". Keypti mér framhöldin tvö, svona til að vera compleatist og mikið andskoti eru þau léleg. Algjört sjónvarpsmynda drasl með Arnold Vosloo í aðalhlutverki. Skil ekki af hverju þeir fengu ekki Bruce Campbell til þess að leika hann af því að hann var Darkman í lok þeirra fyrstu.

Ómar Örn Hauksson, 10.7.2007 kl. 04:36

3 Smámynd: Alvy Singer

Snilldar mynd, fyrsta bannaða myndin sem ég horfði á... góðar minningar!

Alvy Singer, 10.7.2007 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband