Bloggað frá Bandaríkjunum # 5 - Live Free & Blog og uppgjör á námskeiði

Nú er tveimur vikum af ströngu námskeiði lokið, þar sem ég sat með 14 nemendum í 10 daga frá kl. 8:30-16:30 og áttum saman heimspekilegar samræður, auk minni verkefna, eins og að setja upp wikisíðu. Á kvöldin var síðan margt sér til gaman gert með nemendunum; ljóðakeppni, keila, íþróttakvöld, spurningakeppni, bíókvöld, lautarferð, lokauppgjör, dansleikur og formleg útskrift.

Ég var sérstaklega ánægður með þetta námskeið. Nemendurnir höfðu allir mikinn sjálfsaga og unnu öll sín verkefni af alúð. Þeir tóku virkan þátt í samræðum og gættu þess að hver einn og einasti kæmist að með sínar eigin hugmyndir. Á síðasta degi tókst þeim að komast á enn dýpra stig í samræðunum þegar þau byrjuðu að spyrja um rót gagnrýnnar hugsunar og samræðu; hvort að orðabækur séu áreiðanleg heimild fyrir hugtökum eins og 'rökfræði', 'rökrétt' og 'skynsamlegt'.

Margt var rætt. Hluta af þeim hugtökum má finna á heimasíðu minni livefreeblog.com. Það sem virtist þó sitja sterkast í nemendum við lok námskeiðsins var gildi samræðunnar, og mikilvægi þess að geta rætt hlutina á skynsamlegan máta án þess að keppast fyrst og fremst um að koma eigin skoðunum á framfæri, heldur því sem er satt og rétt; þó að það geti hugsanlega stangast á við manns eigin skoðanir.

Meðal þess sem rætt var á námskeiðinu:

  • Verund og tilvist
  • Tengsl sálar, líkama og hugar
  • Hugtökin ekkert, allt og eitthvað (og þá sérstaklega hvort að hægt væri að ímynda sér ekkert)
  • Tilgangur lífs og dauða
  • Frjáls vilji og nauðhyggja
  • Undirstöður gagnrýnnar hugsunar og samræðu
  • Ólíkar birtingarmyndir greindar
  • Líf eftir dauðann eða ekki?
  • Þversagnir efahyggjunnar
  • Er rökhugsun erfið?
  • Hið alslæma: ofbeldi?
  • Hið algóða: samræðan?
  • Tími og rúm
  • Draumar og veruleiki
  • Hvað þýðir fyrir eitthvað að vera eðlilegt?
  • Listir og fegurð
  • Sjálfsgagnrýni
  • Trúleysi og trú
  • Hvað þýðir að eitthvað sé út í hött en annað ekki?
  • Draugar og andar
  • ... og margt fleira

Í lok námskeiðs skráðu nemendur mat sitt á námskeiðinu þar sem þeir voru beðnir um að skrá niður bæði það jákvæða og það sem betur má fara við námskeiðið. Nemendur skiluðu inn athugasemdum nafnlaust til stjórnenda til að hafa þær hlutlausar. Þau eru unglingar á aldrinum 13-17 ára, og því að sjálfsögðu erfitt að svara kröfum bæði allra aldurshópa í samræmi við getu, dýpt, áhuga og þroska. Ég ætla að þýða textann beint úr matsblöðunum:

Fyrst það neikvæða:

 

Athugasemd # 1 

Má bæta: 

  • Bæta við hvíldartíma (ég keyrði þau áfram, án hvíldar)
  • Meira af sápukúlum (við fórum einn daginn í gönguferð, keyptum sápukúlur og blésum þær við tjörn fyrir utan skólann)
  • Vantar sófa

 

Athugasemd # 2

Má bæta: 

  • Meira af sápukúlum
  • Meiri tíma fyrir sápukúlur
  • Minni vind til að blása sápukúlur

 

Athugasemd # 3 

Má bæta:

  • Bíómyndir sem ég get skilið (horfðum á Stranger than Fiction og The Fountain)
  • Ekkert annað! 

 

Athugasemd # 4 

Má bæta: 

  • Opnari huga gagnvart öllum hugsunum
  • Ekki endilega gera ráð fyrir að þegar einhver spyr spurninga sé hann endilega að tjá eigin skoðanir
  • Taka á meiri rökfræði en bara heimspekilegri (jarðbundnari með alvöru aðstæðum / vandamálum)

 

Athugasemd # 5

Má bæta:

  • Frábært eins og er

 

Athugasemd #6

Má bæta:

  • Meiri fjölbreytileika (samræður, leikir sem tengjast hugsun, o.s.frv.)
  • Samræður við aðra hópa
  • Hópferðir

 

Athugasemd #7

Má bæta:

  • Meiri internetaðgang - ekki blokka svona mörg vefsvæði (skólinn lokaði t.d. fyrir MSN og Youtube)
  • Ekkert annað

 

Athugasemd #8

Má bæta:

  • Fjölbreytilegri málefni fyrir samræður

 

Athugasemd #9

Má bæta:

  • Vinna minna með tölvur
  • Fleiri hægindastóla (nemendur höfðu leyfi til að koma með eigin stóla í skólastofuna)

 

Athugasemd #10

Má bæta:

  • Kannski ókeypis kaffeinpillur fyrir morguninn, en annað er í lagi

 

Athugasemd #11

Má bæta:

  • Viðfangsefni sem vekja meiri deilur
  • Fleira fólk

 

Athugasemd #12

Má bæta:

  • Minna af löngum þögnum

 

Athugasemd #13

Má bæta:

  • Meiri samræður

 

Athugasemd #14

Má bæta:

  • Meiri fjölbreytileika

 

Þessar upplýsingar nýti ég að sjálfsögðu til að bæta námskeiðið. Ljóst er að ég þarf að finna fleiri viðfangsefni sem nemendum þætti spennandi að ræða. Samt vil ég varast að fara of mikið inn á svið trúarbragða og stjórnmála, en meira inn á pælingar um trúarbrögð og stjórnmál; þannig að ég ýtti ekki á slíkar samræður, en kom heldur ekki í veg fyrir þær. Spurning um að velta þessu betur fyrir sér.

Og nú að því jákvæða:

 

Athugasemd # 1 

Það besta við námskeiðið:

  • Allir báru virðingu hver fyrir öðrum
  • Þú þarft ekki að rífast til þess að ræða málin
  • Við fengum að ræða áhugaverð málefni og skrá þau á vefsvæðið

 

Athugasemd # 2

Það besta við námskeiðið:

  • Við gátum talað um hvað sem er
  • Okkur var ekki kennt, við fengum tækifæri til að tjá hugmyndir okkar
  • Við fengum að sitja í þægilegum stólum

 

Athugasemd # 3 

Það besta við námskeiðið:

  • Þetta námskeið hvetur þig til að hugsa útfyrir kassann, nota aðferðir gagnrýnnar hugsunar og kynnir námsaðferðir sem ég mér hefur aldrei áður dottið í hug að velta fyrir mér.

 

Athugasemd # 4 

Það besta við námskeiðið:: 

  • Gagnrýnin hugsun / rökhugsun
  • Hlustun (allir tóku þátt í henni)
  • Samræða / rannsóknir og leit

 

Athugasemd # 5

Það besta við námskeiðið:

  • Samræða
  • Wikisíðan 

 

Athugasemd #6

Það besta við námskeiðið:

  • Hversu nánu sambandi nemendur ná hver við annan
  • Þægilegt andrúmsloft
  • Djúpar samræður þar sem að þrátt fyrir að sumt fólk hafði sterkar skoðanir, var það kurteist og bar virðingu fyrir því sem aðrir höfðu til málana að leggja

 

Athugasemd #7

Það besta við námskeiðið:

  • Hrannar
  • Sápukúlur
  • Allt 

 

Athugasemd #8

Það besta við námskeiðið:

  • Þægilegt andrúmsloft
  • Að hugsa um hlutina á ólíkan hátt
  • Tókst að kynnast bekkjarfélögum mínum nokkuð vel

  

Athugasemd #9

Það besta við námskeiðið:

  • Að kynnast nýja fólki
  • Samræður
  • Að horfa á 'Stranger than Fiction'

 

Athugasemd #10

Það besta við námskeiðið:

  • Samræður
  • Samheldni hópsins
  • Að kynnast ólíkum skoðunum og viðhorfum 

 

Athugasemd #11

Það besta við námskeiðið:

  • Hrannar
  • Hugsun
  • Samræðan 

 

Athugasemd #12

Það besta við námskeiðið:

  • Samræða
  • Vinir
  • Kvikmyndir 

 

Athugasemd #13

Það besta við námskeiðið:

  • Sjónarhorn
  • Andrúmsloft
  • Að öðlast þekkingu 

 

Athugasemd #14

Það besta við námskeiðið:

  • Fólkið
  • Samræður
  • Að líða þægilega


Þetta var bráðskemmtilegt námskeið sem einfaldlega hjálpar mér að endurhlaða rafhlöðurnar á hverju ári.

Svona eru sumarfríin hjá Don Hrannari de Breiðholt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafrún Kristjánsdóttir

Til hamingju með þetta - Virðist hafa tekist vel upp

Hafrún Kristjánsdóttir, 24.6.2007 kl. 12:52

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk, já - þetta gekk ljómandi vel.

Hrannar Baldursson, 24.6.2007 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband