Um heimspekilegar spurningar

Fólk er ólíkt. 

Sumir eru sáttir við að heimurinn sé nákvæmlega það sem hann virðist vera og aðrir vilja skyggnast dýpra. Þeir sem vilja skyggnast dýpra gera sér grein fyrir að ekki er allt sem sýnist. Sumir þeirra reyna að útskýra heiminn út frá eigin sjónarhorni og finna endanleg svör við þeim spurningum sem fyrir þeim vakir. 

Aðrir sjá hversu margbreytilegur heimurinn er og hversu vandasamt getur verið að skilja hann, og sjá að endanlegar útskýringar eru meira draumsýn og óskhyggja heldur en svör sem eru sannleikanum samkvæm, og ákveða frekar en að svara öllum heimsins spurningum að semja spurningar um hluti sem hjálpar okkur að skilja aðeins betur hversu lítið við vitum.

Þessi viðleitni til að spyrja stöðugt spurninga hefur áhrif á þann sem spyr spurningarinnar, og einnig á þá sem reyna af fúlustu alvöru að svara henni. En þau áhrif sem það hefur haft á mig að spyrja slíkra spurninga, og gera mitt besta til að sífellt spyrja betur og um hluti sem hafa raunveruleg gildi í mínu eigin daglega lífi, hafa verið nokkuð sem ég tel afar æskilegt og gott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband