Um tilvist okkar

Show a female cowboy wondering while sitting in a pickup car the meaning of life. Photorealism.

Um daginn ræddum við konan mín um tilgang lífsins, og henni var einhvern veginn þannig að orði: “Ég neita að trúa því að við séum bara til, til þess eins að búa til börn og koma þeim á fót.”

Mér finnst afar vænt um þessa pælingu hennar, því hvernig getur verið að við séum í þessum heimi bara til þess að fæðast, éta og drekka, og deyja? Út frá því sjónarhorni er mannkyn ekkert annað en risastór drullupollur.

Sjálfur hef ég fundið heim í þessum heimi, allt það sem gerist í mínum eigin huga, bæði finnst mér áhugavert hvernig hugurinn endurspeglar veröldina og hvernig hann getur stöðugt búið til eitthvað nýtt. Mér finnst fátt skemmtilegra en að velta fyrir mér hvað býr í þessum huga, hvernig hann tengist veruleikanum og síðan gefa öðru fólki einhverja innsýn í hann, hafi það áhuga og vilja til þess.

Það má segja að við fæðumst og deyjum sem lífverur, sem verða að halda sér við með fæði og æti. Það er eins og mörg okkar setji samasemmerki á milli gæði = fæði, og þá getur fæðið verið ýmislegt annað en matur, til dæmis staða í samfélaginu, peningar, alls konar efnislegt ríkidæmi.

Mér verður ansi oft starsýnt á hið andlega ríkidæmi sem tengist traustum böndum hinu siðferðilega ríkidæmi. Ég hef óbilandi trú á að það sé skylda mín að vera besta útgáfan af sjálfum mér, og að leiðin sé að skilja muninn á hvað sé gott og hvað illt, og velja þá dygðir og góða siði sem ég vil rækta með sjálfum mér þannig að þeir endurspeglist í hegðun minni. Ég vil ekki að aðrir velji fyrir mig, því ég trúi ekki að við séum öll eins, þegar kemur að andlegu atferli. Efnislega erum við öll steypt í sama mót, en formið er eitthvað sem við mótum sjálf, ekki bara líkamlega formið, heldur einnig það andlega og siðferðilega. 

Ég elska bækur. Ein ástæðan fyrir því er að þær hafa reynst mér afar ríkt andlegt fæði. Ég get opnað eina af þeim fjölmörgu bókum sem ég hef keypt mér, eftir því í hvernig skapi ég er, lesið eina málsgrein, og það sem gerist er að hugur minn fer á flug, neistaflug. Ég sé hluti sem standa ekki í bókinni, heldur tengingar sem minn eigin hugur gerir við allar þær hugmyndir sem ég hef pælt í og tengir í alla þá reynslu sem ég lent í, og með hverju árinu verða þessar tengingar traustari, dýpri og áhugaverðari. Þar sem hugurinn er svo gríðarlega magnaður væri ég alveg til í að vera til miklu lengur en ég fæ að lifa heilbrigðu lífi.

Ég er ekki einn um það. Trúarbrögð hafa orðið til í kringum þessa hugmynd, að það geti ekki verið að heimurinn okkar sé bara eitthvað efnislegt, að þetta andlega form sem við höfum mótað, að það geti á einhvern hátt lifað af líkama okkar. Og þetta form okkar, sem við köllum sum sálir, er eitthvað sem sum trúarbrögð predika að geti lifað að eilífu, en svo eru aðrir sem telja það háð líkamanum og einfaldlega hverfa þegar tími okkar rennur út.

Sjálfur veit ég ekki svarið við þessari spurningu, en hins vegar veit ég að ekki þætti mér lífið merkilegt ef ég gæti ekki kafað í þessa andlegu vídd og mótað sjálfan mig á einhvern hátt. Það dugar mér að ég sé til í þessu augnabliki, og hafi þessa sýn á veruleikann sem sífellt er í mótun. Ég man þá tíð þegar ég gat ekki einu sinni hugsað heila hugsun. Það var heimspeki og skáldskap að þakka að mér tókst að fá innsýn inn í víddir míns eigin huga. Heimspeki og skáldskapur annarra hafa reynst huga mínum afar góður stökkpallur inn í mína eigin heimspeki og skáldskap, sem mig langar óstjórnlega mikið til að deila með öðru fólki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dominus Sanctus.

Hefur þú ekki lesið bækurnar um

MICHAEL-FRÆÐIN; þær eru t.d. til á íslensku.

SVARIÐ ER ÞAR.

Þau fræði innihalda bæði boðskap Krists og Búdda.

Þau ganga út á að

við FÆÐUMST ALLTAF AFTUR OG AFTUR INN Í JARÐARSKÓLANN  

og munum ekkert útskrifast úr þeim skóla fyrr en að við

getum gert öll sömu kraftaverkin og KRISTUR gerði.

TIlgangur lífsins fer eftir því hvað þú ert gömul SÁL: 

https://www.michaelteachings.com/soul_age_index.html

Dominus Sanctus., 1.10.2023 kl. 08:19

2 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Ég trúi því að Almáttugur Guð hafi sent þig og mig til jarðarinnar í ákveðnum tilgangi.

Þetta stutta líf okkar hér á jörðinni þjónar þeim eina tilgangi að láta okkur taka próf. Á prófinu er aðeins ein spurning sem þarf að svara. Eilíf velferð okkar er undir því komin hvernig við svörum.

Lífið gengur út á að svara fermingarspurningunni.

Var henni réttilega svarað á Fermingardaginn okkar?

Rómverjabréfið í kafla tíu versunum átta til tíu útskýrir þetta með þessum orðum: Hvað segir það þá? Nálægt þér er orðið, í munni þínum, og í hjarta þínu. Það er: Orð trúarinnar sem við prédikum. Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn, og trúir í hjarta þínu að Guð hafi upp vakið hann frá dauðum verður þú hólpinn. Með hjartanu er trúað til réttlætis, með munninum játað til hjálpræðis.

Þegar við höfum játast Jesú, með þessum hætti, erum við komin í sáttmála við Hann, NÝJAN SÁTTMÁLA.

Og Hann segir við okkur: Ekki er það yðar að vita tíma eða tíðir, sem faðirinn setti af sjálfs sín valdi. En þér munuð öðlast kraft, er heilagur andi kemur yfir yður, og þér munuð verða vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu, í Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar. Post. 1.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 1.10.2023 kl. 08:50

3 Smámynd: Dominus Sanctus.

Aðal-SPURNINGIN sem að fólk ætti að vera að spyrja sig að 

er hver sé þeirra loka markmið?

Hvað myndi fólk vilja upplifa í sínu næsta lífi?

= Hver er þinn "draumur?". 

Er það að búa í Buckingham-höll með með þjóna allsstaðar í krinugum sig og eiga allavega 1 milljarð inni á bankabók?

Eða er það að liggja í sólbaði á sólarströnd allan daginn á Flórída? 

Eða hvað? 

Dominus Sanctus., 1.10.2023 kl. 09:02

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Það auðgar og bætir lífið að lesa svona greinar sem fjalla um heimspeki og andleg málefni. Kristnin hefur án efa bætt marga og önnur trúarbrögð. Ef maður les DV sér maður þó að meira áberandi er heimshyggja þar sem fólk telur að vinstrisinnuð stjórnvöld leysi öll vandamál. Það var reynt í Sovétríkjunum og mistókst, og þó eru margir greinilega enn þannig.

Margt í þessum pistli kemur inná það sem dr. Helgi Pjeturss fjallaði um, að líf okkar hér á jörðinni er aðeins dropi af lífinu öllu. 

Höfundur þessa pistils skynjar margt af þessu tagi og manni finnst pistillinn færa á hærra stig. 

Eitt af því sem við þurfum að átta okkur á er að helstefna ríkir á jörðinni. Það merkir að einhverntímann í fortíðinni valdi fólk rangt og enn er haldið áfram að velja rangt. Sá sem er kristinnar trúar getur sagt að helstefnan sé fólgin í syndinni og andkristilegum nútímanum.

Dr. Helgi Pjeturss kenndi að lífstefnan getur verið fólgin í öllum trúarbrögðum. Þar má ævinlega finna einhvern kærleiksboðskap, svo deila menn um annað.

Að finna sameiginlegt markmið var það sem Ingvar frændi kenndi mér, að sameina trúarbrögðin með því að átta sig á því að guðir mannkynsins eru íbúar annarra stjarna og vilja hjálpa okkur.

"Hugurinn endurspeglar veröldina" skrifaði höfundur þessa pistils. Í þessari setningu er hann kominn nokkuð nálægt skilningi Nýalssinna, að í draumum næturinnar sé að finna tengingu við alheiminn og önnur mannkyn.

Ingvar frændi kenndi mér einnig að það væri þroskandi og mannbætandi að muna draumana, rifja þá upp og skrifa niður. Til forna var talið að spádómar kæmu með draumum. 

Dominus Sanctus skrifar um endurholgdun, og að geta gert sömu kraftaverk og Kristur gerði. Eitt af því sem maður lærir í Nýalsfræðunum er að endurholdgunin fer ekki bara fram á þessum hnetti heldur fjölmörgum öðrum hnöttum alheimsins. Það getur tekið langan tíma að ná því takmarki sem þar er nefnt.

Gamlar og þroskaðar sálir geta spillzt. Því miður er það að gerast í nútímanum að sálunum er varpað niður í eyðingu og spillingu.

Þegar hugað er að næsta lífi skal ekki endilega stefna hátt, heldur að huga að því að bæta allt þetta smáa sem maður hefði getað gert betur í þessu lífi. 

Ingólfur Sigurðsson, 2.10.2023 kl. 14:35

5 Smámynd: Dominus Sanctus.

LÍFSTEFNAN ER KOMMIN TIL JARÐRINNAR: 

https://contact.blog.is/blog/contact/category/411/

Dominus Sanctus., 2.10.2023 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband