Um fyrirmyndir og guði

Show Nordic gods as cowboys. Photorealism.

Frá barnæsku gerum við okkur alls konar hugmyndir, eins og hvernig manneskja væri sem væri algóð, fullkomin, vingjarnleg, skemmtileg, elskuleg, falleg og þar fram eftir götunum.

Það er eins og allir þessir kostir blandist saman í eina veru sem við síðan köllum Guð eða guð, sem þarf ekkert endilega að vera sama guðlega vera og fjallað er um í trúarbrögðum. 

En búum við ekki til svona viðmið í huganum, persónugerum þau og notum sem fyrirmyndir fyrir því hvernig við viljum vera og haga okkur frá degi til dags? Höfum við þannig hugsanlega hvert og eitt okkar eigin hugmynd um Guð eða guði, sem þá allar hefðu rétt á sér, því þær gegna þeim tilgangi að hjálpa hverju og einu okkar að finna þá leið sem hver og einn metur sem þá bestu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ef maður er trúaður, sem heiðingi eða kristinn maður eða múslimi eða hvað sem er, þá telur maður það guðlast eða goðlast að kenna guði sína eða guð við hugmyndir eingöngu. Fyrir þann sem er trúaður eru guðirnir staðreynd ekkert síður en fjöllin og vindarnir eða trén og dalirnir.

Nú er það svo að sálfræði og margar húmanískar greinar kenna að þetta sé þannig. 

Erich von Däniken kenndi annað og fjölmargir fleiri þannig snillingar sem hafa haldið því fram að efnislegur veruleiki búi á bakvið trúarbrögðin.

Ef við bara gerum ráð fyrir því að náttúruvísindamennirnir hafi rétt fyrir sér, eðlisfræðingar og stjarneðlisfræðingar, þá halda þeir því fram að það sé ráðgáta af hverju ekki sé vitað til þess með fullri vissu að hingað hafi komið geimverur, aðrar en menn og dýr jarðarinnar, sem vissulega eru geimverur, við lifum í geimnum. Firðverur þá, svo fundið sé annað og betra orð yfir aliens, sem þýðir eiginlega framandvera ef það er beint þýtt úr ensku, getur líka þýtt útlendingur, og er notað þannig, þetta alien orð sem hefur margar merkingar.

Þessa ráðgátu er fyrir löngu búið að leysa. Trúarbrögð mannkynsins segja öll frá geimverum, framandverum, djöflum og guðum. Það er svo annað mál og kemur inná sálfræði og siðfræði og fleiri greinar hvernig sögurnar um þessa guði og gyðjur eru túlkaðar, eða djöflynjur og djöfla, eins og sumar slíkar verur eru.

Auk þess eru ýmsir sem skynja svona verur enn, andlega sinnað fólk og næmt.

Það er hroki nútímamannsins að halda að hann sé kóróna sköpunarverksins. Það brýtur gegn venjulegri skynsemi, alveg eins og jarðmiðjukenningin gerði á sínum tíma.

Ingólfur Sigurðsson, 27.9.2023 kl. 13:51

2 Smámynd: Dominus Sanctus.

Spurningin ætti alltaf ða vera;

Hvað hjálpar ?

https://www.facebook.com/profile.php?id=100081982359959

Dominus Sanctus., 27.9.2023 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband