Um tilurð kvíðans

Show a cowboy riding towards a town in the old west. From the chest of the cowboy flow all kinds of confusing emotions and thoughts, representing anxiety. Photorealism.

Kvíði er tilfinning sem við finnum stundum fyrir. Það er eins og dragi fyrir sólu í huga okkar og blóðið í æðum okkar kólni nánast að frostmarki.

En er eitthvað ákveðið sem einkennir kvíða? Ef eitthvað eitt umfram annað veldur kvíða, þá er það vilji okkar í eitthvað sem liggur handan ákvarðana okkar og getu. Við finnum ekki til kvíða ef okkur langar að gera eitthvað sem við getum gert strax, eitthvað sem er á okkar valdi. Það er hægt að kvíða því að einhver manneskja sem við óttumst ætli að gera okkur eitthvað illt, það er hægt að kvíða slæmu veðri og að okkur muni líða illa vegna þess, það er hægt að kvíða þess að hitta fólk því fólk er óútreiknanlegt. 

Við getum hins vegar snúið þessu á hvolf og tekið þá ákvörðun að vilja ekkert endilega gott veður frekar en slæmt, því ákvörðun um gott og illt liggur með okkur sjálfum, við höfum vald á því. Við getum ákveðið að sama hvernig viðrar hefur það ekkert að gera með gott eða illt fyrir okkur, það er bara eitthvað sem er eða verður, og þegar veður er vont, þá getum við verið undirbúin fyrir það með ýmsum hætti, til dæmis með því að kæra okkur kollótt um það, klæða okkur vel, gæta þess að vera í skjóli og gera eitthvað skemmtilegt, eða ákveða að njóta þess sem er, sama hvað og hvernig hlutirnir eru. Því það eina sem við getum stjórnað erum við sjálf, hvað við viljum, hvað við ákveðum, hvað við gerum. Að velta sér upp úr hlutum sem við höfum ekkert vald yfir er tímaeyðsla, og í versta falli skaðlegt okkur sjálfum, eitthvað sem aðeins veldur sífellt meiri kvíða.

Hvaða þörf höfum við fyrir slíkt í lífinu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þetta efni kvíðinn hefur verið málefni sem ég hef lagt vinnu í að kynna lausnir á, ásamt mörgum öðrum. Góð skrif. Fagna því að sjá Hrannar Baldursson koma aftur inn í bloggheiminn. Gerir þennan heim betri og fjölbreyttari. Velkominn aftur Hrannar. 

Sigurður Þorsteinsson, 21.9.2023 kl. 05:16

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk kærlega fyrir Sigurður smile

Reyni að ná einni stuttri færslu á dag um hluti sem leita á hug minn. Ekkert endilega fréttatengt. 

Hrannar Baldursson, 21.9.2023 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband