Skiptir einhverju máli hvort Guð eða guðir séu til eða ekki?

_721fdc61-caea-4e0a-ae8b-eaa9f54de46d

 

“Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum. Allir eru gæddir skynsemi og samvisku og ber að breyta bróðurlega hverjum við annan.” - Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna (1948).

 

Tölfræði um Guð, guði og trúarbrögð

Þegar spurt er hversu mörg trúarbrögð séu í heiminum, þá svarar Wikipedia í “List of religions and spiritual traditions” að hægt sé að álykta að ríflega 4200 trúarstofnanir séu til í heiminum og muni fjölga mikið í framtíðinni.

Dr. Gary Wenk segir í greininni “‘Why Do Humans Keep Inventing Gods to Worship?” hjá Psychology Today og vísar þá í rannsóknir mannfræðinga að um 18,000 ólíkir guðir, gyðjur og ýmis dýr eða hlutir eru tilbeðnir af fólki á jörðinni í dag.

Í Wikipedia greininni “Monotheism” segir að til eru minnst 18 trúarbrögð þar sem aðeins er einn Guð, og síðan er sagt frá í Wikipedia greininni “Nontheistic religion” að til séu fjölmörg trúarbrögð og ekki-trúarbrögð þar sem enginn Guð eða guðir eru til staðar.

Út frá þessum tölum öllum saman er nokkuð ljóst að þessir nánast 8 milljarðar af manneskjum sem til eru í heiminum í dag virðast gera sér afar ólíka mynd af heiminum. Samkvæmt Wikipedia greininni “List of religious populations um fjölda trúarbragða í heiminum, eru flestir í heiminum Kristnir, eða um 31% mannkyns, og trúa á einn Guð. Um 25% eru Íslamstrúar og trúa líka á einn Guð, sem hugsanlega er sá sami og Kristnir trúa á. Samt má deila um það, því jafnvel meðal Kristinna eru afar ólíkar hugmyndir um hvað eða hver Guð er. Tæp 16% mannkyns er trúlaus eða andstæð trúarbrögðum og trúir því ekki á neinn Guð eða lætur sig standa á sama um slík mál. Um 15% eru hindúar og um 5% Búddatrúar, en þar er ekki trúað á neinn Guð eða guði. Síðan hafa Kínverjar sín eigin hefðbundnu trúarbrögð sem telja til um 5% af mannkyninu, en kínversku trúarbrögðin virðast vera af alls konar tagi.

Hvaða ályktanir má draga af þessum tölum, séu þær réttar og Wikipedia með áreiðanlegar upplýsingar? Það má kannski álykta sem svo að ríflega 55% mannkyns trúi á einn Guð, og hugsanlega eina og sama Guðinn, og um 35% mannkyns á engan Guð eða guði, og síðan sé restin fjölgyðistrúar, þar sem guðir eru í alls konar líki, sem karlar, konur, dýr eða hlutir.

Verðmætin í trúarbrögðum

Það felast ákveðin menningarverðmæti í trúarbrögðum. Til dæmis í Ásatrúnni, þar sem ákveðnu siðferði var haldið á lofti, að heiðurinn þótti öllum öðrum dyggðum æðri, sem þýddi að hefnda skyldi fyrir ef einhver gerði eitthvað á manns hlut, nokkuð sem mörgum finnst eðlilegt enn þann dag í dag. En svo kom Kristnin með annað siðferði, þar sem auðmýkt tók við af heiðri, og ef einhver gerði á manns hlut, átti maður að vera tilbúinn að fyrirgefa þeirri manneskju. Þessi Kristnu viðmið hafa verið rótgróin í samfélag okkar, og menning Íslendinga þróast síðasta árþúsundið með þetta hugarfar í farteskinu. 

Mannréttindayfirlýsingin

En nú eru komnir nýir tímar þar sem við hugsum víðar en innan ramma einstaka trúarbragða, þar sem við hugsum um mannkynið sem slíkt, en viðmið okkar um almennt siðferði virðist felast í Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu Þjóðanna, sem reynt hefur að tengja saman alla menningarheima og trúarbrögð jarðarinnar í eina yfirlýsingu, sem við ættum öll að geta staðið við og verið sátt með.

En getum við verið sammála um mannréttindin, að þau séu það sem bindur okkur öll saman, allt mannkynið, gert okkur að einum hóp, jafnvel einu teymi? 

Heimsmarkmiðin

Og ef þetta er það sem sameinar okkar, mun þá engu skipta hvort allir þeir guðir, hvort sem þeir eru margir eða einn, séu til eða ekki? Skiptir meira máli að mannkynið stefni öll að sömu markmiðum, eins og Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og að við reynum öll að vinna saman við að leysa þau vandamál sem til staðar eru til að gera lífið betra fyrir okkur öll?

 

Mynd: Microsoft Bing - Image Creator powered by DALL-E


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Áhugaverð grein. En það sem ég held að sé einmitt vandi í dag er að fólk lætur hið persónulega og takmarkaða trufla sig og hugsar ekki um heildina. Á meðan einhverjir ytri múrar aðskilnaðar hrynja fer fólk lengra inní sjálft sig og sálina. Fésbókin fjallar um sjálfið.

Stórar fréttir fá jafnvel ekki athygli eins og þarf. Hver ber ábyrgð á því að tryggja frið um kjarnorkuverin í Úkraínu í stríðinu og að þau springi ekki vegna skorts á rafmagni og ofhitnun eða öðru?

Á meðan Þjóðverjar úthýsa sínum kjarnorkuverum er hættan miklu meiri annarsstaðar eins og í Úkraínu. Samræmið skortir.

Dr. Helgi Pjeturss hélt því fram að helstefna ríkti ef á hann yrði ekki trúað og farið eftir kenningum hans. Auðvelt er að sjá að þetta er rétt, helstefnan ríkir, stríð og sundrung.

Sumt stefnir þó til bóta. 

Ef guðir Ásatrúarinnar eru sterkari og heilagri en guðir eingyðistrúarinnar, þá skiptir það vissulega máli að tigna þá. Kannski skipta trúarbrögðin mestu máli.

Já, ég held að það skipti mjög miklu máli hvað er satt og rétt í sambandi við trúarbrögðin. En ég er enn leitandi.

Ingólfur Sigurðsson, 16.4.2023 kl. 12:43

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Erum við ekki allir sammála um að BOÐORÐIN 10 

Hafi verið ákveðin "upphafning" fyrir mannkynið

og hafi verið til GÓÐS á allan hátt? 

Jón Þórhallsson, 17.4.2023 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband