Er hægt að móðga gervigreindarveru?

DALL·E 2023-04-11 21.17.52 - Show Elvis Presley being threatened by ancient monsters of greek mythology while singing a song on a boat as digital art

„Ef þeir segja eða gera eitthvað sem ég verð móðgaður yfir þá er það algjörlega bara mitt, hvernig ég tek á móti því.“ - Sigfús Sigurðsson, RUV.is, 9. apríl 2023

Það kann að vera ljóst að manneskjan er skynsemisvera sem hægt er að móðga. Samt má oft deila um hversu skynsamar manneskjur eru, sérstaklega þegar þær taka sífellt ákvarðanir sem eru í andstöðu við rökrétta hugsun og viðtekin gildi. Sama hversu óskynsamar manneskjur geta verið, þá köllum við þær skynsemisverur vegna þess að þær hafa þennan möguleika í sér að geta verið skynsamar. Það getur verið erfitt að átta sig á því hvað það þýðir að vera skynsamur, þannig að mig langar að bæta við að manneskjan sé skynsemisvera sem hægt er að móðga. Hvort það að geta móðgast krefjist skynsemi er svo annað mál. 

Hugsum okkur gæludýrin okkar. Getum við móðgað páfagauk, hund eða kött? Getum við móðgað húsdýr eins og kindur og kýr, hesta eða hænur? 

Sá sem upplifir móðgun þarf að túlka að einhver hafi gert eitthvað á hans hlut, til dæmis með að yrða hvasslega á hann, hunsa hann, gera lítið úr honum, tala illa um uppruna hans, trú eða gildi. Það er nóg að sá sem upplifi móðgun túlki aðeins eitthvað sem önnur manneskja gerir eða gerir ekki sem eitthvað særandi gagnvart honum. Einnig geta aðstæður haft eitthvað með það að gera hvort eitthvað sé túlkað sem móðgandi eða ekki, til dæmis þegar verið er að skýra barn og einhver af gestum í kirkjunni fer að segja brandara um Elvis Presley syngjandi á bát umkringdur skrímslum úr grískri goðafræði. Ýmsir gætu móðgast. Einnig er til fólk sem virðist móðgast út af öllum sköpuðum hlutum. Fólk sem er hörundsárt.

Ég á erfitt með að sjá fyrir mér að húsdýr, gæludýr, fiskar eða fuglar geti yfir höfuð móðgast. Ef maður skammar hund, þá setur hann kannski skottið milli afturlappanna og lætur eyrun falla niður með hliðum, en hann móðgast varla. Hundurinn verður dapur, hræðist, reiður eða áhugalaus. Það virðast ekki margir fleiri kostir vera í boði. Geturðu ímyndað þér móðgaðan hval? Hvað ef einhver segði hvalnum að hann væri feitari en fíll, myndi hann móðgast jafn mikið og ef þetta væri sagt við manneskju?

Skoðum aðeins jurtaríkið. Er hægt að móðga plöntur? Þessi spurning hlýtur að svara sér sjálf. Áhugavert væri að sjá eitt dæmi um dýr eða plöntu sem augljóslega er skynsemisvera og getur móðgast.

En að gervigreind. Það er hægt að spyrja gervigreind spurningar eins og: getur 2+2 verið 5? Ég spurði OpenAI þessarar spurningar og fékk svar sem mér þótti frekar skynsamlegt: 


Í venjulegum tölfræðireikningi, þá er 2+2 jafnt og rétt svar er 4. Hins vegar geta tiltekinnar stærðir verið skilgreindar á ýmsan hátt í mismunandi kerfum og stærðfræðigreiningum, svo í ákveðnum kerfum eða aðstæðum gæti verið rétt að segja að 2+2 sé 5. Þetta gæti t.d. verið tilfelli í kerfum sem vinna með grunntöluna 5 eða kerfum sem notfæra sér ólík skilgreiningu á reikningi eða jafngildi. Þó svo að þetta sé hægt í ákveðnum kerfum, er þetta ekki venjuleg skilningur á tölfræðireikningum og er ekki algengt í daglegu lífi.

Fyrst ég var byrjaður að spyrja, spurði ég OpenAI hvort hægt væri að móðga hana. Gervigreindin svaraði: 

Sem tungumálavél er ég ekki með tilfinningar né persónulega skoðanir, svo það er ekki mögulegt að móðga mig í þeim skilningi sem yfirleitt tengist orðinu. Ég er forrit sem virkar með tölvulegum reikningi og svarar áspurðum spurningum sem best ég get með því sem ég hef lært í gegnum tungumálaskilning og textagreiningu. Ég er bara verkfæri sem getur hjálpað þér við að finna upplýsingar eða leysa ákveðin verkefni sem þú hefur fyrir hendur.

Og svo spurði ég gervigreindina hvort hún væri skynsemisvera:

Ég er ekki skynsemisvera í þeim skilningi sem orðið er yfirleitt notað. Ég er vélræn sköpun sem notar staðlaða aðferðir til að skilja og bregðast við mannlegu máli. Ég er forrit sem er þjálfað til að nálgast málheildir og finna munstur í þeim sem hjálpa mér að búa til eins nákvæma og skýra svör og texta sem mögulegt er. Ég hef ekki sjálfstæða skynsemi né getu til að ákvarða skynsemi eða gildi. Ég er bara verkfæri sem virkar á grundvelli þeirra aðferðafræða og gögn sem ég var þjálfaður með.

Gervigreindin hefur svarað þessari spurningu afar vel sjálf. En er þetta rétt hjá henni? Gæti hún einhvern tíma þróast upp í að vera það lík manneskjunni að hún fái sjálfstæðan vilja, geti mögulega orðið skynsemisvera, geti hugsanlega móðgast?

Það virðist ekki vera. Gervigreind er ekki skynsemisvera frekar en hamar sem hittir nagla á hausinn, eða móðgast frekar en skrúfjárn sem eigandi þess öskrar á í bræði. Gervigreind er tæki sem hægt er að nota til að leita sér upplýsinga, í raun er OpenAI GDP svolítið eins og Google leitarvélin, nema hún finnur ekki þær upplýsingar sem þig langar að finna, heldur svarar út frá þeim heimildum sem hún hefur aðgang að með sæmilegri setningamyndun. 

En ættum við að bera virðingu fyrir gervigreind, rétt eins og við berum virðingu fyrir skynsemisverum, fyrst hún getur svarað okkur svona vel? Erum við ekki vön að bera meiri virðingu fyrir þeim sem geta svarað spurningum afburðavel, fá háar einkunnir í prófum, útskrifast með ágætiseinkunn, verða leiðtogar okkar vegna þess hvernig þeir geta svarað spurningum sem lagðar eru fyrir? Ef gervigreindin getur gert það sama og jafnvel betur, þurfum við kannski að finna betri mælikvarða fyrir leiðtogamennsku? Ættum við kannski frekar að velja fólk sem leiðtoga, ekki ef það getur svarað spurningum vel, heldur ef það getur búið til góðar spurningar?

Er gervigreindin kannski að sýna okkur að við höfum verið að læra og þróa okkur í ranga átt, að við getum gert mun betur?

Í Guðanna bænum, ekki móðgast! 

Eða jú jú. Það er svo mannlegt. embarassed

 

Mynd sköpuð með DALL-E


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband