Þegar árásir sigra skynsemina

242472

“Ad hominem árás gegn einstaklingi, ekki gegn hugmynd, er mikið hrós. Það þýðir að manneskjan hefur ekkert gáfulegt fram að færa um skilaboð þín." - Nassim Nicholas Taleb, Svarti svanurinn, 2007.

 

Ein þekktasta rökvilla rökfræðinnar er kölluð "Ad-Hominem", en í stuttu máli merkir hún að þegar rökræður eiga sér stað þá reynir gjarnan annar aðilinn að brjóta gegn lögmálum rökfræðinnar og fara frekar í manninn en boltann, svo fótboltamál sé notað.

Þetta afbrigði mælskulistarinnar á sér stað þegar mælandi reynir að varpa skugga á manngerð, vilja eða eitthvað í fari viðmælanda frekar en að taka á málefninu sjálfu.

Það er mjög óþægilegt að verða fyrir slíkum árásum, sérstaklega ef viðmælandinn hefur ekkert til að verja sig annað en röksemdir og góðan vilja. Hann mun aldrei svara í sama mæli því það er ekki hans eðli að sannfæra aðra um hvað honum finnst, heldur sýna fram á hvernig málum er háttað í raun og veru.

Vandinn er sá að það er mun auðveldara að vekja eftirtekt og sannfæra fólk með skýrum tilfinningum og hörðum dómum frekar en röksemdarfærslum og hófsemi. 

Samt er það skylda allra þegna í lýðræðisríki að fella ekki dóm nema rökin hafi fullnægjandi forsendur. Var ríkissáttasemjari hlutdrægur eða ekki í sínum málflutningi? Óháð sannleikanum hefur orðspor hans var flekkað af andstæðingum hans, honum gefnar upp sakir sem eiga ekki við rök að styðjast. 

Slíkt getur gerst þegar heitar tilfinningar og köld rök rekast á. 

 

Sjá Wikipedia síðu um Ad-hominem rökvilluna: Persónuníð

Mynd: Svarti Svanurinn eftir Taleb á amazon.com

 

 


mbl.is „Ég hygg að ég hafi gert allt rétt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

 Ef maður hefur lesið vefrit á netinu frá því netið kom til, eða í 20 ár eða svo, til dæmis DV, þá hefur maður kannski myndað sér skoðun bæði á vali á fréttum, sjónarhorni, áherzlum og skoðunum fréttamanna þar. Síðan er annar kapítuli athugasemdirnar undir fréttunum, og oft talað um að þar þrífist verstu kenndir mannfélagsins, reiði og heift og svo framvegis, alltaf farið í manninn en ekki boltann.

Bæði hægrimenn og vinstrimenn eru hatrammir í þeim deilum. Þó held ég að vinstriöfgamenn leyfi sér meira. Rasistastimpillinn er þannig orðinn merkingarlaus klisja og að segja að kjósendur XD vilji spillingu. Þegar þannig er umræðan drepin með blammeringum og einhverju sem sjokkerar, að halda því fram að andstæðingurinn sé persónugervingur alls þess neikvæða, það eyðileggur að fólk komist að skynsamlegri niðurstöðu eða verði sammála um eitthvað.

Ef persóna tilheyrir ákveðnum hópi sem eitt sinn varð fyrir ofsóknum, er hún þá friðhelg og má ekki gagnrýna hana? Hvar endar það? Eða allir sem tilheyra þeim hópi? Þannig myndast nýir forréttindahópar, sem geta brotið á öðrum.

Ingólfur Sigurðsson, 14.2.2023 kl. 03:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband