Getum við lært þegar við teljum okkur vita?

"Það er ómögulegt fyrir mann að læra þegar hann telur sig vita." - Epíktet

pma0ruF2m0hoxMM8zZ2evR57amjdCdmyfmBk2LTO

Til að læra nýja hluti þurfum við að vera opin fyrir námi. Til að vera opin fyrir námi þurfum við auðmýkt. Við þurfum að átta okkur á því að við vitum ekki allt, og við þurfum að halda athyglinni og huganum opnum, en það er einn lykill að því að læra.

Getur verið að sérfræðingar á einhverju sviði gefi okkur þá tilfinningu að þeir viti meira en þeir í raun og veru vit, að þeir falli í þá gryfju að sannfæra okkur um sína þekkingu frekar en að sýna hana í verki? Því ef þér tekst að sannfæra einhvern um sérfræðiþekkingu gætirðu tryggt þér stöðu sem gæti verið grundvöllur þess að þú starfir við það sem þú telur þig sérfræðing í.

Ef það er eitthvað sem ég hef lært við mitt nám og störf, er það hversu mikið það er sem ég veit ekki. Ég hef fullt af hugmyndum sem byggja á fræðum og reynslu, beiti sumum og öðrum ekki, og næ oftast þeim árangri sem er vænst. En ég reyni stöðugt að minna sjálfan mig á auðmýktina, að það sé sífellt eitthvað nýtt sem hægt er að læra, að þekking er aldrei fullkomin heldur vöxum við með henni, rétt eins og tré sem lætur hugmyndir sínar um hæð himinsins ekki stoppa sig frá því að vaxa áfram og lengra upp á við; og á sama tíma leyfa eigin rótum að grafa dýpra í jarðveginn og leita sér næringar. 

 

Mynd: Interesting Engineering


mbl.is Leysti 20.000 ára gamla gátu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú heldur það.

Vagn (IP-tala skráð) 7.1.2023 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband