Hið góða í manninum

 panorama-4610864_1920

Hið góða í manninum, hvað er það og hvaðan kemur það? Við þekkjum dæmi um góð verk, eins og þegar björgunarsveitarmaður leggur í leiðangur til að hjálpa fólki í ógöngum, eða þegar sjúkum er hjúkrað og þegar nemanda er kennt að læra vel.

En gerir þetta viðkomandi að góðri manneskju? Gerir þetta viðkomandi kannski bara að góðum björgunarsveitarmanni, góðum heilbrigðisstarfsmanni og góðum kennara?

Er góðmennskan eitthvað dýpra en það sem við gerum? Hvað ef athygli okkar beinist alltaf að hinu góða, við reynum að átta okkur á muni hins góða og hins illa, og stefnum á að gera vel í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur, auk þess að tryggja að það sem við tökum okkur fyrir hendur sé gott?

Það er nefnilega hægt að villast af leið. Sumt getur virst gott án þess að vera það. Dæmi um það er sælgæti og stefna leiðtoga landa sem eru vinsælir en leiða þjóðir sínar í ógöngur. 

Hið góða er ekkert endilega trúarlegt hugtak. Enginn á það. Margt getur verið gott. Til dæmis getur verið gott að eiga nóg til að sjá fyrir sjálfum sér og sínum. Annað sem er gott er að geta stundað vinnu og virkjað þannig hæfileika sína. Einnig ef við lítum aðeins inn á við getur verið gott fyrir manneskju að vera skapandi, einlæg, heiðarleg, réttlát, sanngjarna, vitra, heilsteypta og þannig má lengi telja.

En þurfum við ekki að vita hvað hið góða er til að stefna í rétta átt? Er það eitthvað innra með okkur sem þarf að rækta eða kemur það af sjálfu sér? Er það eitthvað sem við fæðumst með? 

Kemur hið góða utan eða innan frá? Hefur eitthvað yfirvald í mannlegum heimi höndlað hvað hið góða er? Hvort sem það er í höndum trúarbragða, heimspekinga, stjórnvalda, starfsstétta eða einstaklinga? Eða kemur hið góða kannski innan frá, frá því að hugsa um hvað er gott og ekki gott, og stefna að því sem við ekki aðeins trúum að sé gott, né vitum að sé gott, en erum sífellt að velta fyrir okkur hvernig við getum stefnt á hið góða?

Kemur hið góða kannski frá góðum vilja, hvað svo sem það er?

 

Mynd: Pixabay


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

"LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ!":

Hverjar eru fyrirmyndir æskunnar?

Nær öll börn á íslandi fara í sunnudagaskólann

og læra þar um öll góðverkin sem að Kristur gerði.

Svo er til fólk sem að trúir á Búddisk-fræði;

eins og endurholdgunar og KARMA-LÖGMÁLIÐ.

=Eftir því sem að þú gerir fleiri GÓÐVERK í þessu lífi;

þeim betra líf bíður þín í því næsta.

Jón Þórhallsson, 31.3.2021 kl. 17:10

2 identicon

Er góðmennskan hugsanlega áskapað "fiff" náttúrunnar til að hópdýrum gangi betur samvinnan?

Siðgæðisvitundin og samlíðunin með öðrum aðeins hormónatengd skilyrðing til þess sem við köllum að vera góður?

Þannig sé illskan ekki til, aðeins skortur á góðmennsku?

Hákarlinn étur og rífur hvað sem er í sig ekki af því að hann sé illur heldur af því að hann hefur enga ástæðu til að vera góður?

Getur verið að góðmennskan sé dulbúin sjálfselska, að við gerum öðrum gott til að okkur líði vel sjálfum?

Maður spyr sig ;-) 

Bjarni G. Bjarnason (IP-tala skráð) 31.3.2021 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband