Dygðir og lestir

book-4302990_1920

Dygð er heiti yfir siðferðilega góðar athafnir og val, en lestir yfir siðferðilega vafasamar athafnir og val. Það getur verið vandasamt að greina þarna á milli, enda sumir með siðferðiskerfi byggð á kreddum, aðrir á gagnrýnni hugsun og síðan er enn öðrum nákvæmlega sama um þetta allt saman.

Samkvæmt Aristótelesi felst dygðin í meðalhófi, að velja og framkvæma hvorki í óhófi né því að velja og framkvæma alls ekkert, heldur að finna eitthvað á milli þessara tveggja öfga. 

Þegar kemur að því að segja satt, þá væri meðalhófið ekki að segja alltaf satt né að segja aldrei satt, heldur átta sig á meðalhófinu, finna hvar það er viðeigandi og hvar ekki. Er til dæmis allt í lagi að ljúga ef það kemur þér pólitískt vel, eða ef það ver hagsmuni annarrar manneskju?

Þegar kemur að ofbeldi, á það sama við. Að ganga stöðugt í skrokk öðru fólki eða beita það andlegu ofbeldi er í sjálfu sér illt, en er það jafn illt að ganga aldrei í skrokk á neinum eða beita andlegu ofbeldi? Hugsanlega er meðalvegurinn hérna að gera slíkt aðeins í sjálfsvörn, og gefa samfélagslegu tæki eins og lögreglu að beita ofbeldi í hófi og samkvæmt bestu dómgreind til að halda uppi lögum og reglu.

Það má finna dæmi sem hafna þessari kenningu um meðalhófið? Til dæmis hvernig væri nokkurn tíma hægt að réttlæta nokkuð eins og nauðgun eða fíkniefnasölu í meðalhófi? Kannski svarið felist í að lögmálið um meðalhóf er ekki undanskilið reglunni sjálfri.

Ýmsir spekingar gegnum aldirnar hafa dygðir, en þær eru of margar til að telja upp í stuttri bloggfærslu. Sem dæmi um dygðir:

  1. Nægjusemi
  2. Viska
  3. Hugrekki
  4. Sjálfstjórn
  5. Réttlætiskennd
  6. Skopskin
  7. Virðing

Lestir eru hins vegar skuggahliðin á dygðinni, andstæðan sem eyðileggur. Ef við reynum að finna andstæður við dæmin sjö hér að ofan, gætu þau verið þannig:

  1. Öfgar
  2. Þrjóska
  3. Hugleysi
  4. Stjórnleysi
  5. Ranglæti
  6. Neikvæðni
  7. Vanvirðing

Það gefur auga leið að sá sem lifir eftir dygðum er líklegri til að bæði ná lengra í lífinu og vera hamingjusamari en sá sem lifir eftir löstum. Samt er erfitt að rökstyðja af hverju það er. Sjálfsagt er erfiðara að byggja líf sitt á löstum en dygðum af því að lestir eru í skuggamyndir dygðanna, þeir hafa ekki sams konar sjálfstæði. Til dæmis er ekkert hugleysi án hugmyndar um hugrekki, en hugrekki getur vel verið til staðar án hugleysis.

Ég fyrir mitt leyti reyni að átta mig á hvað er gott eða hjálplegt, og stefni að því að ákvarðanir og vek mín byggi á slíkum dygðum, og geri mitt besta að forðast lestina, þó að vissulega geti þeir stöku sinnum verið freistandi. En þá kemur upp nauðsyn þess að hugsa gagnrýnið og átta sig á meðalhófinu.

 

Mynd: Pixabay


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband