Nýjustu færslur
- Af hverju krefjast raunveruleg góðverk alltaf áreynslu?
- Um líkama og sál - Í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Bald...
- Hrós til þjónustuborðs Costco
- Hætturnar sem felast í fáfræði
- Mistök og það sem við getum lært af þeim
- Heimspeki í morgunmat: að byrja hvern dag með krefjandi spurn...
- Af hverju trúum við stundum blekkingum frekar en því sanna?
- Meðan bærinn okkar brennur
- Ekki er allt gull sem glóir, en samt veljum við það
- Ofurkraftar okkar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2024
2023
2021
2020
2019
2018
2017
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Aðeins um rasisma og gagnrýna hugsun
9.3.2021 | 22:21
Rasismi er eitt af þessum erfiðu fyrirbærum sem við vitum að er illt í sjálfu sér. Það er fordómur sem segir að sumar manneskjur séu verri en aðrar og að sumar manneskjur séu betri en aðrar. Óháð kynþáttum, þjóðernum, trúarbrögðum, kyni, skoðunum eða skólun erum við öll nokkuð jöfn. Við getum öll lært, þau ungu hraðar en þau gömlu þar sem leirinn í hausnum þeirra er mýkri og auðveldara að hnoða, en með einbeittri þjálfun getur nánast hver sem er æft sig til að gera nánast hvað sem er.
Við erum öll jöfn efnislega og siðferðilega vitum við að manneskjur ættu allar að vera jafnar, óháð hvaðan þær eru, hverju þær trúa, hvers kyns þær eru. Það eru augljós sannindi sem er ágætlega lýst í Mannréttindayfirlýsingu sameinuðu þjóðanna:
Sérhver manneskja er borin frjáls og jöfn öðrum að virðingu og réttindum. Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna kveður á um mannréttindi sem allir eiga jafnt tilkall til án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna. Þetta eru þín mannréttindi. Kynntu þér þau. Leggðu þitt af mörkum til að efla virðingu fyrir mannréttindum þínum eigin og annarra.
Almennt hugsum við um rasisma sem fyrirbæri í hugum okkar, að við dæmum einhverja sem verri en okkur sjálf, en ekkert endilega að einhverjir séu betri. En þegar við trúum að konungar, drottningar, prinsar, prinsessur, jarlar eða greifar sé betri manneskjur en aðrar erum við kannski að fordæma út frá rasisma?
Rasistinn er manneskja föst í ákveðinni heimsmynd, trú um að heimurinn sé á ákveðinn hátt, þar sem sumir eru betri eða verri en aðrir, einfaldlega vegna þess hverra manna viðkomandi er. Hann er ekki líklegur til að velta fyrir sér hvaðan skoðanir hans koma, hvort þær hafi síast óvart inn í hugann og trúna, heldur hefur hann samþykkt þessa trú sem sanna og leyfir ekki eigin hugsunum að gagnrýna og efast um gildi þessarar trúar. Veikleiki rasistans er skortur á gagnrýnni hugsun, en styrkleikur hans óbilandi trú sem er viðhaldið af þrjósku.
Þeir sem hugsa gagnrýnið geta orðið fyrir því að dæma annað fólk fljótfærnislega á röngum forsendum, til dæmis vegna rasisma eða annarra fordóma sem einhvern veginn hafa fest rætur í huga hennar, en slík manneskja getur leiðrétt eigin skoðanir með því að hugsa um þær og stilla sig af, og með því að hlusta á ábendingar annarra sem hugsanlega hafa skoðanir á skoðunum hennar.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 778059
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- AK-72
- ThoR-E
- Agnar Freyr Helgason
- Alfreð Símonarson
- Alvy Singer
- Anna
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Berglind Steinsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Dís
- Birna Guðmundsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Sæmundsson
- Björgvin Gunnarsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- Blogblaster
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bwahahaha...
- Börkur Gunnarsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Dofri Hermannsson
- Edda Sveinsdóttir
- Einar Indriðason
- Einar Jón
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Sara
- Eymar Plédel Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fararstjórinn
- FreedomFries
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Gulli litli
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Sverrir Þór
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Erla Sumarliðadóttir
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Foster Hjartarson
- Gísli Tryggvason
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Karlsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Viðar
- Heidi Strand
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Johnny Bravo
- Jonni
- Jóhann Björnsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón V Viðarsson
- Jón Viktor Gunnarsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jón Þór Ólafsson
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Karl Tómasson
- Katan
- Ketill Sigurjónsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
- Kolbrún Hilmars
- Konráð Ragnarsson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Hreinsson
- Kristján Kristjánsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Leikhópurinn Lotta
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magidapokus
- Magnús Árni Magnússon
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Kristjánsdóttir
- Millablog
- Neddi
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Kristinsson
- Ragnar Gunnarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Ransu
- Rut Sumarliðadóttir
- Róbert Björnsson
- Rúnar Már Bragason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skafti Elíasson
- Skák.is
- Snorri Bergz
- Snuddi
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Steinki
- Steinn Hafliðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Arnarsson
- Sverrir Stormsker
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Helgason
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig
- TARA
- Toshiki Toma
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tómas Þráinsson
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Víðir Ragnarsson
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- kiza
- mongoqueen
- Ásgerður
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Arnórsson
- Óskar Þorkelsson
- Óttar Felix Hauksson
- ÖSSI
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þröstur Helgason
- Þröstur Unnar
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórdís Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Agný
- Ari Jósepsson
- Árni Karl Ellertsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarki Þór
- Davíð Pálsson
- Dominus Sanctus.
- DÓNAS
- ESB og almannahagur
- Eygló
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- G Helga Ingadottir
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Eiríksson
- Guðni Karl Harðarson
- Hafþór Baldvinsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Hörður Halldórsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jónatan Gíslason
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lúðvík Lúðvíksson
- Marta B Helgadóttir
- Morgunblaðið
- Omnivore
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Styrmir Reynisson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sævar Már Gústavsson
- Sölvi Breiðfjörð
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valur Arnarson
- Vestarr Lúðvíksson
Athugasemdir
"Rasisti" er núna bara orð sem úrkynjað fólk (woke) notar um þig ef þú segir eitthvað sem þeim líkar ekki.
Ásgrímur Hartmannsson, 10.3.2021 kl. 08:03
Er Karl Sigurbjörnsson Frv. BISKUP; rasisti ef að hann er
andvígur hjónaböndum samkynhneigðra?
https://www.ruv.is/frett/vildi-ekki-kasta-hjonabandinu-a-sorphaugana
Jón Þórhallsson, 10.3.2021 kl. 08:54
Hatursorðræða gegn samkynhneigðum er refsivert brot, enda þótt það sé ekki rasismi.
Racism
"233. gr. a. Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum."
Almenn hegningarlög nr. 19/1940
Þorsteinn Briem, 10.3.2021 kl. 09:45
11.6.2020:
"Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá máli Carls Jóhanns Lilliendahl gegn íslenska ríkinu. Carl taldi íslenska ríkið hafa brotið á mannréttindum sínum er hann var sakfelldur fyrir hatursorðræðu.
Dómstólinn telur að ummæli Carls hafi falið í sér hatursorðræðu.
Málinu var vísað frá í morgun og í tilkynningu frá dómstólnum segir að niðurstaða dómsins hafi verið einróma. Segir í niðurstöðu Mannréttindadómstólsins að ekki sé ástæða til þess að efast um dóm Hæstaréttar í máli Carls frá árinu 2017.
Forsaga málsins er sú að Carl Jóhann lét tiltekin ummæli um samkynhneigð falla í athugasemd við frétt á Vísi.
Í fréttinni var fjallað um ályktun sem bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hafði samþykkt og laut að gerð samstarfssamnings við Samtökin 78 um svokallaða hinsegin fræðslu í grunnskólum sveitarfélagsins."
Íslenska ríkið braut ekki á Carli Jóhanni Lilliendahl með hatursorðræðudómi
Þorsteinn Briem, 10.3.2021 kl. 09:48
17.10.2018:
"Í dómsorði segir að það sé hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og að útilokað sé að ummælin geti verið varin af skoðanafrelsisákvæði 73. gr. stjórnarskrárinnar."
"Ummælin voru rituð í nafni Jónu Salmínu Ingimarsdóttur, sem í viðtali við DV nokkrum dögum síðar þvertók fyrir að hafa skrifað ummælin.
Í ljós að það var eiginmaður hennar, Snorri Jónsson, sem ritaði þau í nafni konu sinnar.
Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum ákærði hann fyrir hatursorðræðu vegna ummælanna og í ákæru eru þessi orð talin fela í sér ógnun, háð, rógburð og smánun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps manna hér á landi vegna trúarbragða þeirra."
Snorri Jónsson sakfelldur fyrir hatursorðræðu
Þorsteinn Briem, 10.3.2021 kl. 09:50
Hérna er hann Karl biskup ekki að ógna eða að hóta neinum,
hérna er hann bara að standa vörð um KRISTIN GILDI,
=Hann er á annarri skoðun en gaypride-göngufólkið.
Alveg eins og fólk er annaðhvort með eða á móti esb.
=Hann er ekki að kasta steinum í neinn:
https://www.ruv.is/frett/vildi-ekki-kasta-hjonabandinu-a-sorphaugana
Jón Þórhallsson, 10.3.2021 kl. 10:01
Íslenska orðið yfir rasisma er kynþáttahatur.
Hvernig er hægt að hata eitthvað sem er ekki til?
Guðmundur Ásgeirsson, 10.3.2021 kl. 16:16
Jesús Kristur tók þá eindregnu afstöðu til hjónabandsins að það sé órjúfanlegt samband milli karls og konu.
Ekki veit ég til að Kristur hafi tekið einhverja afstöðu til sambands samkynhneigðra, en fráleitt er að hann hefði kallað það hjónaband. Samkynhneigðir eiga auðvitað að fá að lifa sínu lífi og fá lögbundinn rétt til sambúðar, mættu jafnvel fá einhverja blessun yfir hana. En ég tel það bara frekju að krefjast að það sé eins og "heilagt hjónaband" karls og konu eins og það var í augum Jesú Krists. Reyndar munu fáir, nú orðið, taka það eins hátíðlega og Kristur gerði.
Upprunaleg merking nafnsins "Gestur" er óvinur. Tortryggni og ótti gagnvart framandi fólki hefur, allt frá upphafi, verið inngróinn í manneskjuna. Kannski er þessi ótti að einhverju leyti í genunum á okkur. Alla tíð hafa verið meiri og minni róstur á milli ættflokka og þjóða og ekki hefur verið á það bætandi ef útlitið var ólíkt. Segja má að það séu fremur áratugir en aldir síðan mannkynið fór að líta á sig sem eina heild og því ekki að undra þó að sumir séu ekki enn búnir að átta sig á því. Það er ástæðulaust að kalla þá alla "rasista".
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 10.3.2021 kl. 16:46
Sæll Hörður!
Ertu ekki orðin TVÍ-SAGA með þessari yfirlýsingu þinni?
"Jesús Kristur tók þá eindregnu afstöðu til hjónabandsins
að það sé órjúfanlegt samband milli karls og konu.
Ekki veit ég til að Kristur hafi tekið einhverja afstöðu til sambands samkynhneigðra..,"?
Jón Þórhallsson, 10.3.2021 kl. 16:56
Jón Þórhallsson, hver er TVÍ-SAGAN?
Ekki var ég með neina yfirlýsingu þegar ég sagði að Jesús Kristur hafi talið hjónabandið órjúfanlegt, vísaði bara til orða Jesú að "maður og kona séu eitt hold". Var það ekki rétt?
Dale Martin heldur því fram í Yale fyrirlestrum sínum um Nýja Testamentið að andstaða Jesú við hjónaskilnað hafi verið nýmæli og vera meðal sterkra raka fyrir sögulegri tilveru hans.
Ég veit ekki til að Jesús hafi minnst á samkynhneigða.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 10.3.2021 kl. 18:06
Páll Postuli fordæmir samkynhneigð
í hinu ljós-bláa NÝJA-TESTAMENTI sem að allir eiga
á bls.273.
Sem að á að vera málgagn allra KRISTINNA MANNA.
Jón Þórhallsson, 10.3.2021 kl. 19:19
Jón Þórhallsson.
Ég var að tala um Jesúm Krist, ekki Pál Postula. Kannski hef ég ekki lesið Nýja Testamentið nógu vel, en ég veit ekki hvar Jesús Kristur fordæmdi samkynhneigð, kannski þú gætir bent mér á það.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 10.3.2021 kl. 20:50
Áhugaverðar samræður um fordóma gagnvart samkynhneigðum og um kristið siðferði.
Guðmundur Ásgeirsson spyr hvernig hægt er að hata eitthvað sem ekki er til. Er það nokkuð mál? Er nokkuð mál að hata Mikka mús, drauma eða spegilmynd nágranna þíns? Er ekki einmitt auðvelt að hata fyrirbæri, en kannski erfiðara að hata einhver efni sem við gerum okkur enga hugmynd um?
Hrannar Baldursson, 10.3.2021 kl. 21:26
Rasismi (racism) er kynþáttahattur eða kynþáttaníð. Það er ekki rasismi að vera á móti hjónabandi samkynhneigðra (sem ég er fylgjandi). Hatursorðræða vegna trúarbragða er ekki rasismi. Það er ekki rasismi að vera á móti múslimum á Íslandi. (Nema þeir séu af einum kynþætti, til dæmis arabar).
Annað verður að kalla sínu rétta nafni sem er þá annað hvort hatursorðræða eða einfaldlega að hafa skoðun á málinu. Sem er réttmætt þó sú skoðun sé önnur en ,,skoðanalögreglan" hefur gefið leyfi fyrir.
Nonni (IP-tala skráð) 11.3.2021 kl. 02:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.